Skoski leikarinn Kevin McKidd er í viðræðum um að leika í hasarmyndinni Thor sem er byggð á samnefndri teiknimyndasögu. Sú saga segir frá ævintýrum norræna þrumuguðsins Þórs.
Sjálfur James Bond, Daniel Craig, er sagður hafa hafnað hlutverkinu og því leitaði leikstjórinn Kenneth Branagh til McKidd í staðinn. McKidd er þekktastur fyrir hlutverk sitt í bíómyndinni Trainspotting og í sjónvarpsþáttunum Grey"s Anatomy, Rome og Journeyman. Myndin Thor er væntanleg á hvíta tjaldið árið 2010.