Rapp í Reykjavík: Björk þverneitaði að vera á mynd með Emmsjé Gauta Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. apríl 2016 14:54 Gauti Þeyr Másson eða Emmsjé Gauti er ekki þekktur fyrir að „missa kúlið“ ef svo má segja en hann er einn vinsælasti rappari landsins. Þó komst hann ansi nærri því í eitt skiptið þegar hann bað Björk Guðmundsdóttur um að stilla sér upp á mynd með sér en fékk grjótharða neitun í andlitið. „Einu sinni var ég að halda upp á afmælið mitt á Prikinu,“ sagði Emmsjé Gauti en sagan kom fram í viðtali hans og Halldórs Halldórssonar, Dóra DNA, fyrir þættina Rapp í Reykjavík sem sýndir verða á Stöð 2 á sunnudagskvöldum nú í vor. Brotið má sjá hér að ofan. Gauti segir frá veislunni í þættinum, hann hafði leigt Prikið og var með staðinn til miðnættis. Um miðbik afmælisins sér hann hvar Björk kemur inn í partýið og byrjar að dansa. „Djöfull er þetta nett. Hún er fokking Björk, skilurðu? Hún labbar inn og er að dansa,“ útskýrir Gauti. Hann segist ekki vera vanur að bögga þekkt fólk en sannfærir sig um að þetta sé sérstakt tilvik, hann eigi afmæli, sé prúðbúinn og svalur í jakkafötum og eigi skilið eina mynd með Björk. Hann nálgast söngkonuna varfærnislega og biður afsakandi um mynd af sér með henni. „Hún horfir bara svona á mig, hún hefði alveg eins getað hrækt á mig og segir: Sérðu ekki að ég er að dansa og tjilla?“ Emmsjé Gauti verður einn þriggja viðfangsefna þáttastjórnandans Dóra DNA í þættinum Rapp í Reykjavík annað kvöld. Þátturinn verður sá fyrsti af sex. Tengdar fréttir Rapp í Reykjavík - Byssur og peningar: Er bannað að ljúga í rappi? Rapp í Reykjavík hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp. Rapp í Reykjavík verður sýnd á Stöð 2 í apríl og maí. 19. apríl 2016 12:28 Rappið tekur yfir Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Hér er farið stuttlega yfir söguna og stöðuna. 23. apríl 2016 14:00 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Gauti Þeyr Másson eða Emmsjé Gauti er ekki þekktur fyrir að „missa kúlið“ ef svo má segja en hann er einn vinsælasti rappari landsins. Þó komst hann ansi nærri því í eitt skiptið þegar hann bað Björk Guðmundsdóttur um að stilla sér upp á mynd með sér en fékk grjótharða neitun í andlitið. „Einu sinni var ég að halda upp á afmælið mitt á Prikinu,“ sagði Emmsjé Gauti en sagan kom fram í viðtali hans og Halldórs Halldórssonar, Dóra DNA, fyrir þættina Rapp í Reykjavík sem sýndir verða á Stöð 2 á sunnudagskvöldum nú í vor. Brotið má sjá hér að ofan. Gauti segir frá veislunni í þættinum, hann hafði leigt Prikið og var með staðinn til miðnættis. Um miðbik afmælisins sér hann hvar Björk kemur inn í partýið og byrjar að dansa. „Djöfull er þetta nett. Hún er fokking Björk, skilurðu? Hún labbar inn og er að dansa,“ útskýrir Gauti. Hann segist ekki vera vanur að bögga þekkt fólk en sannfærir sig um að þetta sé sérstakt tilvik, hann eigi afmæli, sé prúðbúinn og svalur í jakkafötum og eigi skilið eina mynd með Björk. Hann nálgast söngkonuna varfærnislega og biður afsakandi um mynd af sér með henni. „Hún horfir bara svona á mig, hún hefði alveg eins getað hrækt á mig og segir: Sérðu ekki að ég er að dansa og tjilla?“ Emmsjé Gauti verður einn þriggja viðfangsefna þáttastjórnandans Dóra DNA í þættinum Rapp í Reykjavík annað kvöld. Þátturinn verður sá fyrsti af sex.
Tengdar fréttir Rapp í Reykjavík - Byssur og peningar: Er bannað að ljúga í rappi? Rapp í Reykjavík hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp. Rapp í Reykjavík verður sýnd á Stöð 2 í apríl og maí. 19. apríl 2016 12:28 Rappið tekur yfir Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Hér er farið stuttlega yfir söguna og stöðuna. 23. apríl 2016 14:00 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Rapp í Reykjavík - Byssur og peningar: Er bannað að ljúga í rappi? Rapp í Reykjavík hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp. Rapp í Reykjavík verður sýnd á Stöð 2 í apríl og maí. 19. apríl 2016 12:28
Rappið tekur yfir Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Hér er farið stuttlega yfir söguna og stöðuna. 23. apríl 2016 14:00