Rapp í Reykjavík: Björk þverneitaði að vera á mynd með Emmsjé Gauta Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. apríl 2016 14:54 Gauti Þeyr Másson eða Emmsjé Gauti er ekki þekktur fyrir að „missa kúlið“ ef svo má segja en hann er einn vinsælasti rappari landsins. Þó komst hann ansi nærri því í eitt skiptið þegar hann bað Björk Guðmundsdóttur um að stilla sér upp á mynd með sér en fékk grjótharða neitun í andlitið. „Einu sinni var ég að halda upp á afmælið mitt á Prikinu,“ sagði Emmsjé Gauti en sagan kom fram í viðtali hans og Halldórs Halldórssonar, Dóra DNA, fyrir þættina Rapp í Reykjavík sem sýndir verða á Stöð 2 á sunnudagskvöldum nú í vor. Brotið má sjá hér að ofan. Gauti segir frá veislunni í þættinum, hann hafði leigt Prikið og var með staðinn til miðnættis. Um miðbik afmælisins sér hann hvar Björk kemur inn í partýið og byrjar að dansa. „Djöfull er þetta nett. Hún er fokking Björk, skilurðu? Hún labbar inn og er að dansa,“ útskýrir Gauti. Hann segist ekki vera vanur að bögga þekkt fólk en sannfærir sig um að þetta sé sérstakt tilvik, hann eigi afmæli, sé prúðbúinn og svalur í jakkafötum og eigi skilið eina mynd með Björk. Hann nálgast söngkonuna varfærnislega og biður afsakandi um mynd af sér með henni. „Hún horfir bara svona á mig, hún hefði alveg eins getað hrækt á mig og segir: Sérðu ekki að ég er að dansa og tjilla?“ Emmsjé Gauti verður einn þriggja viðfangsefna þáttastjórnandans Dóra DNA í þættinum Rapp í Reykjavík annað kvöld. Þátturinn verður sá fyrsti af sex. Tengdar fréttir Rapp í Reykjavík - Byssur og peningar: Er bannað að ljúga í rappi? Rapp í Reykjavík hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp. Rapp í Reykjavík verður sýnd á Stöð 2 í apríl og maí. 19. apríl 2016 12:28 Rappið tekur yfir Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Hér er farið stuttlega yfir söguna og stöðuna. 23. apríl 2016 14:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Gauti Þeyr Másson eða Emmsjé Gauti er ekki þekktur fyrir að „missa kúlið“ ef svo má segja en hann er einn vinsælasti rappari landsins. Þó komst hann ansi nærri því í eitt skiptið þegar hann bað Björk Guðmundsdóttur um að stilla sér upp á mynd með sér en fékk grjótharða neitun í andlitið. „Einu sinni var ég að halda upp á afmælið mitt á Prikinu,“ sagði Emmsjé Gauti en sagan kom fram í viðtali hans og Halldórs Halldórssonar, Dóra DNA, fyrir þættina Rapp í Reykjavík sem sýndir verða á Stöð 2 á sunnudagskvöldum nú í vor. Brotið má sjá hér að ofan. Gauti segir frá veislunni í þættinum, hann hafði leigt Prikið og var með staðinn til miðnættis. Um miðbik afmælisins sér hann hvar Björk kemur inn í partýið og byrjar að dansa. „Djöfull er þetta nett. Hún er fokking Björk, skilurðu? Hún labbar inn og er að dansa,“ útskýrir Gauti. Hann segist ekki vera vanur að bögga þekkt fólk en sannfærir sig um að þetta sé sérstakt tilvik, hann eigi afmæli, sé prúðbúinn og svalur í jakkafötum og eigi skilið eina mynd með Björk. Hann nálgast söngkonuna varfærnislega og biður afsakandi um mynd af sér með henni. „Hún horfir bara svona á mig, hún hefði alveg eins getað hrækt á mig og segir: Sérðu ekki að ég er að dansa og tjilla?“ Emmsjé Gauti verður einn þriggja viðfangsefna þáttastjórnandans Dóra DNA í þættinum Rapp í Reykjavík annað kvöld. Þátturinn verður sá fyrsti af sex.
Tengdar fréttir Rapp í Reykjavík - Byssur og peningar: Er bannað að ljúga í rappi? Rapp í Reykjavík hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp. Rapp í Reykjavík verður sýnd á Stöð 2 í apríl og maí. 19. apríl 2016 12:28 Rappið tekur yfir Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Hér er farið stuttlega yfir söguna og stöðuna. 23. apríl 2016 14:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Rapp í Reykjavík - Byssur og peningar: Er bannað að ljúga í rappi? Rapp í Reykjavík hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp. Rapp í Reykjavík verður sýnd á Stöð 2 í apríl og maí. 19. apríl 2016 12:28
Rappið tekur yfir Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Hér er farið stuttlega yfir söguna og stöðuna. 23. apríl 2016 14:00