Geir og Ingibjörg kannast ekki við aðvörun Davíðs 5. desember 2008 18:57 Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra kannast við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi í sumar varað við yfirvofandi hruni bankanna. Forsætisráðherra útilokar þó ekki að Davíð hafi minnst á þetta í óformlegu samtali þeirra á milli en segist þó ekki muna eftir því. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fullyrti á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær að hann hafi varað við yfirvofandi hruni bankanna á fundi með ráðherrum ríkistjórnarinnar í síðastliðnum júnímánuði. Á hann að hafa sagt að það væru núll prósent líkur á því að bankarnir myndu lifa fjármálakreppuna af. Í yfirlýsingu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sendi frá sér í gær er þessum fullyrðingum vísað á bug. Þar kemur fram að hún hafi síðast fundað með Davíð í júlí og þar hafi hann ekki látið þessi orð falla. Orð ingibjargar og Davíðs varðandi fundinn stangast á. Aðspurður hver hafi rétt fyrir sér og hvað hafi farið fram á fundinum sagði Geir: ,,Það var fundur í júlí. Ég kannast ekki við það að það hafi verið talað um 0 prósent líkur. Það má vera að það hafi verið sagt einhverntíman í símtali en slík óformleg samtöl eru ekki hin opinber afstaða bankans." Forsætisráðherra var þá spurður hvernig hægt væri gleyma slíkri aðvörun. ,,Við höfum talað saman ótal sinnum um þessi mál. Ég hef ekki skrifað allt hjá mér í slíkum símtölum sem fram hefur farið en ef það eru einhver vandamál í þessu þá mun það koma allt saman í ljós þegar málið verður skoðað." Blaðamenn óskuðu þá eftir því að fá afrit af símtalinu. ,,Þetta símtal hefur ekki verið tekið upp," sagði Geir. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira
Hvorki forsætisráðherra né utanríkisráðherra kannast við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafi í sumar varað við yfirvofandi hruni bankanna. Forsætisráðherra útilokar þó ekki að Davíð hafi minnst á þetta í óformlegu samtali þeirra á milli en segist þó ekki muna eftir því. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fullyrti á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær að hann hafi varað við yfirvofandi hruni bankanna á fundi með ráðherrum ríkistjórnarinnar í síðastliðnum júnímánuði. Á hann að hafa sagt að það væru núll prósent líkur á því að bankarnir myndu lifa fjármálakreppuna af. Í yfirlýsingu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sendi frá sér í gær er þessum fullyrðingum vísað á bug. Þar kemur fram að hún hafi síðast fundað með Davíð í júlí og þar hafi hann ekki látið þessi orð falla. Orð ingibjargar og Davíðs varðandi fundinn stangast á. Aðspurður hver hafi rétt fyrir sér og hvað hafi farið fram á fundinum sagði Geir: ,,Það var fundur í júlí. Ég kannast ekki við það að það hafi verið talað um 0 prósent líkur. Það má vera að það hafi verið sagt einhverntíman í símtali en slík óformleg samtöl eru ekki hin opinber afstaða bankans." Forsætisráðherra var þá spurður hvernig hægt væri gleyma slíkri aðvörun. ,,Við höfum talað saman ótal sinnum um þessi mál. Ég hef ekki skrifað allt hjá mér í slíkum símtölum sem fram hefur farið en ef það eru einhver vandamál í þessu þá mun það koma allt saman í ljós þegar málið verður skoðað." Blaðamenn óskuðu þá eftir því að fá afrit af símtalinu. ,,Þetta símtal hefur ekki verið tekið upp," sagði Geir.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira