Lífið

Dans- og skautadrottning í Norðlingaholti

Ronja Ísabel Arngrímsdóttir.
Ronja Ísabel Arngrímsdóttir.
Nafn: Ronja Ísabel Arngrímsdóttir.

Aldur: Ég verð 12 ára í september.

Skóli: Norðlingaskóli.

Hvað er skemmtilegast að læra? Mér finnst mjög gaman í íþróttum. Rakel Logadóttir er að kenna mér. Hún er frábær.

Hvað gerirðu þegar skólinn er búinn? Ég fer að leika við vinkonur mínar eða fer á æfingar.

Hvað ertu að æfa? Ég er að æfa dans hjá Dans stúdíó World Class og skauta í Laugardal.

Hver er uppáhaldshljómsveitin þín? Ég hlusta mikið á tónlist. Hlusta mikið á venjuleg lög. Pabbi minn var í Skítamóral og tónlistarkennarinn minn er í Skálmöld svo ég hlusta á margt.

Hvaða bók er í uppáhaldi? Ég les svolítið mikið. Ég er að lesa núna bók sem mér finnst skemmtileg en hún toppar ekki Kidda klaufa bækurnar. Þær eru í uppáhaldi.

Hvað er skemmtilegast að horfa á? Ég horfi mikið á Netflix. Ég horfi á allt eiginlega. Núna er ég að horfa á Friends og Alice and Katie.

Áttu gæludýr? Nei en ég átti. Við Matthildur vinkona mín vorum í sveitinni hjá ömmu þar sem við vorum að gefa heimalningum mjólk að drekka. Sauðburður er nánast búinn hjá ömmu og afa. Það eiga bara tvær kindur eftir að bera. En nágrannarnir þeirra eiga margar kindur og við vorum mest þar. Sáum þrjár kindur bera.

Hvað langar þig að verða? Mig langar að verða einkaþjálfari eins og mamma. Dansari kannski líka. Mamma er líka góð að dansa. Ég er ekkert mikið í tónlist eins og pabbi.

Hefurðu ferðast um Ísland? Já, ég fór einu sinni til Siglufjarðar. Það var rosalega flott þar og skemmtilegt.

En til útlanda? Ég fer mikið til Svíþjóðar. Er í Helsingborg hjá afa. Það er flottur staður og gaman að vera þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.