Ástralskur nýliði fljótari en meistarinn 17. nóvember 2010 14:00 Nýliði Red Bull, Daniel Ricciardo var fljótari en heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði að vera í tímatökum, þegar hann ók Red Bull bíl á æfingum í Abu Dhabi í dag. Keppnisliðin í Formúlu 1 hafa leyft ungum ökumönnum að spreyta sig um borð í bílum sínum í leit að ökumönnum framtíðarinnar. Ricciardo var 1.3 sekúndum sneggri um brautina, en Vettel náði að vera í tímatökunni fyrir kappaksturinn á laugardaginn. Frá þessu er greint á autosport.com. Ricciardo ók bíl Webbers, en hann er frá Ástralíu eins og Webber. Talið er að aðstæður á brautinni séu mun betri en þær voru þegar tímatakan fór fram, en engu að síður vakti tími Ricciardo athygli, en hann hefur samtals ekið Formúlu 1 bíl fjórum sinnum. Williams leyfði Pastor Maldonado að keyra sinn bíl, en hann hafði áður ekið fyrir Hispania liðið. Liðið er að skoða hann með tillliti til keppnissætis árið 2011. Maldonaldo var þremur fjórðu úr sekúndu fljótari en Rubens Barrichello var í tímatökunni á laugardag. Tímar ökumanna í Abu Dhabi í dag 1. Daniel Ricciardo Red Bull 1m38.102s 77 2. Jerome D'Ambrosio Renault 1m38.802s 83 3. Sam Bird Mercedes 1m39.220s 82 4. Gary Paffett McLaren 1m39.760s 84 5. Jules Bianchi Ferrari 1m39.916s 93 6. Sergio Perez Sauber 1m40.543s 91 7. Paul di Resta Force India 1m40.901s 27 8. Pastor Maldonado Williams 1m40.944s 81 9. Jean-Eric Vergne Toro Rosso 1m40.974s 61 10. Yelmer Buurman Force India 1m41.178s 67 11. Davide Valsecchi Hispania 1m43.013s 32 12. Luiz Razia Virgin 1m43.525s 70 13. Josef Kral Hispania 1m44.143s 61 14. Rodolfo Gonzalez Lotus 1m44.312s 41 15. Vladimir Arabadzhiev Lotus 1m45.723s 49 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nýliði Red Bull, Daniel Ricciardo var fljótari en heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði að vera í tímatökum, þegar hann ók Red Bull bíl á æfingum í Abu Dhabi í dag. Keppnisliðin í Formúlu 1 hafa leyft ungum ökumönnum að spreyta sig um borð í bílum sínum í leit að ökumönnum framtíðarinnar. Ricciardo var 1.3 sekúndum sneggri um brautina, en Vettel náði að vera í tímatökunni fyrir kappaksturinn á laugardaginn. Frá þessu er greint á autosport.com. Ricciardo ók bíl Webbers, en hann er frá Ástralíu eins og Webber. Talið er að aðstæður á brautinni séu mun betri en þær voru þegar tímatakan fór fram, en engu að síður vakti tími Ricciardo athygli, en hann hefur samtals ekið Formúlu 1 bíl fjórum sinnum. Williams leyfði Pastor Maldonado að keyra sinn bíl, en hann hafði áður ekið fyrir Hispania liðið. Liðið er að skoða hann með tillliti til keppnissætis árið 2011. Maldonaldo var þremur fjórðu úr sekúndu fljótari en Rubens Barrichello var í tímatökunni á laugardag. Tímar ökumanna í Abu Dhabi í dag 1. Daniel Ricciardo Red Bull 1m38.102s 77 2. Jerome D'Ambrosio Renault 1m38.802s 83 3. Sam Bird Mercedes 1m39.220s 82 4. Gary Paffett McLaren 1m39.760s 84 5. Jules Bianchi Ferrari 1m39.916s 93 6. Sergio Perez Sauber 1m40.543s 91 7. Paul di Resta Force India 1m40.901s 27 8. Pastor Maldonado Williams 1m40.944s 81 9. Jean-Eric Vergne Toro Rosso 1m40.974s 61 10. Yelmer Buurman Force India 1m41.178s 67 11. Davide Valsecchi Hispania 1m43.013s 32 12. Luiz Razia Virgin 1m43.525s 70 13. Josef Kral Hispania 1m44.143s 61 14. Rodolfo Gonzalez Lotus 1m44.312s 41 15. Vladimir Arabadzhiev Lotus 1m45.723s 49
Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira