Íslenski boltinn

Valur lenti í vandræðum með botnliðið

Vísir/Andri Marinó
Botnlið Aftureldingar stóð lengi vel í Valsliðinu í einvígi liðanna í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Á endanum náðu Valskonur þó tökum á leiknum og unnu þær að lokum góðan sigur.

Afturelding komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik en í bæði skiptin náði Valsliðið að jafna innan skamms. Í seinni hálfleik gerðu Svava Rós Guðmundsdóttir og Elín Metta Jensen út um leikinn með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum.

KR komst í 8-liða úrslitin með því að leggja FH að velli í Frostaskjólinu í kvöld. Þá vann Þróttur Reykjavík sigur á ÍR eftir vítaspyrnukeppni.

Úrslit:

Víkingur Ólafsvík 0-3 Stjarnan

Selfoss 1-0 ÍA

Afturelding 2-4 Valur

Þróttur Reykjavík 2-2 ÍR(5-4 eftir vítaspyrnukeppni)

KR 1-0 FH

Upplýsingar um úrslit og markaskorara koma frá Úrslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×