Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. júní 2014 00:03 Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í máli Sérstaks saksóknara gegn sér og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum Landsbankans í IMON-málinu svokallaða. Sigurjón ásamt Elínu Sigfúsdóttur fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs voru í dag sýknuð í Imon-málinu. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar var hins vegar dæmdur í níu mánaða fangelsi þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. „Þessi málatilbúnaður í kringum þetta Imon-mál er ótrúlegur og strax í fyrstu yfirheyrslu árið 2009 var augljóst að þetta væri á misskilningi byggt,“ segir Sigurjón Þ. Árnason í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Þessi lánveiting sem við Elín skrifum uppá á sínum tíma var algjörlega í samræmi við allar reglur og fól ekki í sér neina áhættu fyrir bankann.Dómurinn misskilur hlutverk miðlara í bankaSteinþór Gunnarsson var sá eini sem var dæmdur til saka í málinu. Lárentínus Kristjánsson, verjandi Steinþórs, var mjög ósáttur við dóminn og segir að sérstakur saksóknari hafi hreinlega miskilið hlutverk miðlara í banka. „Það sorglega við þessa niðurstöðu er að dómurinn virðist gera það líka,“ segir Lárentínus sem ætlar að áfrýja fyrir hönd skjólstæðings síns. „Minn skjólstæðingur átti greinilega að vera í einhverju löggæslu hlutverki og passa upp á að hlutirnir séu í lagi en ekki aðrir í bankanum. Ekki regluvarslan og ekki bankastjórarnir. Niðurstaðan er fráleit.“ Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í máli Sérstaks saksóknara gegn sér og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum Landsbankans í IMON-málinu svokallaða. Sigurjón ásamt Elínu Sigfúsdóttur fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs voru í dag sýknuð í Imon-málinu. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar var hins vegar dæmdur í níu mánaða fangelsi þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. „Þessi málatilbúnaður í kringum þetta Imon-mál er ótrúlegur og strax í fyrstu yfirheyrslu árið 2009 var augljóst að þetta væri á misskilningi byggt,“ segir Sigurjón Þ. Árnason í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Þessi lánveiting sem við Elín skrifum uppá á sínum tíma var algjörlega í samræmi við allar reglur og fól ekki í sér neina áhættu fyrir bankann.Dómurinn misskilur hlutverk miðlara í bankaSteinþór Gunnarsson var sá eini sem var dæmdur til saka í málinu. Lárentínus Kristjánsson, verjandi Steinþórs, var mjög ósáttur við dóminn og segir að sérstakur saksóknari hafi hreinlega miskilið hlutverk miðlara í banka. „Það sorglega við þessa niðurstöðu er að dómurinn virðist gera það líka,“ segir Lárentínus sem ætlar að áfrýja fyrir hönd skjólstæðings síns. „Minn skjólstæðingur átti greinilega að vera í einhverju löggæslu hlutverki og passa upp á að hlutirnir séu í lagi en ekki aðrir í bankanum. Ekki regluvarslan og ekki bankastjórarnir. Niðurstaðan er fráleit.“
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45