Renault í samstarf með Dongfeng í Kína Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2013 15:20 Renault Koleos jepplingurinn. Franski bílaframleiðandinn Renault mun framleiða 150.000 bíla á ári í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng í Kína. Renault segist reyndar hafa myndað „gullinn þríhyrning“ með þessu samstarfi því Nissan, sem lengi hefur verið í samstarfi með Renault, er þriðji aðili samstarfsins. Renault og Dongfeng munu sameinast um verksmiðju og fyrstu bílarnir með merki Renault munu renna af færiböndunum á miðju ári 2016. Renault er langt á eftir Volkswagen, Toyota og General Motors í sölu bíla í Kína og hyggst með þessu minnka það bil á þessum stærsta bílamarkaði heims. Renault ætlar aðallega að framleiða jepplinga í verksmiðjunni í Kína. Franskir bílaframleiðendur eiga afar lítinn hluta af bílamarkaðinum í Kína, eða 3,1% og eru langt á eftir þýsku framleiðendunum, sem og þeim japönsku, bandarísku og s-kóresku. Erfitt gæti reynst fyrir Renault að vinna markað í Kína, en merki Renault er ekki mjög þekkt þar. Auk þess kemur Renault nú inn á markaðinn þegar verulega er farið að hægja á vexti í bílasölu í Kína. Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent
Franski bílaframleiðandinn Renault mun framleiða 150.000 bíla á ári í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Dongfeng í Kína. Renault segist reyndar hafa myndað „gullinn þríhyrning“ með þessu samstarfi því Nissan, sem lengi hefur verið í samstarfi með Renault, er þriðji aðili samstarfsins. Renault og Dongfeng munu sameinast um verksmiðju og fyrstu bílarnir með merki Renault munu renna af færiböndunum á miðju ári 2016. Renault er langt á eftir Volkswagen, Toyota og General Motors í sölu bíla í Kína og hyggst með þessu minnka það bil á þessum stærsta bílamarkaði heims. Renault ætlar aðallega að framleiða jepplinga í verksmiðjunni í Kína. Franskir bílaframleiðendur eiga afar lítinn hluta af bílamarkaðinum í Kína, eða 3,1% og eru langt á eftir þýsku framleiðendunum, sem og þeim japönsku, bandarísku og s-kóresku. Erfitt gæti reynst fyrir Renault að vinna markað í Kína, en merki Renault er ekki mjög þekkt þar. Auk þess kemur Renault nú inn á markaðinn þegar verulega er farið að hægja á vexti í bílasölu í Kína.
Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent