Chelsea sló Liverpool út úr bikarnum | Sjáðu mörkin Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 21:45 Willian kátur eftir að hafa komið Chelsea í 1-0. vísir/getty Chelsea er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 2-0 sigur gegn Liverpool í Lundúnum í kvöld. Willian kom Chelsea yfir á 13. mínútu með þrumuskoti eftir misheppnaða sendingu Fabinho við vítateig Liverpool. Þó að skot Willians hafi verið fast þá fór það beint á Adrián sem einhvern veginn missti boltann í markið. Kepa sneri aftur í mark Chelsea í kvöld og gerði vel þegar hann varði í þrígang skot úr vítateignum eftir hálftíma leik. Ross Barkley skoraði seinna mark heimamanna á 64. mínútu eftir góðan sprett fram völlinn í skyndisókn, með föstu skoti utan teigs. Mörkin má sjá hér að neðan. Liverpool, sem er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, hefur þar með tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum ef úrslit úr öllum keppnum eru talin. Liðið tapaði gegn Watford í deildinni um helgina og hafði áður tapað fyrir Atlético Madrid á útivelli í Meistaradeildinni. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Arsenal fyrst í 8-liða úrslitin Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með að slá út C-deildarlið Portsmouth í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld. 2. mars 2020 21:30
Chelsea er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 2-0 sigur gegn Liverpool í Lundúnum í kvöld. Willian kom Chelsea yfir á 13. mínútu með þrumuskoti eftir misheppnaða sendingu Fabinho við vítateig Liverpool. Þó að skot Willians hafi verið fast þá fór það beint á Adrián sem einhvern veginn missti boltann í markið. Kepa sneri aftur í mark Chelsea í kvöld og gerði vel þegar hann varði í þrígang skot úr vítateignum eftir hálftíma leik. Ross Barkley skoraði seinna mark heimamanna á 64. mínútu eftir góðan sprett fram völlinn í skyndisókn, með föstu skoti utan teigs. Mörkin má sjá hér að neðan. Liverpool, sem er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, hefur þar með tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum ef úrslit úr öllum keppnum eru talin. Liðið tapaði gegn Watford í deildinni um helgina og hafði áður tapað fyrir Atlético Madrid á útivelli í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Arsenal fyrst í 8-liða úrslitin Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með að slá út C-deildarlið Portsmouth í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld. 2. mars 2020 21:30
Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30
Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00
Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00
Arsenal fyrst í 8-liða úrslitin Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með að slá út C-deildarlið Portsmouth í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld. 2. mars 2020 21:30