
Sport
Mourinho vill ekki Andrade

Jose Mourinho hefur vísað því á bug að Chelsea sé á höttunum eftir portúgalska varnarmanninum Jorge Andrade í janúar og hellti sér yfir blaðamenn sem spurðu hann út í málið. "Ég er orðinn hundleiður á þessum endalausu sögusögnum," sagði Mourinho. "Við erum með fjóra af bestu miðvörðum í heimi hjá liðinu nú þegar og það er fáránlegt að halda því fram að við ætlum að kaupa einn í viðbót," sagði Mourinho og benti blaðamönnum á að fíflast ekki með lið sitt, hann myndi ekki sætta sig við slíkt.