Þannig var blaðamaður Breska ríkisútvarpsins, BBC, lafhræddur við stríðssöng íslensku stuðningsmannanna ef marka má textalýsingu á vef BBC. Söngurinn sem um ræðir er þar sem klappað er í takt við tvo trommuslög, og má sjá í spilaranum hér að ofan, en um þetta sagði blaðamaðurinn í textalýsingu á 65. mínútu leiksins:
“The Iceland fans have found their voice with a menacing, synchronised chant. Scary stuff.”
Þetta gæti útlagst svona á íslensku:
„Íslensku stuðningsmennirnir hafa fundið sína rödd með ógnvænlegum samhæfðum söng. Ógnvekjandi dót.“
Þá er einnig fjallað um íslensku stuðningsmennina á vefsíðu Independent þar sem vitnað er í umræður á samfélagsmiðlum um söngvana. Þar sagði einn þá meðal annars jafn ógnvekjandi og heill her af víkingum en sjá má nokkur tíst hér að neðan auk hópsöngs stuðningsmannanna þegar þeir tóku lagið „Ég er kominn heim“ á vellinum.
That Iceland viking chant is still terrifying when there's only 50 of them. https://t.co/c3CHpMU5Yz
— Tommy de la touche (@john_neptune) June 15, 2016
Things I have learnt today: Iceland fans are terrifying! Great synchronise fan cheers and noise but if I was a POR fan I'd be pooing myself
— Martha Ashby (@miashby) June 14, 2016
That chant from Iceland is terrifying and amazing.
— Markus (@MarkusSafc) June 14, 2016