Tímaritið fer í sölu næsta miðvikudag en þar verður greint frá heimsókn LGBT-fólks í Kensington-höll þar sem þau ræddu reynslu sína af ofsóknum og fordómum. Í tímaritinu segir Vilhjálmur að enginm eigi að þola það að sæta ofbeldi eða einelti vegna kynhneigðar sinnar. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.
