16 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2016 16:14 16 laxar veiddust í morgun í Miðfjarðará þegar hún opnaði fyrir veiði. Mynd: Miðfjarðará FB Miðfjarðará var aflahæst náttúlegu ánna sumarið 2015 þegar 6.028 laxar veiddust í ánni sem er met. Veiðin í fyrrasumar var ævintýralega góð og þeir veiðimenn sem náðu dögum í fyrra voru líklega flestir snöggir að tryggja sér daga í sumar. Áin opnaði í morgun og það verður ekki annað sagt en að hér sé enn ein glæsileg opnun í laxveiðiá á þessu tímabili þótt ekki séu liðnar nema tæpar tvær vikur af því. Á fyrstu vakt var 16 löxum landað. Allt vænir og vel haldnir tveggja ára laxar nema einn eins árs lax. Það var mikið líf, mikið af tökum og veiðin líkari því sem veiðimenn eiga að venjast í lok júní frekar en miðjan júní. Það verður spennandi að sjá hvernig gangurinn verður í Miðfjarðará í sumar eftir metið í fyrra og raunsætt matuðvitað að erfitt eða ómögulegt verði að slá þetta met. En það var þó sami tónn sumrin 2009 og 2010 þegar það veiddust 4004 og 4043 laxar í Miðfjarðará, þá héldu veiðimenn því fram að ómögulegt væri fyrir náttúrulega veiðiá að skila fleiri löxum á land. Miðfjarðará sýndi þó annað í fyrra og það kæmi undirrituðum ekkert á óvart þó áin reyni við metið í sumar. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Miðfjarðará var aflahæst náttúlegu ánna sumarið 2015 þegar 6.028 laxar veiddust í ánni sem er met. Veiðin í fyrrasumar var ævintýralega góð og þeir veiðimenn sem náðu dögum í fyrra voru líklega flestir snöggir að tryggja sér daga í sumar. Áin opnaði í morgun og það verður ekki annað sagt en að hér sé enn ein glæsileg opnun í laxveiðiá á þessu tímabili þótt ekki séu liðnar nema tæpar tvær vikur af því. Á fyrstu vakt var 16 löxum landað. Allt vænir og vel haldnir tveggja ára laxar nema einn eins árs lax. Það var mikið líf, mikið af tökum og veiðin líkari því sem veiðimenn eiga að venjast í lok júní frekar en miðjan júní. Það verður spennandi að sjá hvernig gangurinn verður í Miðfjarðará í sumar eftir metið í fyrra og raunsætt matuðvitað að erfitt eða ómögulegt verði að slá þetta met. En það var þó sami tónn sumrin 2009 og 2010 þegar það veiddust 4004 og 4043 laxar í Miðfjarðará, þá héldu veiðimenn því fram að ómögulegt væri fyrir náttúrulega veiðiá að skila fleiri löxum á land. Miðfjarðará sýndi þó annað í fyrra og það kæmi undirrituðum ekkert á óvart þó áin reyni við metið í sumar.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði