Lífið

Óvissutónleikar í helli á Suðurlandi

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Nina Kraviz að gera það sem hún gerir best; trylla lýðinn.
Nina Kraviz að gera það sem hún gerir best; trylla lýðinn. Mynd/Carin Abdulla
Árni E. Guðmundsson er einn aðstandenda þessa leyndardómsfulla hella dansiballi.Mynd/Árni E. Guðmundsson
Nina Kraviz er að endurtaka leikinn frá því í fyrra þegar hún hélt partí í helli við Kleifarvatn – það var í raun og veru hugsað sem fyrirpartí fyrir dansiball sem hún hélt á Paloma síðar sama kvöld, en það fór svo að hellapartíið varð miklu vinsælla og umtalaðra. Það hefur verið töluverð pressa á henni að halda annað svona partí og hún gaf það í skyn í fyrra að hún myndi endurtaka leikinn og það er það sem er í gangi núna. Þau ákváðu að finna nýjan stað þannig að það var fundinn nýr hellir og þetta verður svona „mystery,“ segir Árni E. Guðmundsson, einn aðstandenda þessara dularfullu veisluhalda.



Nina Kraviz er nokkuð þekkt í heimi elektrónískrar tónlistar bæði sem lagahöfundur og plötusnúður. Hún stofnaði Trip árið 2014 en það var kosið plötufyrirtæki ársins árið 2015 af tímaritinu Mixmag.

„Hún ætlar að koma með flott „crew“ af listamönnum sem koma fram þarna og hún vill hvorki gefa upp staðsetningu eða þá listamenn sem koma fram þarna. Það er í raun og veru gert til að halda í leyndina og setja smá fútt í þetta.

Miðasalan var að byrja í íslenskum krónum í gær. Hún er búin að vera í gangi á erlendri vefsíðu í nokkurn tíma og það eru tugir erlendra gesta að fara að fljúga til Íslands til að fara í þetta partí og búnir að setja sig í samband við okkur.“

Miðasalan er í fullum gangi og fer hún fram í Lucky Records á Rauðarárstíg og á tix.is. 

Athugið að aðeins eru um 300 miðar í boði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.