Logi vildi sjá Ryan Taylor fá 7-10 leikja bann: „Mér finnst galið að hann sé að fara spila eftir tvo leiki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2018 07:00 vísir/skjáskot Logi Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í körfubolta og núverandi leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, segir að brot Ryan Taylor, leikmanns ÍR, á Hlyni Bæringssyni, leikmanni Stjörnunnar, hafi verðskuldað sjö til tíu leikja bann. Logi var gestur Körfuboltakvölds fyrir leik Keflavíkur og Hauka á mánudagskvöld en þar fóru þeir Kjartan Atli, Hermann Hauksson, Teitur Örlygsson og Logi yfir þetta brot sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Taylor fékk að lokum þriggja leikja bann. „Ég væri brjálaður ef ég væri Hlynur og mitt lið hefði farið út og sá sem tók mig út væri að fara spila eftir tvo leiki. Ég hef spilað í Evrópu í yfir áratug í fullt af löndum og ég hef séð ýmsilegt. Þegar það eru svona fólskubrot langt frá boltanum þá eru þetta sjö til tíu leikir alls staðar,” sagði Logi og honum var greinilega heitt í hamsi. „Mér finnst galið að hann sé að fara spila eftir tvo leiki. Ég hef ekkert á móti honum og ég er hlutlaus. Ég sem körfuboltaleikmaður væri gjörsamlega brjálaður ef hann væri að fara spila og ég gæti ekki verið með eins og gerðist fyrir Hlyn.” „Hann tekur sénsinn af Hlyn að spila síðasta leikinn og þar af leiðandi er liðið hans dottið út. Það er búið að ræða þetta mikið og kannski finnst einhverjum komið nóg af þessari umræðu. Mér finnst ekki komið nóg af þessari umræðu.” „Það þarf að taka á þessu. Hvað þarf að gera til þess að fá fjóra leiki? Þarf hann að leggjast yfir hann og kýla hann? Mér finnst þetta svolítið vafasamt því körfuboltinn er orðinn stór og það eru allir að fylgjast með okkur. Ungir krakkar eru að fylgjast með og þetta er svo vísvitandi.”Hlynur liggur óvígur eftir og Danero Thomas, liðsfélagi Taylor, athugar með landsliðsfyrirliðann.vísir/skjáskotBorce Ilievski, þjálfari ÍR, sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið þegar ÍR tryggði sig inn í undanúrslitin að hann væri enn viss um að brot Taylor hafi verið óviljaverk. Það tekur Logi ekki undir. „Mér finnst það slakt af þjálfaranum að segja að hann haldi enn að þetta hafi verið óvart. Þetta er vísvitandi og hann er að koma að miklum krafti í hnakkann á manni sem veit ekki að hann sé að koma. Boltinn er ekki nálægt og ég verð hálf reiður þegar ég tala um þetta.” „Ég veit ekki hvort að fólkið sem er ekki í körfubolta sér þetta öðruvísi. En ég sem leikmaður fæ svona högg í leik og veit ekki að því, þetta getur haft afleiðingar langt eftir körfuboltann.” Hermann Hauksson, einn af spekingum þáttarins, tók undir allt sem Logi sagði og tók það fram að þetta gæti einfaldlega skaðað heilsu Hlyns það sem eftir er af ævi hans. Logi tók svo aftur við boltanum og hélt áfram. „Auðvitað vill maður að það eigi að leyfa hörku í úrslitakeppninni og maður á það til að fá olnbogaskot út af frákasti eða olnbogaskot í “screeni” en þetta er svo allt annað og tengist því ekki neitt.” Logi fór á stúfana í dag og skoðaði samskonar brot víðast hvar um heiminn og segir hann að Ísland skeri sig úr hvað varðar lengd á brotum eins og þessum. „Ég skoðaði brot í dag því ég vissi að ég væri að fara ræða þetta. Þetta eru sjö til tíu leikir, alltaf þegar þetta er svona frá boltanum, olnbogaskot í andlit og fleira. Alls staðar í Evrópu þar sem ég var þá fóru menn út svona lengi og hversu mikið þarf að gerast til að fá meira en þrjá leiki?” „Við þurfum að passa upp á okkar íþrótt. Það er fólk að fylgjast með, mikið áhorf og það þarf að taka almennilega á þessu. Ég hefði tekið minn mann af lífi og líka í fjölmiðlum. Mér finnst ekki sniðugt að leikmenn í hans liði séu að biðja um einn leik,” sagði Logi. Ræðu Loga úr Körfuboltakvöldi á mánudag má sjá í sjónvarpsglugganum hér að neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Logi Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í körfubolta og núverandi leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, segir að brot Ryan Taylor, leikmanns ÍR, á Hlyni Bæringssyni, leikmanni Stjörnunnar, hafi verðskuldað sjö til tíu leikja bann. Logi var gestur Körfuboltakvölds fyrir leik Keflavíkur og Hauka á mánudagskvöld en þar fóru þeir Kjartan Atli, Hermann Hauksson, Teitur Örlygsson og Logi yfir þetta brot sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Taylor fékk að lokum þriggja leikja bann. „Ég væri brjálaður ef ég væri Hlynur og mitt lið hefði farið út og sá sem tók mig út væri að fara spila eftir tvo leiki. Ég hef spilað í Evrópu í yfir áratug í fullt af löndum og ég hef séð ýmsilegt. Þegar það eru svona fólskubrot langt frá boltanum þá eru þetta sjö til tíu leikir alls staðar,” sagði Logi og honum var greinilega heitt í hamsi. „Mér finnst galið að hann sé að fara spila eftir tvo leiki. Ég hef ekkert á móti honum og ég er hlutlaus. Ég sem körfuboltaleikmaður væri gjörsamlega brjálaður ef hann væri að fara spila og ég gæti ekki verið með eins og gerðist fyrir Hlyn.” „Hann tekur sénsinn af Hlyn að spila síðasta leikinn og þar af leiðandi er liðið hans dottið út. Það er búið að ræða þetta mikið og kannski finnst einhverjum komið nóg af þessari umræðu. Mér finnst ekki komið nóg af þessari umræðu.” „Það þarf að taka á þessu. Hvað þarf að gera til þess að fá fjóra leiki? Þarf hann að leggjast yfir hann og kýla hann? Mér finnst þetta svolítið vafasamt því körfuboltinn er orðinn stór og það eru allir að fylgjast með okkur. Ungir krakkar eru að fylgjast með og þetta er svo vísvitandi.”Hlynur liggur óvígur eftir og Danero Thomas, liðsfélagi Taylor, athugar með landsliðsfyrirliðann.vísir/skjáskotBorce Ilievski, þjálfari ÍR, sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið þegar ÍR tryggði sig inn í undanúrslitin að hann væri enn viss um að brot Taylor hafi verið óviljaverk. Það tekur Logi ekki undir. „Mér finnst það slakt af þjálfaranum að segja að hann haldi enn að þetta hafi verið óvart. Þetta er vísvitandi og hann er að koma að miklum krafti í hnakkann á manni sem veit ekki að hann sé að koma. Boltinn er ekki nálægt og ég verð hálf reiður þegar ég tala um þetta.” „Ég veit ekki hvort að fólkið sem er ekki í körfubolta sér þetta öðruvísi. En ég sem leikmaður fæ svona högg í leik og veit ekki að því, þetta getur haft afleiðingar langt eftir körfuboltann.” Hermann Hauksson, einn af spekingum þáttarins, tók undir allt sem Logi sagði og tók það fram að þetta gæti einfaldlega skaðað heilsu Hlyns það sem eftir er af ævi hans. Logi tók svo aftur við boltanum og hélt áfram. „Auðvitað vill maður að það eigi að leyfa hörku í úrslitakeppninni og maður á það til að fá olnbogaskot út af frákasti eða olnbogaskot í “screeni” en þetta er svo allt annað og tengist því ekki neitt.” Logi fór á stúfana í dag og skoðaði samskonar brot víðast hvar um heiminn og segir hann að Ísland skeri sig úr hvað varðar lengd á brotum eins og þessum. „Ég skoðaði brot í dag því ég vissi að ég væri að fara ræða þetta. Þetta eru sjö til tíu leikir, alltaf þegar þetta er svona frá boltanum, olnbogaskot í andlit og fleira. Alls staðar í Evrópu þar sem ég var þá fóru menn út svona lengi og hversu mikið þarf að gerast til að fá meira en þrjá leiki?” „Við þurfum að passa upp á okkar íþrótt. Það er fólk að fylgjast með, mikið áhorf og það þarf að taka almennilega á þessu. Ég hefði tekið minn mann af lífi og líka í fjölmiðlum. Mér finnst ekki sniðugt að leikmenn í hans liði séu að biðja um einn leik,” sagði Logi. Ræðu Loga úr Körfuboltakvöldi á mánudag má sjá í sjónvarpsglugganum hér að neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira