Innlent

Búast við metaðsókn á Aldrei fór ég suður

Höskuldur Kári Schram skrifar
Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður búast við metaðsókn á hátíðina sem hefst á föstudag. Fjórtán hljómsveitir koma fram.

Hátíðin hefst formlega klukkan hálf átta á föstudag þegar fyrsta hljómsveitin stígur á svið. Skipuleggjendur eru nú að klára að raða upp öllum nauðsynlegum tækjum og tólum en þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin.

Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri segir að gistrými í bænum séu nánast öll uppbókuð og hann lofar góðri stemningu á hátíðinni.

„Við slógum öll aðsóknarmet í fyrra í gestum og stemningu. Ég held að við séum enn og aftur að fara að slá met,“ segir Kristján Freyr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×