Færasti úðteiknari heims kennir á Íslandi Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. júní 2016 16:11 Tæknin er slík að þeir færustu geta gert myndir þar sem erfitt er að greina á milli hvort um ljósmynd eða málverk sé að ræða. Vísir/Dru Blair Á morgun hefur göngu sína skóli sem kennir áhugasömum þá stórkostlegu list að airbrusha (eða úð-teikna með vöntun á betra orði) en það er framandi listgrein sem má víst nýta við skreytingar á farartækjum og mannfólki í senn. „Airbrush er notað nánast í allt. Það er hægt að nota þetta í allt frá förðun upp í bílamálun,“ segir Ýrr Valkyrja Baldursdóttir sem sér um skólann hér á landi. „Við erum aðallega að kenna skreytingar á mótorhjól og bíla. Við erum að kenna nemendum að mála á álplötur frá grunni.“ Hingað til lands er kominn bandaríkjamaðurinn Dru Blair til þess að kenna en hann hefur nær fullkomnað þá list að teikna með slíkri aðferð. Myndir hans eru það raunverulegar að erfitt getur verið að greina á milli hvort um málverk eða ljósmynd sé að ræða.Þetta má sjá í meðfylgjandi myndbandi hér fyrir neðan.„Það er oft ómögulegt að sjá hvort er. Meira að segja þegar þú ferð nálægt myndunum sér maður hverja einustu svitaholu. Þetta er allt gert með nýjustu tækni og það tekur ekki tvö ár að gera svona myndir lengur eins og það gerði í gamla daga.“Ýrr Valkyrja stendur fyrir námskeiðinu hér á landi sem hefst á morgun.Vísir/einkasafnVenst eins og að tannbursta sigNotuð er lítil sprauta sem úðar málningunni á málminn. Henni er stýrt á svipaðan hátt og húðflúrarar nota nálina sína. Því er stýrt með takka hversu mikið loftflæði kemur úr sprautunni hverju sinni og hversu mikil málning sprautast út. „Þetta er pínu kúnst til þess að byrja með en svo þegar maður er búinn að venjast þessu er þetta eins og að tannbursta sig. Þegar þetta er komið inn í undirmeðvitundina þá verður þetta auðveldara. Aðal trixið er að halda loftflæði og hrista pinnann fram og til baka.“ Auk þess að vera myndlistamaður er Ýrr sjálf flúrari og segir þarna vera komið tækifæri fyrir flúrara landsins til þess að bæta sig í greininni. „Það hefur komið í ljós að færir airbrush-listamenn verða færari flúrarar. Það er út af því að byssurnar eru svipaðar. Við ýtum á petal þegar við erum að flúra en þarna ýtum við á takka. En hreyfingarnar eru mjög keimlíkt airbrush-inu. Ég fann það að þetta kenndi mér betur að flúra. Svo komst ég að því að margir af bestu flúrurum erlendis byrjuðu einmitt svona.“Þótt ótrúlegt megi virðast er hér ekki um ljósmynd að ræða heldur málverk eftir Dru Blair.Ekki nauðsynlegt að kunna að teiknaÝrr segir að það sé ekki nauðsynlegt að vera góður í því að teikna áður en maður lærir á airbrush-ið. „Þú þarft ekkert að kunna teikna. Fyrst lærir maður tækni sem styðst mikið við límbönd og annað. Þetta ferli er því líka góð leið til þess að læra að teikna.“ Skólinn hefst á morgun en um er að ræða fjögurra daga námskeið sem fram fer í húsakynnum Ýrr Valkyrja Art / Tattobike.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir Dru Blair teikna mynd frá grunni. Lokaniðurstaðan er þannig að við fyrstu sýn er sem um ljósmynd sé að ræða. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Á morgun hefur göngu sína skóli sem kennir áhugasömum þá stórkostlegu list að airbrusha (eða úð-teikna með vöntun á betra orði) en það er framandi listgrein sem má víst nýta við skreytingar á farartækjum og mannfólki í senn. „Airbrush er notað nánast í allt. Það er hægt að nota þetta í allt frá förðun upp í bílamálun,“ segir Ýrr Valkyrja Baldursdóttir sem sér um skólann hér á landi. „Við erum aðallega að kenna skreytingar á mótorhjól og bíla. Við erum að kenna nemendum að mála á álplötur frá grunni.“ Hingað til lands er kominn bandaríkjamaðurinn Dru Blair til þess að kenna en hann hefur nær fullkomnað þá list að teikna með slíkri aðferð. Myndir hans eru það raunverulegar að erfitt getur verið að greina á milli hvort um málverk eða ljósmynd sé að ræða.Þetta má sjá í meðfylgjandi myndbandi hér fyrir neðan.„Það er oft ómögulegt að sjá hvort er. Meira að segja þegar þú ferð nálægt myndunum sér maður hverja einustu svitaholu. Þetta er allt gert með nýjustu tækni og það tekur ekki tvö ár að gera svona myndir lengur eins og það gerði í gamla daga.“Ýrr Valkyrja stendur fyrir námskeiðinu hér á landi sem hefst á morgun.Vísir/einkasafnVenst eins og að tannbursta sigNotuð er lítil sprauta sem úðar málningunni á málminn. Henni er stýrt á svipaðan hátt og húðflúrarar nota nálina sína. Því er stýrt með takka hversu mikið loftflæði kemur úr sprautunni hverju sinni og hversu mikil málning sprautast út. „Þetta er pínu kúnst til þess að byrja með en svo þegar maður er búinn að venjast þessu er þetta eins og að tannbursta sig. Þegar þetta er komið inn í undirmeðvitundina þá verður þetta auðveldara. Aðal trixið er að halda loftflæði og hrista pinnann fram og til baka.“ Auk þess að vera myndlistamaður er Ýrr sjálf flúrari og segir þarna vera komið tækifæri fyrir flúrara landsins til þess að bæta sig í greininni. „Það hefur komið í ljós að færir airbrush-listamenn verða færari flúrarar. Það er út af því að byssurnar eru svipaðar. Við ýtum á petal þegar við erum að flúra en þarna ýtum við á takka. En hreyfingarnar eru mjög keimlíkt airbrush-inu. Ég fann það að þetta kenndi mér betur að flúra. Svo komst ég að því að margir af bestu flúrurum erlendis byrjuðu einmitt svona.“Þótt ótrúlegt megi virðast er hér ekki um ljósmynd að ræða heldur málverk eftir Dru Blair.Ekki nauðsynlegt að kunna að teiknaÝrr segir að það sé ekki nauðsynlegt að vera góður í því að teikna áður en maður lærir á airbrush-ið. „Þú þarft ekkert að kunna teikna. Fyrst lærir maður tækni sem styðst mikið við límbönd og annað. Þetta ferli er því líka góð leið til þess að læra að teikna.“ Skólinn hefst á morgun en um er að ræða fjögurra daga námskeið sem fram fer í húsakynnum Ýrr Valkyrja Art / Tattobike.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir Dru Blair teikna mynd frá grunni. Lokaniðurstaðan er þannig að við fyrstu sýn er sem um ljósmynd sé að ræða.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira