Vinur Vans 13. október 2005 14:44 Birtist í DV 2. október 2004 Ég ætti sjálfsagt að skrifa um ráðningu Jóns Steinars í Hæstarétt og vera heitt í hamsi. Um kennaraverkfallið og neyð barnanna eða útskúfun Kristins H. Gunnarssonar í Framsóknarflokknum. "Kristin í frystinn," er sagt vera slagorð ungu tyrkjanna sem nú stjórna plottunum í Framsókn. Kannski ætti ég líka að skrifa um fréttaflutninginn hérna í DV eða um Séð & heyrt dóminn í Danmörku og áhrif hans hér á Fróni. En ég er að hugsa um að láta þetta allt eiga sig. Ég ætla að skrifa um Van Morrison, Írann sem heldur tónleika í Reykjavík í kvöld. Líklega má segja að mér renni blóðið til skyldunnar. Uppi í hillu hjá mér - ég horfi á þá núna - eru tveir tugir geisladiska sem ég á með þessum tónlistarmanna. Ég tel 167 lög með honum sem ég hef hlaðið inn í tölvuna hjá mér. Samt á ég ekki miða á konsertinn í kvöld - ég er einn af þeim sem var of seinn. Morrison kemur hingað með allfjölmenna hljómsveit. Músíkin hans krefst þess beinlínis; þar er mikið um lúðrablástur og mikið lagt upp úr spilamennskunni. Tónleikagestir munu líklega krefjast þess að hann spili gömlu lögin, Moondance og þetta. Ég er ekki viss um að hann geri það. Ég hef samt heyrt hann spila allnokkur þeirra á tónleikum. En hann hefur ekki orð á sér fyrir að vera auðveldur maður. Rolling Stones geta farið í tónleikaferð eftir tónleikaferð og spilað alltaf gamla stöffið; það dettur heldur engum í hug að kaupa Rolling Stones plötu með nýjum lögum. Van fór fyrir nokkrum árum í hljómleikaferð með Bob Dylan og Joni Mitchell; þau spiluðu á leikvöngum í Ameríku og það var sagt að hann hefði nánast blastað þeim út af sviðinu með átta manna hljómsveit sinni. Annars er hann yfirleitt að finna í litlum tónleikahúsum - ég hef heyrt hann spila í tjaldi á árbakka. Hann á það sammerkt með Dylan að þeir eru enn skapandi tónlistarmenn, ekki sirkus. Tjaldið var í indælu þorpi sem heitir Ross-on-Wye út við landamæri Wales og ég var að ganga yfir stórt engi og hinum megin við engið var Ingólfur Margeirsson og hugsaði: Mikið er þessi maður líkur Agli Helgasyni. Ingó var búsettur þarna um skeið. Konsertinn var um kvöldið og þar kynntist ég liði sem helst fylgir Van hvert fótmál, vissi alveg hvenær hann var að performera, hvernær hann var góður og hvenær slæmur. Flestir virtust bíða þess að hann spilaði lag sem heitir In the Garden - ég veit ekki hvort það er þekkt hérna en þetta er mikill ópus. Ég sé á veraldarvefnum að einhverjir úr hópi þessara fanatísku aðdáenda ætla að hittast á Nordica hótelinu fyrir tónleikana. Ég er heldur ekki viss um að Van verði vinalegur við íslenska fjölmiðla eða fólk almennt. Ekki eins og Leonard Cohen sem spilaði ótal aukalög og lét mynda sig með Hrafni Gunnlaugssyni. Eða Lou Reed sem ég sá bíða eftir borði utan við Vegamót og mætti svo í Kastljósið. Ætli það verði ekki frekar eins og Dylan sem lokaði sig inni á herbergi á Hótel Esju og lét elda ofan í sig makróbíótískan mat á prímus. Van veitir yfirleitt ekki viðtöl eða þegir ólundarlega þegar fjölmiðlamenn reyna að tala við hann. Saga er sögð af því að hann hafi einhvern tíma látið sig hafa að mæta i partí með stjörnum í Hollywood - sem eru sífellt að nota lögin hans í kvikmyndum. Þá á húsráðandi að hafa komið til dyra, litið ekki sérlega glaðlegan lágvaxinn mann og hrópað yfir salinn: Var einhver að panta leigubíl? Músíkin segir allt sem segja þarf, er viðkvæðið hjá Van. Þegar tónlistinni sleppir er heimurinn mjög ófullkominn. Það er heldur ekki nýtt að hann sé erfiður. Í kringum 1966 var farið með hann yfir Atlantshafið, hann átti að slá í gegn í Ameríku - var þá meðal annars búinn að semja sígilt popplag sem heitir Gloria. Hann var sérvitur og fullur, hringdi í útvarpsstöðvar á nóttinni og pesteraði þær að spila óþekkt lög með blúsurum eins og John Lee Hooker. Blómatíminn var að byrja - það voru ástarsumur í loftinu - en Van skilaði loks af sér verki sem kallaðist TB Sheets - sem fjallaði einmitt um það, berkla og slíkt.. Hann ætti allavega að vera á verði íslenska paparazziflónið sem situr fyrir heimsfrægu fólki suður á Keflavíkurflugvelli. Fæstir eru reyndar í góðu skapi þegar þeir koma úr flugvélum og það er jafnan ekki að vænta neinna blíðuláta frá Van the Man... Didda vinkona mín hefur lengi reynt að telja fólki trú um að ég geti sungið Van. Mér skilst meira að segja að hún hafi verið að bera það í fólk í útlöndum að hún þekki mann á Íslandi sem nái honum alveg. Kannski bara af því ég er rauðhærður og þybbinn eins og hann. En þetta get ég því miður ekki. Í ofmetnaði reyndi ég einu sinni að syngja lagið Wild Night í sjónvarpi. Fórst það enn verr en Bjarka Tryggvasyni sem söng lagið á plötu í kringum 1976. Van hefur einstaka blúsrödd, án þess að hljóma nokkurn tíma svartur eða stæling á svertingja. Það má teljast nokkuð einstakt. En hann sækir hljóminn heldur ekki bara í rokkið, blúsinn og djassinn, heldur líka í keltneskan uppruna sinn, mýstík þessa forna lands, ljóðahefð þess og strætin í Belfast. Ég heyrði einhvern karl segja í sjónvarpinu að Van ætti heima á djasshátíð vegna þess að hann hefði að einhverju leyti breyst - hann væri til dæmis með flinka sólóista með sér. Og jú, hann er farinn að gefa út plöturnar sínar hjá Blue Note, einhverju fínasta djassforlagi heims. Staðreyndin er samt sú að hann hefur alltaf verið með ógurlega fína spilara í hljómsveitnum sínum. Hann spilar sjálfur á saxófón frá blautu barnsbeini. Á Astral Weeks, sem sumir segja að sé meistaraverkið hans, kallaði hann til menn sem höfðu unnið með Miles Davis, Charlie Mingus og Billie Holliday. Þeirra frægastur var Connie Kay úr hinum ofurháfleyga Modern Jazz Quartet. Þetta var 1968 þegar flestir voru enn að fikta við rafmagnsgítara. Í dómi um plötuna Moondance vitnaði kunnur tónlistargagnrýnandi, Ralph J. Gleason, í frægan írskan tenórsögvara, John McCormack að nafni. McCormack sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar sagði að það sem greindi alvöru söngrödd frá öðrum röddum væri að hún hefði það sem hann kallaði "yarrrrragh". Gleason hélt því fram að þetta væri inntakið í tónlist Morrisons - að hún væri tilraun til að fást við þetta "yarrrrragh"sem hann skynjaði innra með sér, þrotlaus leit að því, leiðin inn í tónlistina sjálfa, sambandið við sjálfa gyðjuna. Á tónleikum flytur Van lögin sín sjaldnast eins, hann beygir þau og sveigir, líkt og hann sé sífelllt að leita að einhverju sem hann grunar að sé þar, þylur sömu orðin aftur og aftur eins og særingar, skrúfar upp og niður í hljómsveitinni, hikar, geysist svo áfram - hann kemur manni stundum fyrir sjónir eins og meðlimur í dulhyggjusöfnuði sem er að reyna að finna einhvers konar heilun í músíkinni. Og kannski er það einmitt þessi dulúð sem er helsti styrkur hans. Þegar ég var í MR - en þar gerði ég ekki sérlega langan stans á síðari hluta áttunda áratugarins - voru tvö Morrison félög. Annað var Jim Morrison félagið sem var mjög fjölmennt. hitt var Van Morrison félagið. Þar var ég einn meðlimur. Svo fór hægt og bítandi að fjölga í Morrison félaginu mínu. Nýjir meðlimir tóku að tínast inn í það og þeir eru enn að koma, þótt ekki sé haldið vandlega utana um félagatalið. Ég hef ekki heyrt neitt af hinu Morrison félaginu lengi; ég get heldur ekki hugsað mér miðaldra mann sem sækir einhverja visku í The Doors - það er tónlist fyrir táninga til að droppa út við, ljóð full af gelgjulegu brölti. Hins vegar hef ég sjálfur reynt það að vera miðaldra, glaður og dapur, og finna samhljóm í lögum Vans. Löngu seinna kynntist ég írskum leikara sem hér dvaldi um sumarbil. Hann vildi alltaf vera að gefa mér gras að reykja, ég lét mig stundum hafa það þó ég sé ekki mikið gefinn fyrir slíkt. Í vímunni hlustuðum við saman á Van Morrison. Þessi náungi hafði einu sinni hitt Van. Það var í garðveislu í Dublin. Söngvarinn smávaxni og ófríði var þá kvæntur fegurstu konu Írlands, eða það sagði kunningi minn. En hann hafði semsagt gefið sig á tal við Morrison þar sem hann sat við háborð. Van hafði sagt við hann tvö orð - mig minnir að það hafi verið "fuck off". Írinn var stórhrifinn. Hann endurtók í sífellu að Van væri "the greatest living Irishman". Og það er hann einmitt, lítill risi - goðsögn í lifanda lífi. En afar ódæmigerð poppstjarna. Svo sjáum við bara til hvernig karlinn verður stemmdur í kvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Birtist í DV 2. október 2004 Ég ætti sjálfsagt að skrifa um ráðningu Jóns Steinars í Hæstarétt og vera heitt í hamsi. Um kennaraverkfallið og neyð barnanna eða útskúfun Kristins H. Gunnarssonar í Framsóknarflokknum. "Kristin í frystinn," er sagt vera slagorð ungu tyrkjanna sem nú stjórna plottunum í Framsókn. Kannski ætti ég líka að skrifa um fréttaflutninginn hérna í DV eða um Séð & heyrt dóminn í Danmörku og áhrif hans hér á Fróni. En ég er að hugsa um að láta þetta allt eiga sig. Ég ætla að skrifa um Van Morrison, Írann sem heldur tónleika í Reykjavík í kvöld. Líklega má segja að mér renni blóðið til skyldunnar. Uppi í hillu hjá mér - ég horfi á þá núna - eru tveir tugir geisladiska sem ég á með þessum tónlistarmanna. Ég tel 167 lög með honum sem ég hef hlaðið inn í tölvuna hjá mér. Samt á ég ekki miða á konsertinn í kvöld - ég er einn af þeim sem var of seinn. Morrison kemur hingað með allfjölmenna hljómsveit. Músíkin hans krefst þess beinlínis; þar er mikið um lúðrablástur og mikið lagt upp úr spilamennskunni. Tónleikagestir munu líklega krefjast þess að hann spili gömlu lögin, Moondance og þetta. Ég er ekki viss um að hann geri það. Ég hef samt heyrt hann spila allnokkur þeirra á tónleikum. En hann hefur ekki orð á sér fyrir að vera auðveldur maður. Rolling Stones geta farið í tónleikaferð eftir tónleikaferð og spilað alltaf gamla stöffið; það dettur heldur engum í hug að kaupa Rolling Stones plötu með nýjum lögum. Van fór fyrir nokkrum árum í hljómleikaferð með Bob Dylan og Joni Mitchell; þau spiluðu á leikvöngum í Ameríku og það var sagt að hann hefði nánast blastað þeim út af sviðinu með átta manna hljómsveit sinni. Annars er hann yfirleitt að finna í litlum tónleikahúsum - ég hef heyrt hann spila í tjaldi á árbakka. Hann á það sammerkt með Dylan að þeir eru enn skapandi tónlistarmenn, ekki sirkus. Tjaldið var í indælu þorpi sem heitir Ross-on-Wye út við landamæri Wales og ég var að ganga yfir stórt engi og hinum megin við engið var Ingólfur Margeirsson og hugsaði: Mikið er þessi maður líkur Agli Helgasyni. Ingó var búsettur þarna um skeið. Konsertinn var um kvöldið og þar kynntist ég liði sem helst fylgir Van hvert fótmál, vissi alveg hvenær hann var að performera, hvernær hann var góður og hvenær slæmur. Flestir virtust bíða þess að hann spilaði lag sem heitir In the Garden - ég veit ekki hvort það er þekkt hérna en þetta er mikill ópus. Ég sé á veraldarvefnum að einhverjir úr hópi þessara fanatísku aðdáenda ætla að hittast á Nordica hótelinu fyrir tónleikana. Ég er heldur ekki viss um að Van verði vinalegur við íslenska fjölmiðla eða fólk almennt. Ekki eins og Leonard Cohen sem spilaði ótal aukalög og lét mynda sig með Hrafni Gunnlaugssyni. Eða Lou Reed sem ég sá bíða eftir borði utan við Vegamót og mætti svo í Kastljósið. Ætli það verði ekki frekar eins og Dylan sem lokaði sig inni á herbergi á Hótel Esju og lét elda ofan í sig makróbíótískan mat á prímus. Van veitir yfirleitt ekki viðtöl eða þegir ólundarlega þegar fjölmiðlamenn reyna að tala við hann. Saga er sögð af því að hann hafi einhvern tíma látið sig hafa að mæta i partí með stjörnum í Hollywood - sem eru sífellt að nota lögin hans í kvikmyndum. Þá á húsráðandi að hafa komið til dyra, litið ekki sérlega glaðlegan lágvaxinn mann og hrópað yfir salinn: Var einhver að panta leigubíl? Músíkin segir allt sem segja þarf, er viðkvæðið hjá Van. Þegar tónlistinni sleppir er heimurinn mjög ófullkominn. Það er heldur ekki nýtt að hann sé erfiður. Í kringum 1966 var farið með hann yfir Atlantshafið, hann átti að slá í gegn í Ameríku - var þá meðal annars búinn að semja sígilt popplag sem heitir Gloria. Hann var sérvitur og fullur, hringdi í útvarpsstöðvar á nóttinni og pesteraði þær að spila óþekkt lög með blúsurum eins og John Lee Hooker. Blómatíminn var að byrja - það voru ástarsumur í loftinu - en Van skilaði loks af sér verki sem kallaðist TB Sheets - sem fjallaði einmitt um það, berkla og slíkt.. Hann ætti allavega að vera á verði íslenska paparazziflónið sem situr fyrir heimsfrægu fólki suður á Keflavíkurflugvelli. Fæstir eru reyndar í góðu skapi þegar þeir koma úr flugvélum og það er jafnan ekki að vænta neinna blíðuláta frá Van the Man... Didda vinkona mín hefur lengi reynt að telja fólki trú um að ég geti sungið Van. Mér skilst meira að segja að hún hafi verið að bera það í fólk í útlöndum að hún þekki mann á Íslandi sem nái honum alveg. Kannski bara af því ég er rauðhærður og þybbinn eins og hann. En þetta get ég því miður ekki. Í ofmetnaði reyndi ég einu sinni að syngja lagið Wild Night í sjónvarpi. Fórst það enn verr en Bjarka Tryggvasyni sem söng lagið á plötu í kringum 1976. Van hefur einstaka blúsrödd, án þess að hljóma nokkurn tíma svartur eða stæling á svertingja. Það má teljast nokkuð einstakt. En hann sækir hljóminn heldur ekki bara í rokkið, blúsinn og djassinn, heldur líka í keltneskan uppruna sinn, mýstík þessa forna lands, ljóðahefð þess og strætin í Belfast. Ég heyrði einhvern karl segja í sjónvarpinu að Van ætti heima á djasshátíð vegna þess að hann hefði að einhverju leyti breyst - hann væri til dæmis með flinka sólóista með sér. Og jú, hann er farinn að gefa út plöturnar sínar hjá Blue Note, einhverju fínasta djassforlagi heims. Staðreyndin er samt sú að hann hefur alltaf verið með ógurlega fína spilara í hljómsveitnum sínum. Hann spilar sjálfur á saxófón frá blautu barnsbeini. Á Astral Weeks, sem sumir segja að sé meistaraverkið hans, kallaði hann til menn sem höfðu unnið með Miles Davis, Charlie Mingus og Billie Holliday. Þeirra frægastur var Connie Kay úr hinum ofurháfleyga Modern Jazz Quartet. Þetta var 1968 þegar flestir voru enn að fikta við rafmagnsgítara. Í dómi um plötuna Moondance vitnaði kunnur tónlistargagnrýnandi, Ralph J. Gleason, í frægan írskan tenórsögvara, John McCormack að nafni. McCormack sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar sagði að það sem greindi alvöru söngrödd frá öðrum röddum væri að hún hefði það sem hann kallaði "yarrrrragh". Gleason hélt því fram að þetta væri inntakið í tónlist Morrisons - að hún væri tilraun til að fást við þetta "yarrrrragh"sem hann skynjaði innra með sér, þrotlaus leit að því, leiðin inn í tónlistina sjálfa, sambandið við sjálfa gyðjuna. Á tónleikum flytur Van lögin sín sjaldnast eins, hann beygir þau og sveigir, líkt og hann sé sífelllt að leita að einhverju sem hann grunar að sé þar, þylur sömu orðin aftur og aftur eins og særingar, skrúfar upp og niður í hljómsveitinni, hikar, geysist svo áfram - hann kemur manni stundum fyrir sjónir eins og meðlimur í dulhyggjusöfnuði sem er að reyna að finna einhvers konar heilun í músíkinni. Og kannski er það einmitt þessi dulúð sem er helsti styrkur hans. Þegar ég var í MR - en þar gerði ég ekki sérlega langan stans á síðari hluta áttunda áratugarins - voru tvö Morrison félög. Annað var Jim Morrison félagið sem var mjög fjölmennt. hitt var Van Morrison félagið. Þar var ég einn meðlimur. Svo fór hægt og bítandi að fjölga í Morrison félaginu mínu. Nýjir meðlimir tóku að tínast inn í það og þeir eru enn að koma, þótt ekki sé haldið vandlega utana um félagatalið. Ég hef ekki heyrt neitt af hinu Morrison félaginu lengi; ég get heldur ekki hugsað mér miðaldra mann sem sækir einhverja visku í The Doors - það er tónlist fyrir táninga til að droppa út við, ljóð full af gelgjulegu brölti. Hins vegar hef ég sjálfur reynt það að vera miðaldra, glaður og dapur, og finna samhljóm í lögum Vans. Löngu seinna kynntist ég írskum leikara sem hér dvaldi um sumarbil. Hann vildi alltaf vera að gefa mér gras að reykja, ég lét mig stundum hafa það þó ég sé ekki mikið gefinn fyrir slíkt. Í vímunni hlustuðum við saman á Van Morrison. Þessi náungi hafði einu sinni hitt Van. Það var í garðveislu í Dublin. Söngvarinn smávaxni og ófríði var þá kvæntur fegurstu konu Írlands, eða það sagði kunningi minn. En hann hafði semsagt gefið sig á tal við Morrison þar sem hann sat við háborð. Van hafði sagt við hann tvö orð - mig minnir að það hafi verið "fuck off". Írinn var stórhrifinn. Hann endurtók í sífellu að Van væri "the greatest living Irishman". Og það er hann einmitt, lítill risi - goðsögn í lifanda lífi. En afar ódæmigerð poppstjarna. Svo sjáum við bara til hvernig karlinn verður stemmdur í kvöld.