Mikilvægt hjá Val 13. október 2005 18:54 Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum eflaust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínútunum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mistök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR. Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum eflaust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínútunum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mistök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR.
Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild „Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Dómarinn fluttur í burtu á börum FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira