"Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Trausti Hafliðason skrifar 7. desember 2012 07:00 Veitt í Hofsá. Mynd / Trausti Hafliðason Óðinn Sigþórsson segir að umræðan um fyrirhugaðar breytingar á lögum um lax- og silungsveiði byggi á „algjörum misskilningi." Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði. Málið er umdeilt og þá sérstaklega fyrirhuguð breyting á 4. málsgrein 39. greinar laganna sem snýr að stofnun deilda innan veiðifélaga. Veiðimálastofnun og fleiri hafa meðal annars gagnrýnt þessa breytingu. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna starfshóps sem skipaður var til að fara yfir lögin fyrir rúmu ári síðan. Formaður starfshópsins er Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Þessu frumvarpi er alls ekki ætlað að breyta eitthvað ríkjandi ástandi," segir Óðinn í samtali við Veiðivísi. „Það sem frumvarpið gengur út á er raunverulega það að setja reglur um starfsemi deilda sem nú þegar er heimilað að starfrækja lögum samkvæmt. Vandamálið er að engar reglur eru um starfsemina í núgildandi lögunum. Þetta hefur gert það að verkum að framkvæmd laganna hefur verið með mjög margvíslegum hætti og það er ljóst að mjög mörg veiðifélög eða deildir eru komnar langt fram úr sínum heimildum, sem þær hafa lögum samkvæmt, í þá átt að vera sjálfstæð veiðifélög."Ekki verið að auðvelda stofnun deilda Óðinn segir að í frumvarpinu sé verið að ramma inn þessa starfsemi með hætti að hægt sé að starfrækja deildir á grundvelli lagareglna. „Einu reglurnar sem eru í gildandi lögum eru þær að það sé heimilt að veiðifélag starfi í deildum og ráðstafi veiði og slík ráðstöfun sé með samþykki veiðifélags. Það vantar allar málsmeðferðarreglur um hvernig deildirnar eiga að starfa. Þetta hefur leitt til þess að það er orðinn óvissa um þetta félagsform innan veiðifélaganna." Að sögn Óðins er það misskilningur að frumvarpinu sé ætlað að auðvelda stofnun deilda innan veiðifélaga. „Þvert á móti er alveg ljóst að það mun verða torveldara vegna þess að nú eru tekin af öll tvímæli um það að ef veiðifélag starfar í deildum þá ber að deildaskipta öllu veiðifélaginu. Um þetta hefur verið vafi og með því að taka af þann vafa er búið að tryggja það, sem er grundvallaratriði í lögunum um lax- og silungsveiði, að allir félagsmenn innan veiðifélaga séu jafnsettir. Annað hvort starfa allir í deildum eða ekki."Setur spurningamerki við umsögn Veiðimálastofnunar Óðinn segir ekki hægt að bera saman félagskerfi veiðifélaga hér og í Noregi. „Við höfum haft þá sérstöðu frá því 1970 að hér er skylduaðild að veiðifélögum en það er ekki raunin í Noregi. Eins og kunnugt er hefur Veiðimálastofnun gert athugasemdir við frumvarpið og þá einkum breytinguna á 4. málsgrein 39. greinar laganna. Óðinn segir umsögn Veiðimálastofnunar mjög harðorða en að hún byggi að ákveðnu leyti á misskilningi. „Ég set spurningarmerki við þessa umsögn – fyrst og fremst vegna þess að það er ekki verið að breyta eðli gildandi laga. Deildum ber alveg eins og veiðifélögum að nýta veiðina með sjálfbærum hætti eins og lögin kveða á um enda gilda ákvæði laganna um lax- og silungsveiði um deildir eins og við á. Nýtingaráætlanir sem verið er að fjalla um í þessu frumvarpi taka einungis til stangveiði í straumvatni, netaveiðinni er hins vegar stjórnað með lögunum sjálfum. Deildir geta ekki sett sér nýtingaráætlanir upp á sitt einsdæmi, það er lykilatriði. Deildirnar verða að senda sínar áætlanir til stjórnvaldsins sem sendir það til Veiðimálastofnanir til umsagnar. Síðan er það stjórnvaldið sem eftir atvikum samþykkir nýtingaráætlunina eða ekki. Þegar þessar áætlanir koma til Veiðimálastofnunar þá hlýtur hún að hafa til hliðsjónar heildarveiðiálag á öllu vatnasvæðinu. Síðan verður að hafa í huga að ef deild setur sér ekki nýtingaráætlun þá getur stjórnvaldið sett deildinni nýtingaráætlun eins og veiðifélögum. Þannig að í þessu fellst í sjálfu sér engin breyting og engin hætta fyrir fiskistofna."Ekki verið að taka neina áhættu Aðspurður hvers vegna hann telji að nú blossi upp óánægja með þessar breytingar segir Óðinn: „Ég átta mig ekki á því. Það er áhyggjuefni að það skuli vera fjallað um þær reglur, sem menn eru að reyna að setja utan um þessa starfsemi deilda þannig að það geti gengið snurðulaust á grundvelli laganna, með því að vísa til hluta sem ég tel nú bara alls ekkert eiga við í þessu sambandi. Ég tel að þessi umræða sé byggð á algjörum misskilningi. Hún byggir raunverulega á því að menn líta til miklu fleiri sjónarmiða en liggja til grundvallar samningu frumvarpsins sem er það einvörðungu að tryggja það að ef veiðifélög kjósi að starfa í deildum þá hafi deildirnar ákveðnar reglur til að starfa eftir. Ég tel að hér sé ekki verið að taka neina áhættu varðandi skipulag veiðimála, eins og verið er að gefa í skyn, vegna þess að í dag er þegar fyrir hendi lagaheimild til þess að starfrækja deildir. Meinið er að deildirnar hafa engar reglur til að starfa eftir. Mér finnst mega lesa það út úr umsögn Veiðimálastofnunar en að hún sé einfaldlega á móti því að það sé ákvæði í lögunum sem heimilar deildaskiptingu í veiðifélögum. Það er sjónarmið út af fyrir sig og allt í lagi að ræða það. Það breytir því ekki að miðað við núverandi ástand eru fjölmargar deildir starfandi og það ríkir mikil réttaróvissa um starfsemi þeirra.Óttast ekki að ám verði skipt í búta Athygli vekur að ákvæðið sem lagt er til að breytt verði í frumvarpinu hefur verið óbreytt frá því árið 1957. Aðspurður hvort þetta ákvæði hafi valdið einhverjum vandræðum segir Óðinn: „Að sjálfsögðu hefur það valdið vandkvæðum innan veiðifélaga að ekki eru skýrar reglur í lögunum um það hvernig deildir eiga að starfa og hvaða heimildir þær hafa. Það hefur til dæmis valdið þeim vandkvæðum að deildir mega ekki halda sérstaka arðskrá eða sérstakan fjárhag. Þá spyr maður sig, ef svo er ekki, til hvers er þá verið að starfrækja deildir og ráðstafa veiði á þeim svæðum ef ekki má ráðstafa arði á félagssvæðinu samhliða ráðstöfun veiðinnar. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að breytingarnar muni leiða til þess að ár verði margskiptar í deildir, sem hver hafi sitt ákvörðunarvald segir Óðinn: „Nei alls ekki. Ég held að það sé alveg fráleitt að hugsa sér að það verði niðurstaðan. Þessu frumvarpi er ekki ætlað að koma í veg fyrir það að þær deildir sem þegar eru starfandi starfi áfram. Því er alls ekki ætlað að miða að því að ám verði skipt í búta og menn verði með sína veiði í sinni eigin deild. Svo ég endurtaki mig þá er þetta frumvarp einvörðungu sett fram til þess að þeir sem starfa í deildum hafi reglur til að fara eftir. Ég þekki engin dæmi þess að deildir séu starfandi og ráðstafi veiði en séu ekki jafnframt að deila arðinum á milli félagsmanna í deildinni sjálfri en fyrir því er ekki ótvíræð lagaheimild. Ég heldi að þróunin muni verða sú að þessi deildarskipting veiðifélaga muni fara minnkandi frekar en vaxandi."„Ekki mitt að svara því" Veiðimálastofnun gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með við samningu frumvarpsins. Óðinn segir að frumvarpið fjalli um uppbyggingu félagskerfis veiðimála. „Veiðimálastofnun er álitsgjafi um fiskinn og umhverfi hans. Í starfshópnum ræddum við mikið ákvæðið um sjálfbæra nýtingu og niðurstaðan er sú að Veiðimálastofnun, hefur eftir sem áður, mjög öflugt tæki sem umsagnaraðkoman er. Það er ekki með nokkrum hætti verið að draga úr aðkomu stofnunarinnar til þess að hafa áhrif á nýtingu nema síður sé. Það er fulltryggt í þessum lögum." Veiðimálastofnun vill að ákvæðið umdeilda um deildaskiptingu verði endurskrifað. Kemur það til greina? „Það er ekki mitt að svara því. Málið er í þinginu og þar verða umsagnir skoðaðar eins og vera ber. Síðan fer frumvarpið til atkvæðagreiðslu, eftir atvikum með þeim breytingum sem þingnefndin ákveður. Óðinn segir að aðkoma Landssambands veiðifélaga að málinu hafi fyrst og fremst verið að leggja til reglur til að vinna eftir „en þar með er okkar verkefni lokið . Við munum ekki berjast fyrir framgangi þessa máls."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði
Óðinn Sigþórsson segir að umræðan um fyrirhugaðar breytingar á lögum um lax- og silungsveiði byggi á „algjörum misskilningi." Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði. Málið er umdeilt og þá sérstaklega fyrirhuguð breyting á 4. málsgrein 39. greinar laganna sem snýr að stofnun deilda innan veiðifélaga. Veiðimálastofnun og fleiri hafa meðal annars gagnrýnt þessa breytingu. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna starfshóps sem skipaður var til að fara yfir lögin fyrir rúmu ári síðan. Formaður starfshópsins er Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Þessu frumvarpi er alls ekki ætlað að breyta eitthvað ríkjandi ástandi," segir Óðinn í samtali við Veiðivísi. „Það sem frumvarpið gengur út á er raunverulega það að setja reglur um starfsemi deilda sem nú þegar er heimilað að starfrækja lögum samkvæmt. Vandamálið er að engar reglur eru um starfsemina í núgildandi lögunum. Þetta hefur gert það að verkum að framkvæmd laganna hefur verið með mjög margvíslegum hætti og það er ljóst að mjög mörg veiðifélög eða deildir eru komnar langt fram úr sínum heimildum, sem þær hafa lögum samkvæmt, í þá átt að vera sjálfstæð veiðifélög."Ekki verið að auðvelda stofnun deilda Óðinn segir að í frumvarpinu sé verið að ramma inn þessa starfsemi með hætti að hægt sé að starfrækja deildir á grundvelli lagareglna. „Einu reglurnar sem eru í gildandi lögum eru þær að það sé heimilt að veiðifélag starfi í deildum og ráðstafi veiði og slík ráðstöfun sé með samþykki veiðifélags. Það vantar allar málsmeðferðarreglur um hvernig deildirnar eiga að starfa. Þetta hefur leitt til þess að það er orðinn óvissa um þetta félagsform innan veiðifélaganna." Að sögn Óðins er það misskilningur að frumvarpinu sé ætlað að auðvelda stofnun deilda innan veiðifélaga. „Þvert á móti er alveg ljóst að það mun verða torveldara vegna þess að nú eru tekin af öll tvímæli um það að ef veiðifélag starfar í deildum þá ber að deildaskipta öllu veiðifélaginu. Um þetta hefur verið vafi og með því að taka af þann vafa er búið að tryggja það, sem er grundvallaratriði í lögunum um lax- og silungsveiði, að allir félagsmenn innan veiðifélaga séu jafnsettir. Annað hvort starfa allir í deildum eða ekki."Setur spurningamerki við umsögn Veiðimálastofnunar Óðinn segir ekki hægt að bera saman félagskerfi veiðifélaga hér og í Noregi. „Við höfum haft þá sérstöðu frá því 1970 að hér er skylduaðild að veiðifélögum en það er ekki raunin í Noregi. Eins og kunnugt er hefur Veiðimálastofnun gert athugasemdir við frumvarpið og þá einkum breytinguna á 4. málsgrein 39. greinar laganna. Óðinn segir umsögn Veiðimálastofnunar mjög harðorða en að hún byggi að ákveðnu leyti á misskilningi. „Ég set spurningarmerki við þessa umsögn – fyrst og fremst vegna þess að það er ekki verið að breyta eðli gildandi laga. Deildum ber alveg eins og veiðifélögum að nýta veiðina með sjálfbærum hætti eins og lögin kveða á um enda gilda ákvæði laganna um lax- og silungsveiði um deildir eins og við á. Nýtingaráætlanir sem verið er að fjalla um í þessu frumvarpi taka einungis til stangveiði í straumvatni, netaveiðinni er hins vegar stjórnað með lögunum sjálfum. Deildir geta ekki sett sér nýtingaráætlanir upp á sitt einsdæmi, það er lykilatriði. Deildirnar verða að senda sínar áætlanir til stjórnvaldsins sem sendir það til Veiðimálastofnanir til umsagnar. Síðan er það stjórnvaldið sem eftir atvikum samþykkir nýtingaráætlunina eða ekki. Þegar þessar áætlanir koma til Veiðimálastofnunar þá hlýtur hún að hafa til hliðsjónar heildarveiðiálag á öllu vatnasvæðinu. Síðan verður að hafa í huga að ef deild setur sér ekki nýtingaráætlun þá getur stjórnvaldið sett deildinni nýtingaráætlun eins og veiðifélögum. Þannig að í þessu fellst í sjálfu sér engin breyting og engin hætta fyrir fiskistofna."Ekki verið að taka neina áhættu Aðspurður hvers vegna hann telji að nú blossi upp óánægja með þessar breytingar segir Óðinn: „Ég átta mig ekki á því. Það er áhyggjuefni að það skuli vera fjallað um þær reglur, sem menn eru að reyna að setja utan um þessa starfsemi deilda þannig að það geti gengið snurðulaust á grundvelli laganna, með því að vísa til hluta sem ég tel nú bara alls ekkert eiga við í þessu sambandi. Ég tel að þessi umræða sé byggð á algjörum misskilningi. Hún byggir raunverulega á því að menn líta til miklu fleiri sjónarmiða en liggja til grundvallar samningu frumvarpsins sem er það einvörðungu að tryggja það að ef veiðifélög kjósi að starfa í deildum þá hafi deildirnar ákveðnar reglur til að starfa eftir. Ég tel að hér sé ekki verið að taka neina áhættu varðandi skipulag veiðimála, eins og verið er að gefa í skyn, vegna þess að í dag er þegar fyrir hendi lagaheimild til þess að starfrækja deildir. Meinið er að deildirnar hafa engar reglur til að starfa eftir. Mér finnst mega lesa það út úr umsögn Veiðimálastofnunar en að hún sé einfaldlega á móti því að það sé ákvæði í lögunum sem heimilar deildaskiptingu í veiðifélögum. Það er sjónarmið út af fyrir sig og allt í lagi að ræða það. Það breytir því ekki að miðað við núverandi ástand eru fjölmargar deildir starfandi og það ríkir mikil réttaróvissa um starfsemi þeirra.Óttast ekki að ám verði skipt í búta Athygli vekur að ákvæðið sem lagt er til að breytt verði í frumvarpinu hefur verið óbreytt frá því árið 1957. Aðspurður hvort þetta ákvæði hafi valdið einhverjum vandræðum segir Óðinn: „Að sjálfsögðu hefur það valdið vandkvæðum innan veiðifélaga að ekki eru skýrar reglur í lögunum um það hvernig deildir eiga að starfa og hvaða heimildir þær hafa. Það hefur til dæmis valdið þeim vandkvæðum að deildir mega ekki halda sérstaka arðskrá eða sérstakan fjárhag. Þá spyr maður sig, ef svo er ekki, til hvers er þá verið að starfrækja deildir og ráðstafa veiði á þeim svæðum ef ekki má ráðstafa arði á félagssvæðinu samhliða ráðstöfun veiðinnar. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að breytingarnar muni leiða til þess að ár verði margskiptar í deildir, sem hver hafi sitt ákvörðunarvald segir Óðinn: „Nei alls ekki. Ég held að það sé alveg fráleitt að hugsa sér að það verði niðurstaðan. Þessu frumvarpi er ekki ætlað að koma í veg fyrir það að þær deildir sem þegar eru starfandi starfi áfram. Því er alls ekki ætlað að miða að því að ám verði skipt í búta og menn verði með sína veiði í sinni eigin deild. Svo ég endurtaki mig þá er þetta frumvarp einvörðungu sett fram til þess að þeir sem starfa í deildum hafi reglur til að fara eftir. Ég þekki engin dæmi þess að deildir séu starfandi og ráðstafi veiði en séu ekki jafnframt að deila arðinum á milli félagsmanna í deildinni sjálfri en fyrir því er ekki ótvíræð lagaheimild. Ég heldi að þróunin muni verða sú að þessi deildarskipting veiðifélaga muni fara minnkandi frekar en vaxandi."„Ekki mitt að svara því" Veiðimálastofnun gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með við samningu frumvarpsins. Óðinn segir að frumvarpið fjalli um uppbyggingu félagskerfis veiðimála. „Veiðimálastofnun er álitsgjafi um fiskinn og umhverfi hans. Í starfshópnum ræddum við mikið ákvæðið um sjálfbæra nýtingu og niðurstaðan er sú að Veiðimálastofnun, hefur eftir sem áður, mjög öflugt tæki sem umsagnaraðkoman er. Það er ekki með nokkrum hætti verið að draga úr aðkomu stofnunarinnar til þess að hafa áhrif á nýtingu nema síður sé. Það er fulltryggt í þessum lögum." Veiðimálastofnun vill að ákvæðið umdeilda um deildaskiptingu verði endurskrifað. Kemur það til greina? „Það er ekki mitt að svara því. Málið er í þinginu og þar verða umsagnir skoðaðar eins og vera ber. Síðan fer frumvarpið til atkvæðagreiðslu, eftir atvikum með þeim breytingum sem þingnefndin ákveður. Óðinn segir að aðkoma Landssambands veiðifélaga að málinu hafi fyrst og fremst verið að leggja til reglur til að vinna eftir „en þar með er okkar verkefni lokið . Við munum ekki berjast fyrir framgangi þessa máls."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði