Þegar múrinn féll 3. maí 2007 06:30 Listahjónin Dreyman og Christa Maria eru undir eftirliti hjá Stasi þegar fall Berlínarmúrsins virðist vera á næsta leiti. Græna ljósið tekur til sýningar um helgina þýsku myndina Líf hinna eða Das Leben der Anderen en hún hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin fyrr á árinu. Að venju býður Græna ljósið félögum í kvikmyndaklúbbnum sínum frítt á myndina um opnunarhelgina en þeir fá sendan miðakvóta á föstudaginn sem þeir geta notað á midi.is. Líf hinna gerist á árunum 1984 til 1991 í Austur-Berlín. Stjórnvöld Austur-Þýskalands finna fyrir einhverjum losarabrag í alþýðulýðveldinu og ákveða að hefja stóra njósnaherferð á hendur borgurum landsins. Tilgangurinn er að vita allt um líf hinna. Öryggislögreglunni illræmdu Stasi er falið að sjá um verkefnið og er talið að yfir njósnað hafi verið um 200 þúsund borgara með einum eða öðrum hætti á þessum tíma. Hershöfðingjanum Gerd Wiesler er falið að fylgjast með leikritaskáldinu Georg Dreyman og eiginkonu hans, leikkonunni Christa-Maria Sieland. Í fyrstu virðist leikritaskáldið vera föðurlandsvinur en það breytist fljótt þegar hann kemst á snoðir um að eiginkonu hans hafi verið þröngvað í kynlífssamband við ráðherra í ríkisstjórninni. Og ekki batnar ástandið þegar góðvinur hans fremur sjálfsmorð eftir að hafa verið á „svörtum lista“ stjórnvalda. Dreyman ákveður því að skrifa grein í Der Spiegel þar sem hann hyggst svipta hulunni af því ömurlega lífi sem þegnarnir búa við austan megin múrsins. Ulrich Muhe, Sebastian Koch og Martina Gedeck sem leika aðalhlutverkin í myndinni en henni er leikstýrt af Florian Henckel von Donnersmarck. Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Græna ljósið tekur til sýningar um helgina þýsku myndina Líf hinna eða Das Leben der Anderen en hún hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin fyrr á árinu. Að venju býður Græna ljósið félögum í kvikmyndaklúbbnum sínum frítt á myndina um opnunarhelgina en þeir fá sendan miðakvóta á föstudaginn sem þeir geta notað á midi.is. Líf hinna gerist á árunum 1984 til 1991 í Austur-Berlín. Stjórnvöld Austur-Þýskalands finna fyrir einhverjum losarabrag í alþýðulýðveldinu og ákveða að hefja stóra njósnaherferð á hendur borgurum landsins. Tilgangurinn er að vita allt um líf hinna. Öryggislögreglunni illræmdu Stasi er falið að sjá um verkefnið og er talið að yfir njósnað hafi verið um 200 þúsund borgara með einum eða öðrum hætti á þessum tíma. Hershöfðingjanum Gerd Wiesler er falið að fylgjast með leikritaskáldinu Georg Dreyman og eiginkonu hans, leikkonunni Christa-Maria Sieland. Í fyrstu virðist leikritaskáldið vera föðurlandsvinur en það breytist fljótt þegar hann kemst á snoðir um að eiginkonu hans hafi verið þröngvað í kynlífssamband við ráðherra í ríkisstjórninni. Og ekki batnar ástandið þegar góðvinur hans fremur sjálfsmorð eftir að hafa verið á „svörtum lista“ stjórnvalda. Dreyman ákveður því að skrifa grein í Der Spiegel þar sem hann hyggst svipta hulunni af því ömurlega lífi sem þegnarnir búa við austan megin múrsins. Ulrich Muhe, Sebastian Koch og Martina Gedeck sem leika aðalhlutverkin í myndinni en henni er leikstýrt af Florian Henckel von Donnersmarck.
Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein