BMW 9 kynntur í Peking Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 16:09 BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe Concept. Auto Motor und Sport greinir frá því að BMW ætli að sýna glænýjan BMW 9 á bílasýningunni í peking síðar í mánuðinum. Er það vafalaust gert vegna þess að BMW á von á að finna flesta kaupendur þess stóra bíls í Kína. BMW 9 á að keppa við Mercedes Benz S600 Maybach sem kemur brátt af árgerð 2015 og því ætlar BMW ekki að eftirláta Mercedes Benz sviðið í þessum flokki stærstu lúxusbíla. Hermt er að nýr BMW 9 sé byggður á tilraunabílnum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe sem var sýndur á Villa d´Este Concours d´Elegance á Ítalíu í maí síðastliðnum. BMW 9 verður byggður á G11 undirvagni BMW sem einnig verður í nokkrum BMW- og Rolls-Royce bílum, þar á meðal BMW 7-línunni. Bæði BMW 9 og BMW 7 munu líklega koma á markað árið 2016. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent
Auto Motor und Sport greinir frá því að BMW ætli að sýna glænýjan BMW 9 á bílasýningunni í peking síðar í mánuðinum. Er það vafalaust gert vegna þess að BMW á von á að finna flesta kaupendur þess stóra bíls í Kína. BMW 9 á að keppa við Mercedes Benz S600 Maybach sem kemur brátt af árgerð 2015 og því ætlar BMW ekki að eftirláta Mercedes Benz sviðið í þessum flokki stærstu lúxusbíla. Hermt er að nýr BMW 9 sé byggður á tilraunabílnum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe sem var sýndur á Villa d´Este Concours d´Elegance á Ítalíu í maí síðastliðnum. BMW 9 verður byggður á G11 undirvagni BMW sem einnig verður í nokkrum BMW- og Rolls-Royce bílum, þar á meðal BMW 7-línunni. Bæði BMW 9 og BMW 7 munu líklega koma á markað árið 2016.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent