Stjarnan lagði Keflavík | Þór tapaði og KR skaust í annað sætið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2012 20:52 Stjörnustrákar höfðu ástæðu til þess að fagna í Keflavík í kvöld. Mynd / Valli Stjarnan komst í þriðja sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík suður með sjó. Þór frá Þorlákshöfn beið lægri hlut gegn Tindastóli fyrir norðan eftir fimm sigurleiki í röð og féll niður í fjórða sætið. Þá vann KR skyldusigur gegn Val og skaust í annað sætið. Stjarnan hafði frumkvæðið frá upphafi í viðureign félaganna í Keflavík í kvöld. Liðið leiddi með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta og Keflvíkingar komust aldrei nálægt Garðbæingum. Leiknum lauk með 25 stiga sigri, 69-94. Stjarnan komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar á kostnað Þórs en Stjarnan stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum liðanna. Justin Shouse var að venju atkvæðamikill hjá Stjörnunni með 20 stig. Fannar Helgason skoraði átta stig auk þess að hirða 13 fráköst. Charles Parker var stigahæstur með 25 stig. Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Jónsson og Magnús Gunnarsson skoruðu aðeisn níu stig samanlagt í leiknum. Heimamenn töpuðu sínum öðrum leik í röð í deildinni. Liðið var fyrir skemmstu í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar en hefur farið illa að ráði sínu.Keflavík-Stjarnan 69-94 (22-31, 19-22, 14-24, 14-17)Stig Keflavíkur: Charles Michael Parker 25 (5 stolnir), Valur Orri Valsson 14, Jarryd Cole 12 (7 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 7, Sigurður Gunnarsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Andri Daníelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 20 (6 stoðs.), Renato Lindmets 17 (9 fráköst), Keith Cothran 15, Marvin Valdimarsson 13, Jovan Zdravevski 10, Fannar Freyr Helgason 8 (13 fráköst), Dagur Kár Jónsson 5, Guðjón Lárusson 5, Sigurjón Örn Lárusson 1. Stólarnir fóru á kostum í fjórða leikhlutaÁ Sauðárkróki stöðvuðu Stólarnir sigurgöngu Þórs með 97-80 sigri. Heimamenn byrjuðu betur en leikmenn Þórs minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik, 48-47. Leikar héldust jafnir í þriðja leikhluta en í þeim fjórða sigldu heimamenn fram úr. Í stöðunni 77-76 í fjórða leikhluta settu heimamenn í gírinn. Þeir skoruðu þrettán stig í röð og tryggðu sér dýrmætan sigur, 97-80. Landarnir Curtis Allen og Maurice Miller voru atkvæðamestir heimamanna með 25 sig hvor auk þess að taka vænan skammt af fráköstum. Blagoj Janev átti fínan leik hjá gestunum. Skoraði 20 stig auk þess að taka sjö fráköst. Darrin Govens var einnig atkvæðamikill venju samkvæmt með 21 stig. Tindastóll styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Þór, sem var í 2. sæti deildarinnar, féll niður í 4. sæti deildarinnar með lakari árangur innbyrðis gegn KR og Stjörnunni.Tindastóll-Þór Þorlákshöfn 97-80 (30-22, 18-25, 22-20, 27-13)Stig Tindastóls: Curtis Allen 25 (9 fráköst), Maurice Miller 25, Igor Tratnik 11 (10 fráköst), Hreinn Gunnar Birgisson 9, Helgi Freyr Margeirsson 8, Friðrik Hreinsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (9 fráköst/5 stoðs.), Helgi Viggósson 6 (8 fráköst).Stig Þórs: Darrin Govens 21, Blagoj Janev 20 (7 fráköst), Matthew James Hairston 16, Darri Hilmarsson 10, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5 (6 stoðs.), Grétar Ingi Erlendsson 2. KR-ingar í 2. sætiðAð Hlíðarenda unnu KR-ingar skyldusigur á botnliði Vals. Lokatölurnar urðu 72-105 í leik þar sem gestirnir úr Vesturbænum höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, dreifði álaginu milli leikmanna sinna að Hlíðarenda. Allir tólf leikmenn liðsins skoruðu og sjö leikmenn voru með tíu stig eða meira. Hjá heimamönnum fór Birgir Pétursson fremstur í flokki með 13 stig og 11 fráköst. valsmenn eru enn stigalausir á botni deildarinnar og löngu fallnir í næst efstu deild. KR-ingar skjótast með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar með betri árangur í innbyrðisviðureignum sínum gegn Stjörnunni og Þór.Valur-KR 72-105 (21-30, 19-23, 16-26, 16-26)Stig Vals: Benedikt Blöndal 14 (6 stoðs.), Birgir Pétursson 13 (11 frák.), Kristinn Ólafsson 13, Marvin Jackson 13, Ragnar Gylfason 11, Alexander Dungal 6, Bergur Ástráðsson 2.Stig KR: Emil Jóhannsson 14, Robert Ferguson 14, Hreggviður Magnússon 14, Dejan Sencanski 12, Martin Hermannsson 10 (6 stoðs.), Jón Kristjánsson 10 (7 fráköst), Joshua Brown 10, Finnur Atli Magnusson 8 (3 varin skot), Kristófer Acox 5, Skarphéðinn Ingason 4 (5 stoðs.), Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánsson 2 (5 stoðs.). Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Stjarnan komst í þriðja sæti Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik með öruggum sigri á Keflavík suður með sjó. Þór frá Þorlákshöfn beið lægri hlut gegn Tindastóli fyrir norðan eftir fimm sigurleiki í röð og féll niður í fjórða sætið. Þá vann KR skyldusigur gegn Val og skaust í annað sætið. Stjarnan hafði frumkvæðið frá upphafi í viðureign félaganna í Keflavík í kvöld. Liðið leiddi með níu stigum að loknum fyrsta leikhluta og Keflvíkingar komust aldrei nálægt Garðbæingum. Leiknum lauk með 25 stiga sigri, 69-94. Stjarnan komst með sigrinum í 3. sæti deildarinnar á kostnað Þórs en Stjarnan stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum liðanna. Justin Shouse var að venju atkvæðamikill hjá Stjörnunni með 20 stig. Fannar Helgason skoraði átta stig auk þess að hirða 13 fráköst. Charles Parker var stigahæstur með 25 stig. Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Jónsson og Magnús Gunnarsson skoruðu aðeisn níu stig samanlagt í leiknum. Heimamenn töpuðu sínum öðrum leik í röð í deildinni. Liðið var fyrir skemmstu í góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar en hefur farið illa að ráði sínu.Keflavík-Stjarnan 69-94 (22-31, 19-22, 14-24, 14-17)Stig Keflavíkur: Charles Michael Parker 25 (5 stolnir), Valur Orri Valsson 14, Jarryd Cole 12 (7 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 7, Sigurður Gunnarsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Andri Daníelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2.Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 20 (6 stoðs.), Renato Lindmets 17 (9 fráköst), Keith Cothran 15, Marvin Valdimarsson 13, Jovan Zdravevski 10, Fannar Freyr Helgason 8 (13 fráköst), Dagur Kár Jónsson 5, Guðjón Lárusson 5, Sigurjón Örn Lárusson 1. Stólarnir fóru á kostum í fjórða leikhlutaÁ Sauðárkróki stöðvuðu Stólarnir sigurgöngu Þórs með 97-80 sigri. Heimamenn byrjuðu betur en leikmenn Þórs minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik, 48-47. Leikar héldust jafnir í þriðja leikhluta en í þeim fjórða sigldu heimamenn fram úr. Í stöðunni 77-76 í fjórða leikhluta settu heimamenn í gírinn. Þeir skoruðu þrettán stig í röð og tryggðu sér dýrmætan sigur, 97-80. Landarnir Curtis Allen og Maurice Miller voru atkvæðamestir heimamanna með 25 sig hvor auk þess að taka vænan skammt af fráköstum. Blagoj Janev átti fínan leik hjá gestunum. Skoraði 20 stig auk þess að taka sjö fráköst. Darrin Govens var einnig atkvæðamikill venju samkvæmt með 21 stig. Tindastóll styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Þór, sem var í 2. sæti deildarinnar, féll niður í 4. sæti deildarinnar með lakari árangur innbyrðis gegn KR og Stjörnunni.Tindastóll-Þór Þorlákshöfn 97-80 (30-22, 18-25, 22-20, 27-13)Stig Tindastóls: Curtis Allen 25 (9 fráköst), Maurice Miller 25, Igor Tratnik 11 (10 fráköst), Hreinn Gunnar Birgisson 9, Helgi Freyr Margeirsson 8, Friðrik Hreinsson 7, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (9 fráköst/5 stoðs.), Helgi Viggósson 6 (8 fráköst).Stig Þórs: Darrin Govens 21, Blagoj Janev 20 (7 fráköst), Matthew James Hairston 16, Darri Hilmarsson 10, Guðmundur Jónsson 6, Baldur Þór Ragnarsson 5 (6 stoðs.), Grétar Ingi Erlendsson 2. KR-ingar í 2. sætiðAð Hlíðarenda unnu KR-ingar skyldusigur á botnliði Vals. Lokatölurnar urðu 72-105 í leik þar sem gestirnir úr Vesturbænum höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, dreifði álaginu milli leikmanna sinna að Hlíðarenda. Allir tólf leikmenn liðsins skoruðu og sjö leikmenn voru með tíu stig eða meira. Hjá heimamönnum fór Birgir Pétursson fremstur í flokki með 13 stig og 11 fráköst. valsmenn eru enn stigalausir á botni deildarinnar og löngu fallnir í næst efstu deild. KR-ingar skjótast með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar með betri árangur í innbyrðisviðureignum sínum gegn Stjörnunni og Þór.Valur-KR 72-105 (21-30, 19-23, 16-26, 16-26)Stig Vals: Benedikt Blöndal 14 (6 stoðs.), Birgir Pétursson 13 (11 frák.), Kristinn Ólafsson 13, Marvin Jackson 13, Ragnar Gylfason 11, Alexander Dungal 6, Bergur Ástráðsson 2.Stig KR: Emil Jóhannsson 14, Robert Ferguson 14, Hreggviður Magnússon 14, Dejan Sencanski 12, Martin Hermannsson 10 (6 stoðs.), Jón Kristjánsson 10 (7 fráköst), Joshua Brown 10, Finnur Atli Magnusson 8 (3 varin skot), Kristófer Acox 5, Skarphéðinn Ingason 4 (5 stoðs.), Ágúst Angantýsson 2, Björn Kristjánsson 2 (5 stoðs.).
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira