Þurfti að lúta í gras fyrir kvenlegri fegurð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 10:00 Örn leikur illmenni sem vill stela hálendinu. „Ég gegni hlutverki sögumannsins. Það var reyndar stærra í útvarpsþáttunum þar sem þurfti að teikna myndina hljóðrænt. Nú sýnum við hvað er að gerast sjónrænt. Ég lék líka Díönu Klein en í þetta sinn þurfti ég að lúta í gras fyrir kvenlegri fegurð þar sem ég hljómaði mjög kynþokkafullur en svo þegar fólk sá mig á tjaldinu var það ekki falleg sjón,“ segir leikarinn Örn Árnason en leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sér um Díönu Klein í kvikmyndinni Harrý og Heimir sem frumsýnd er á föstudag. „Ég sleppti hlutverkinu glaður en Svandís er gríðarlega þokkafull pía.“ Myndin fjallar um einkaspæjarana Harrý og Heimi sem hjálpa þokkadísinni Díönu Klein í leit hennar að föður sínum, veðurathugunarmanni á Reginnípu. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. Örn leikur einmitt líka illmennið í myndinni.Þokkadís Svandís Dóra leikur díönu Klein.„Ég leik illmennið sem ætlar að ræna íslenska hálendinu og færa það til Danmerkur,“ segir Örn glaður í bragði en myndin var tekin upp á mjög stuttum tíma. „Við höfðum skamman tíma enda ekki með hundruð milljóna króna úr að spila. Við nýttum tímann vel og þá aura sem höfðu safnast í þetta verkefni og tókum myndina á átján dögum. Við erum vanir því að vinna mjög hratt og skipuleggja dagana vel þannig að við komum því mun betur undirbúnir að verkefninu. Leikstjórinn Bragi Hinriksson hefur líka góð tök á ævintýramyndum og vorum við ofboðslega glaðir með hans þátt í þessu.“Innilegir Harrý og heimir eru óborganlegir.Það eru þeir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson sem leika einkaspæjarana tvo og segir Örn að stemningin hafi verið mjög góð á settinu. „Það ríkti mikil gleði á settinu og ég held að hún skíni í gegn í myndinni. Að mínu mati er þetta gríðarskemmtileg grínmynd. Þetta er ekki gamanmynd og ekki farsi. Ég get ekki útskýrt það öðruvísi en að við brjótum aðeins upp rammann og gerum græskulaust grín. Við erum náttúrulega litaðir af myndum sem við sáum í æsku eins og Blazing Saddles, Airplane-myndirnar og Top Secret,“ bætir Örn við. En er ekki byrjað að leggja línurnar að næstu mynd? „Ekki alvarlega. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Byrjaði allt í útvarpinu Harrý og Heimir komu fyrst fram á sjónarsviðið í útvarpsleikritum á Bylgjunni seint á níunda áratug síðustu aldar. Ellefu útvarpsþættir voru framleiddir sem voru 25 mínútur að lengd hver og ein saga í hverjum þætti. Bíómyndin er byggð á einni af þeim sögum. Árið 2009 var síðan leikritið um Harrý og Heimi sett upp í Borgarleikhúsinu og sýnt 150 sinnum. Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Ég gegni hlutverki sögumannsins. Það var reyndar stærra í útvarpsþáttunum þar sem þurfti að teikna myndina hljóðrænt. Nú sýnum við hvað er að gerast sjónrænt. Ég lék líka Díönu Klein en í þetta sinn þurfti ég að lúta í gras fyrir kvenlegri fegurð þar sem ég hljómaði mjög kynþokkafullur en svo þegar fólk sá mig á tjaldinu var það ekki falleg sjón,“ segir leikarinn Örn Árnason en leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir sér um Díönu Klein í kvikmyndinni Harrý og Heimir sem frumsýnd er á föstudag. „Ég sleppti hlutverkinu glaður en Svandís er gríðarlega þokkafull pía.“ Myndin fjallar um einkaspæjarana Harrý og Heimi sem hjálpa þokkadísinni Díönu Klein í leit hennar að föður sínum, veðurathugunarmanni á Reginnípu. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. Örn leikur einmitt líka illmennið í myndinni.Þokkadís Svandís Dóra leikur díönu Klein.„Ég leik illmennið sem ætlar að ræna íslenska hálendinu og færa það til Danmerkur,“ segir Örn glaður í bragði en myndin var tekin upp á mjög stuttum tíma. „Við höfðum skamman tíma enda ekki með hundruð milljóna króna úr að spila. Við nýttum tímann vel og þá aura sem höfðu safnast í þetta verkefni og tókum myndina á átján dögum. Við erum vanir því að vinna mjög hratt og skipuleggja dagana vel þannig að við komum því mun betur undirbúnir að verkefninu. Leikstjórinn Bragi Hinriksson hefur líka góð tök á ævintýramyndum og vorum við ofboðslega glaðir með hans þátt í þessu.“Innilegir Harrý og heimir eru óborganlegir.Það eru þeir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson sem leika einkaspæjarana tvo og segir Örn að stemningin hafi verið mjög góð á settinu. „Það ríkti mikil gleði á settinu og ég held að hún skíni í gegn í myndinni. Að mínu mati er þetta gríðarskemmtileg grínmynd. Þetta er ekki gamanmynd og ekki farsi. Ég get ekki útskýrt það öðruvísi en að við brjótum aðeins upp rammann og gerum græskulaust grín. Við erum náttúrulega litaðir af myndum sem við sáum í æsku eins og Blazing Saddles, Airplane-myndirnar og Top Secret,“ bætir Örn við. En er ekki byrjað að leggja línurnar að næstu mynd? „Ekki alvarlega. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Byrjaði allt í útvarpinu Harrý og Heimir komu fyrst fram á sjónarsviðið í útvarpsleikritum á Bylgjunni seint á níunda áratug síðustu aldar. Ellefu útvarpsþættir voru framleiddir sem voru 25 mínútur að lengd hver og ein saga í hverjum þætti. Bíómyndin er byggð á einni af þeim sögum. Árið 2009 var síðan leikritið um Harrý og Heimi sett upp í Borgarleikhúsinu og sýnt 150 sinnum.
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein