Bíó og sjónvarp

FXX sýnir alla 552 Simpsons-þættina í röð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þættirnir hafa verið á dagskrá síðustu 25 ár.
Þættirnir hafa verið á dagskrá síðustu 25 ár.
Bandaríska kapalsjónvarpsstöðin FXX mun sýna alla 552 þættina um Simpson-fjölskylduna í röð frá 21. ágúst til 1. september.

Maraþonið kemur til vegna samnings sem sjónvarpsstöðin gerði við framleiðendur The Simpsons í vetur um sýningarrétt á öllum 24 seríum þáttanna, og í september bætist sú 25. við.

FXX borgaði um 500 milljónir Bandaríkjadala fyrir sýningarréttinn, en það jafngildir tæplega 56 milljörðum króna.

Um 72 milljón bandarísk heimili ná útsendingum stöðvarinnar og sagði dagskrárstjóri FX, eiganda FXX, „Vú hú!“ um samninginn í fréttatilkynningu í vetur. Vitnar hann þar í frægt fagnaðaróp Hómers Simpson, fjölskylduföður Simpson-fjölskyldunnar.

Þættirnir hófu göngu sína í desember árið 1989 og hafa unnið til margra verðlauna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.