Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Akureyri 21-21 | Haukar eru deildarmeistarar Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 10. apríl 2014 12:03 Matthías Árni Ingimarsson lyftir bikarnum í kvöld. Vísir/valli Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið rétt náði jafntefli 21-21 gegn Akureyri á heimavelli. Elías Már Halldórsson jafnaði metin átta sekúndum fyrir leikslok. Stigið gæti einnig reynst Akureyri dýrmætt því liðið getur komist hjá umspili vinni liðið HK á heimavelli í síðustu umferðinni og FH vinni ÍR á sama tíma í leik sem skiptir miklu máli því FH á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn í Schenker höllinni að Ásvöllum verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif eða fallegan handbolta. Leikurinn var allt annað en fallegur á að horfa nema mögulega fyrir þá sem vilja aðeins sjá góðan varnarleik. Haukar náðu sér aldrei á strik í sókninni og virkuðu hálf máttlausir nánast allan leikinn sóknarlega. Vörn Akureyri var góð og Jovan Kukobat öflugur í markinu. Vörn Hauka var sterk gegn vængbrotnum og slökum sóknarleik gestanna en markverðir liðsins náðu sér engan vegin á strik eins og fjögur skot varin gefa til kynna. Valþór Atli Guðrúnarson meiddist fyrir leikinn og munaði mikið um hann í sókn Akureyrar. Adam Haukur Baumruk var einnig meiddur og söknuðu Haukar hans einnig, sérstaklega þar sem Sigurbergur Sveinsson náði sér ekki á strik. Þrátt fyrir litla markvörslu og lélega sókn voru Haukar með leikinn í hendi sér þegar tíu mínútur voru til leikslok. Liðið var þremur mörkum yfir og fátt sem benti til annars en að liðið myndi tryggja sér deildarmeistarartitilinn með sigri. Akureyri lék þá sinn besta leikkafla síðustu tíu mínúturnar og komst yfir þegar þrjár mínútur voru eftir. Haukar skoruðu eina markið til viðbótar í leiknum og dugði það liðinu til að landa deildarmeistaratitlinum og komast hjá hreinum úrslitaleik gegn ÍBV í lokaumferðinni. Elías: Lélegur leikur af okkar hálfu„Fyrst þessi leikur þurfti að vera svona var ágætt að tryggja þetta með svona marki en þessi leikur var alls ekki nógu góður, það verður að viðurkennast,“ sagði Elías Már Halldórsson sem tryggði Haukum deildarmeistaratitilinn með síðasta marki leiksins í kvöld. „Við æfðum mjög vel vikunni og það var hrikalega gott tempó þannig að þetta kom mér mjög á óvart. Við létum hann verja svaðalega frá okkur í byrjun og vorum í vandræðum með að koma okkur í færi. „Þetta var ströggl allan tímann og Akureyri að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu. „Varnarleikurinn hjá Akureyri var góður á meðan sóknin hjá okkur var léleg. Það er hættulegt í þessari deild. Við náðum aldrei takti,“ sagði Elías en samt voru Haukar í góðri stöðu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Það er týpískt fyrir þennan leik. Svo missum við það út úr höndunum og þegar maður er að spila illa þá maður ekkert gott skilið. Við náðum samt að snúa þessu okkur í vil og klára þetta með jafntefli. „Mér fannst við spila á löngum köflum ágætis vörn en fáum fáa bolta varða og erum í vandræðum í sókninni. Við fáum eiginlega engin hraðaupphlaup og það er ekki góð uppskrift að sigri. „Við þurfum að spila betur en þetta. Við erum ekkert það góðir að við getum komið 40% og unnið leikina þannig. Það er ekki hægt. Við þurfum að spila á 100 ef við ætlum að klára þessa leiki,“ sagði Elías Már. Heimir Örn: Frábær vörn í síðustu leikjum„Við spiluðum það góða vörn að þetta leit mjög ljótt út fyrir þá, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir leikinn í kvöld. „Sóknarleikurinn okkar var erfiður. Við erum búnir að missa marga menn út en ég var mjög ánægður með lokakaflann hjá t.d. Sissa (Sigþóri Heimissyni) og Jóni Heiðari (Sigurðssyni). Þeir stigu flott upp. „Varnarleikurinn var frábær allan tímann og menn börðust eins og ljón. „Það er hræðilegt að klára ekki þennan leik. Við vorum með þetta í höndunum í lokin en stigið var mikilvægt. Við erum búnir að spila svona vörn í síðustu þremur, fjórum leikjum fyrir utan þennan bíbb hálfleik gegn Fram,“ sagði Heimir en Akureyri þarf að vinna HK í síðustu umferðinni á mánudag og treysta á að FH leggi ÍR að velli á sama tíma til að forðast umspil um sæti í deildinni á næsta tímabili. „HK er sýnd veiði en ekki gefin og hefur spilað vel í síðustu leikjum en ef menn mæta klárir þá eigum við að klára svoleiðis leik. „Það verður fullur fókus fyrir þann leik á mánudaginn og svo treystum við á okkar menn í Hafnarfirðinum að spila eins og menn. Þá náum við vonandi ÍR-ingum. „Það er hrikalega gott að ná þremur stigum úr Hafnarfirðinum í þessum tveimur skemmtilegu bílferðum. Þá erum við hrikalega sáttir. Ég er greinilega svona góður bílstjóri, er búinn að keyra fram og til baka. „Við vissum að Haukar myndu mæta af fullum krafti. Þeir eru alltaf sterkir varnarlega en detta niður á lágt plan sóknarlega. Við vissum það. „Serbneski markmaðurinn okkar var flottur (Jovan Kukobat). Hann varði eins og skepna. Ekta Serbi að verja aðeins í lokin. Ég er mjög ánægður með hann. Hann er búinn að vera mjög góður í allan vetur,“ sagði Heimir. Árni Steinn: Súrsæt tilfinning„Þetta var athyglisvert. Það var hálfgerð deyfð yfir þessu sem er ótrúlegt í hálfgerðum úrslitaleik fyrir okkur,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson hægri skytta Hauka. „Við settum þetta upp sem úrslitaleik en náðum samt aldrei að kreysta út þessa baráttu og kraft sem hefur einkennt okkur í vetur, sérstaklega sóknarlega. „Við vorum hægir og ragir og þetta var alls ekki nógu gott fyrir framan allt þetta fólk. Þetta er súrsæt tilfinning. En við tökum deildarmeistaratitllinum. Nú er bara einn titill eftir,“ sagði Árni Steinn en Haukar hafa landa öllum titlunum sem í boði hafa verið til þessa í vetur. Haukar mæta ÍBV í lokaumferðinni á mánudagskvöldið og segir Árni Steinn það geta verið hættulegt að koma inn í þann leik með hálfum huga þó að engu sé að keppa. „Þetta er skrýtinn leikur fyrir bæði lið en ef þú ert eitthvað að passa þig þá eru meiri líkur á að þú meiðist. Við verðum að mæta 100% í leikinn eins og hvern annan og þó úrslitin séu ekki aðalatriðið þá er mikilvægt að koma af skriði inn í úrslitakeppnina. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira
Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið rétt náði jafntefli 21-21 gegn Akureyri á heimavelli. Elías Már Halldórsson jafnaði metin átta sekúndum fyrir leikslok. Stigið gæti einnig reynst Akureyri dýrmætt því liðið getur komist hjá umspili vinni liðið HK á heimavelli í síðustu umferðinni og FH vinni ÍR á sama tíma í leik sem skiptir miklu máli því FH á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Leikurinn í Schenker höllinni að Ásvöllum verður ekki minnst fyrir skemmtileg tilþrif eða fallegan handbolta. Leikurinn var allt annað en fallegur á að horfa nema mögulega fyrir þá sem vilja aðeins sjá góðan varnarleik. Haukar náðu sér aldrei á strik í sókninni og virkuðu hálf máttlausir nánast allan leikinn sóknarlega. Vörn Akureyri var góð og Jovan Kukobat öflugur í markinu. Vörn Hauka var sterk gegn vængbrotnum og slökum sóknarleik gestanna en markverðir liðsins náðu sér engan vegin á strik eins og fjögur skot varin gefa til kynna. Valþór Atli Guðrúnarson meiddist fyrir leikinn og munaði mikið um hann í sókn Akureyrar. Adam Haukur Baumruk var einnig meiddur og söknuðu Haukar hans einnig, sérstaklega þar sem Sigurbergur Sveinsson náði sér ekki á strik. Þrátt fyrir litla markvörslu og lélega sókn voru Haukar með leikinn í hendi sér þegar tíu mínútur voru til leikslok. Liðið var þremur mörkum yfir og fátt sem benti til annars en að liðið myndi tryggja sér deildarmeistarartitilinn með sigri. Akureyri lék þá sinn besta leikkafla síðustu tíu mínúturnar og komst yfir þegar þrjár mínútur voru eftir. Haukar skoruðu eina markið til viðbótar í leiknum og dugði það liðinu til að landa deildarmeistaratitlinum og komast hjá hreinum úrslitaleik gegn ÍBV í lokaumferðinni. Elías: Lélegur leikur af okkar hálfu„Fyrst þessi leikur þurfti að vera svona var ágætt að tryggja þetta með svona marki en þessi leikur var alls ekki nógu góður, það verður að viðurkennast,“ sagði Elías Már Halldórsson sem tryggði Haukum deildarmeistaratitilinn með síðasta marki leiksins í kvöld. „Við æfðum mjög vel vikunni og það var hrikalega gott tempó þannig að þetta kom mér mjög á óvart. Við létum hann verja svaðalega frá okkur í byrjun og vorum í vandræðum með að koma okkur í færi. „Þetta var ströggl allan tímann og Akureyri að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu. „Varnarleikurinn hjá Akureyri var góður á meðan sóknin hjá okkur var léleg. Það er hættulegt í þessari deild. Við náðum aldrei takti,“ sagði Elías en samt voru Haukar í góðri stöðu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. „Það er týpískt fyrir þennan leik. Svo missum við það út úr höndunum og þegar maður er að spila illa þá maður ekkert gott skilið. Við náðum samt að snúa þessu okkur í vil og klára þetta með jafntefli. „Mér fannst við spila á löngum köflum ágætis vörn en fáum fáa bolta varða og erum í vandræðum í sókninni. Við fáum eiginlega engin hraðaupphlaup og það er ekki góð uppskrift að sigri. „Við þurfum að spila betur en þetta. Við erum ekkert það góðir að við getum komið 40% og unnið leikina þannig. Það er ekki hægt. Við þurfum að spila á 100 ef við ætlum að klára þessa leiki,“ sagði Elías Már. Heimir Örn: Frábær vörn í síðustu leikjum„Við spiluðum það góða vörn að þetta leit mjög ljótt út fyrir þá, það er ekki spurning,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir leikinn í kvöld. „Sóknarleikurinn okkar var erfiður. Við erum búnir að missa marga menn út en ég var mjög ánægður með lokakaflann hjá t.d. Sissa (Sigþóri Heimissyni) og Jóni Heiðari (Sigurðssyni). Þeir stigu flott upp. „Varnarleikurinn var frábær allan tímann og menn börðust eins og ljón. „Það er hræðilegt að klára ekki þennan leik. Við vorum með þetta í höndunum í lokin en stigið var mikilvægt. Við erum búnir að spila svona vörn í síðustu þremur, fjórum leikjum fyrir utan þennan bíbb hálfleik gegn Fram,“ sagði Heimir en Akureyri þarf að vinna HK í síðustu umferðinni á mánudag og treysta á að FH leggi ÍR að velli á sama tíma til að forðast umspil um sæti í deildinni á næsta tímabili. „HK er sýnd veiði en ekki gefin og hefur spilað vel í síðustu leikjum en ef menn mæta klárir þá eigum við að klára svoleiðis leik. „Það verður fullur fókus fyrir þann leik á mánudaginn og svo treystum við á okkar menn í Hafnarfirðinum að spila eins og menn. Þá náum við vonandi ÍR-ingum. „Það er hrikalega gott að ná þremur stigum úr Hafnarfirðinum í þessum tveimur skemmtilegu bílferðum. Þá erum við hrikalega sáttir. Ég er greinilega svona góður bílstjóri, er búinn að keyra fram og til baka. „Við vissum að Haukar myndu mæta af fullum krafti. Þeir eru alltaf sterkir varnarlega en detta niður á lágt plan sóknarlega. Við vissum það. „Serbneski markmaðurinn okkar var flottur (Jovan Kukobat). Hann varði eins og skepna. Ekta Serbi að verja aðeins í lokin. Ég er mjög ánægður með hann. Hann er búinn að vera mjög góður í allan vetur,“ sagði Heimir. Árni Steinn: Súrsæt tilfinning„Þetta var athyglisvert. Það var hálfgerð deyfð yfir þessu sem er ótrúlegt í hálfgerðum úrslitaleik fyrir okkur,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson hægri skytta Hauka. „Við settum þetta upp sem úrslitaleik en náðum samt aldrei að kreysta út þessa baráttu og kraft sem hefur einkennt okkur í vetur, sérstaklega sóknarlega. „Við vorum hægir og ragir og þetta var alls ekki nógu gott fyrir framan allt þetta fólk. Þetta er súrsæt tilfinning. En við tökum deildarmeistaratitllinum. Nú er bara einn titill eftir,“ sagði Árni Steinn en Haukar hafa landa öllum titlunum sem í boði hafa verið til þessa í vetur. Haukar mæta ÍBV í lokaumferðinni á mánudagskvöldið og segir Árni Steinn það geta verið hættulegt að koma inn í þann leik með hálfum huga þó að engu sé að keppa. „Þetta er skrýtinn leikur fyrir bæði lið en ef þú ert eitthvað að passa þig þá eru meiri líkur á að þú meiðist. Við verðum að mæta 100% í leikinn eins og hvern annan og þó úrslitin séu ekki aðalatriðið þá er mikilvægt að koma af skriði inn í úrslitakeppnina.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira