Málsvörn og ákæra Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 16. desember 2010 12:00 Jónína Ben eftir Sölva Tryggvason. Bækur Jónína Ben Sölvi Tryggvason Það er kannski til lítils að ritdæma bók eins og Jónínu Ben eftir Sölva Tryggvason, áhugi lesenda eða áhugaleysi á bókinni ræðst fremur af viðfangsefninu en efnistökum bókarinnar eða aðferð. Auðveldlega má pirra sig á ýmsu í kringum hana, markaðssetningu og framgöngu dreifingaraðilans svo dæmi sé tekið. Jónína er býsna yfirlýsingaglöð í fjölmiðlum og sést ekki fyrir þegar hún er í vígaham eins og ótal dæmi sanna bæði gömul og ný. Ofan á allt þetta bætast svo mál eiginmanns Jónínu en hún hefur farið mikinn í málsvörn fyrir hann og missmekklegum ummælum um konur sem hafa ásakað hann um kynferðislega áreitni undanfarið. En þessi ritdómur er ekki um Jónínu sjálfa eða N1 heldur um bók Sölva Tryggvasonar um Jónínu. Bókin um Jónínu Ben er að flestu leyti hefðbundin viðtalsbók eins og lesendur þekkja. Hratt er farið yfir sögu í lífi Jónínu framan af þótt raunar sé þar ýmislegt í frásögur færandi. Jónína fer ung að heiman, fyrst til Reykjavíkur en sautján ára gömul er hún flutt til Kanada, gift kona. Þar kemst hún í kynni við líkamsrækt og eróbikk og eftir það virðist framabraut hennar í líkamsræktarbransanum greið. Hún verður frumkvöðull í uppbyggingu líkamsræktarstöðva, fyrst á Íslandi og seinna í Svíþjóð. Lífshlaup Jónínu er alveg efni í eina viðtalsbók en þó fer fyrst að draga til tíðinda þegar hún kemst í kynni við Jóhannes Jónsson í Bónus. Sá kafli er eðlilega sá sem mesta forvitni vekur meðal þeirra sem eru á annað borð forvitnir um Jónínu. Hún virðist fyrr en flestir aðrir hafa séð í gegn um spillingu og fjárglæfra sem tíðkuðust meðal íslenskra fjárfesta og bankamanna og það virðist lítill vafi leika á því að hún fékk að gjalda fyrir það bæði fjárhagslega og persónulega. Megintilgangur bókarinnar er að sýna fram á þetta, bæði með frásögn Jónínu sjálfrar, birtingu gagna og samráði við aðra heimildarmenn. Form bókarinnar er hið hefðbundna form viðtalsbókarinnar, Jónína hefur sjálf orðið og segir frá en skrásetjarinn birtist ekki nema í neðanmálsgreinum sem flestar hafa þann tilgang að greina frá því að leitað hafi verið staðfestinga á orðum hennar hjá öðrum, þótt þeir séu sjaldnast nafngreindir. Bókin er að flestu leyti vel unnin, þó verður sums staðar vart við flaustur í frágangi. Framsetningin verður á stöku stað óljós, samtölum er skotið formálalaust inn í frásögn án þess að alltaf sé ljóst hvenær og hvar þau eiga sér stað og tengslin milli frásagnarinnar og skjala sem birt eru í bókinni mætti vera skýrara. Niðurstaða: Jónína Ben er málsvörn hennar og ákæruskjal á hendur andstæðingum hennar, ágætlega unnin viðtalsbók. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Jónína Ben Sölvi Tryggvason Það er kannski til lítils að ritdæma bók eins og Jónínu Ben eftir Sölva Tryggvason, áhugi lesenda eða áhugaleysi á bókinni ræðst fremur af viðfangsefninu en efnistökum bókarinnar eða aðferð. Auðveldlega má pirra sig á ýmsu í kringum hana, markaðssetningu og framgöngu dreifingaraðilans svo dæmi sé tekið. Jónína er býsna yfirlýsingaglöð í fjölmiðlum og sést ekki fyrir þegar hún er í vígaham eins og ótal dæmi sanna bæði gömul og ný. Ofan á allt þetta bætast svo mál eiginmanns Jónínu en hún hefur farið mikinn í málsvörn fyrir hann og missmekklegum ummælum um konur sem hafa ásakað hann um kynferðislega áreitni undanfarið. En þessi ritdómur er ekki um Jónínu sjálfa eða N1 heldur um bók Sölva Tryggvasonar um Jónínu. Bókin um Jónínu Ben er að flestu leyti hefðbundin viðtalsbók eins og lesendur þekkja. Hratt er farið yfir sögu í lífi Jónínu framan af þótt raunar sé þar ýmislegt í frásögur færandi. Jónína fer ung að heiman, fyrst til Reykjavíkur en sautján ára gömul er hún flutt til Kanada, gift kona. Þar kemst hún í kynni við líkamsrækt og eróbikk og eftir það virðist framabraut hennar í líkamsræktarbransanum greið. Hún verður frumkvöðull í uppbyggingu líkamsræktarstöðva, fyrst á Íslandi og seinna í Svíþjóð. Lífshlaup Jónínu er alveg efni í eina viðtalsbók en þó fer fyrst að draga til tíðinda þegar hún kemst í kynni við Jóhannes Jónsson í Bónus. Sá kafli er eðlilega sá sem mesta forvitni vekur meðal þeirra sem eru á annað borð forvitnir um Jónínu. Hún virðist fyrr en flestir aðrir hafa séð í gegn um spillingu og fjárglæfra sem tíðkuðust meðal íslenskra fjárfesta og bankamanna og það virðist lítill vafi leika á því að hún fékk að gjalda fyrir það bæði fjárhagslega og persónulega. Megintilgangur bókarinnar er að sýna fram á þetta, bæði með frásögn Jónínu sjálfrar, birtingu gagna og samráði við aðra heimildarmenn. Form bókarinnar er hið hefðbundna form viðtalsbókarinnar, Jónína hefur sjálf orðið og segir frá en skrásetjarinn birtist ekki nema í neðanmálsgreinum sem flestar hafa þann tilgang að greina frá því að leitað hafi verið staðfestinga á orðum hennar hjá öðrum, þótt þeir séu sjaldnast nafngreindir. Bókin er að flestu leyti vel unnin, þó verður sums staðar vart við flaustur í frágangi. Framsetningin verður á stöku stað óljós, samtölum er skotið formálalaust inn í frásögn án þess að alltaf sé ljóst hvenær og hvar þau eiga sér stað og tengslin milli frásagnarinnar og skjala sem birt eru í bókinni mætti vera skýrara. Niðurstaða: Jónína Ben er málsvörn hennar og ákæruskjal á hendur andstæðingum hennar, ágætlega unnin viðtalsbók.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira