Viðskipti innlent

Sau­tján starfs­menn kláruðu sótt­kví í Kína og Detti­foss loks á heim­leið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dettifoss er annað tveggja 2150 gámaeininga skipa sem fyrirtækið hefur verið með í smíðum í Kína.
Dettifoss er annað tveggja 2150 gámaeininga skipa sem fyrirtækið hefur verið með í smíðum í Kína. Eimskip

Skipið Dettifoss, sem hefur verið í smíðum í Kína undanfarin misseri, er nú á heimleið en skipið sigldi af stað frá Guangzhou í Kína í gær. Sautján starfsmenn Eimskips héldu til Kína til að fylgja skipinu úr höfn.

„Það er talsvert flóknara á tímum COVID-19 en venjulega. Til dæmis þurfti allur hópurinn að hefja dvölina á 14 daga sóttkví við nokkuð erfiðar aðstæður,“ segir í tilkynningu um málið frá Eimskip.

Dettifoss fékk loks að sigla úr höfn í gær, 7. maí, eftir úttekt hjá sóttvarnarteymi á staðnum. Við tekur um það bil 40 daga ferðalag og er skipið væntanlegt til Íslands eftir miðjan júní.

Eimskip fékk Dettifoss, sem er annað tveggja 2150 gámaeininga skipa sem fyrirtækið hefur verið með í smíðum í Kína, afhentan 2. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×