Lífið

Lestrarhestur vikunnar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Diljá fékk í verðlaun bókina Vélmennaárásin eftir Ævar Þór Benediktsson vísindamann.
Diljá fékk í verðlaun bókina Vélmennaárásin eftir Ævar Þór Benediktsson vísindamann.
Diljá, hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Arftakinn. Það er spennubók um stelpu sem heitir Saga. Hún á foreldra í álfheimum sem deyja. Þá er hún flutt til mannheima.

Í bókinni er líka kötturinn Skuggabaldur og hann fær það hlutverk að flytja Sögu til álfheima.

Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi? Það var bók um risaeðlu.

Hvers lags bækur þykir þér skemmtilegastar? Spennubækur, ævintýrabækur og teiknimyndasögur.

Í hvaða skóla ertu? Vesturbæjarskóla.

Ferðu oft á bókasafnið? Já, í Hafnarfirði af því að ég bý þar líka.

Hver eru helstu áhugamálin? Dýr, íþróttir og bækur og tölvuleikir.

Ef þú ætlaðir að skrifa bók um hvað yrði hún? Kannski bók til að kenna börnum myndlist.

 

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×