Um er að ræða íbúð sem metin er á 14 milljónir dollara eða því sem samsvarar 1,7 milljörðum íslenskra króna.
Alls eru fjögur svefnherbergi inni í íbúðinni og fjögur baðherbergi. Íbúðin er tæplega þrjú hundruð fermetrar að stærð en veröndin er einnig um þrjú hundruð fermetrar. Þar má finna glæsilega einkasundlaug.
Hér að neðan má sjá innlit í þessa rosalegu íbúð á einum dýrasta stað heims.