Líf eftir stjórnmálaþátttöku 13. október 2005 14:32 Nú styttist í 15. september, dagsetningu sem frá því síðastliðið vor hefur verið hálfgerð tímamótadagsetning í íslensku þjóðfélagi. Eftir kosningarnar í fyrra náðu ríkisstjórnarflokkarnir samkomulagi um að starfa áfram, en með tilbrigðum. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu að vísu kosningunum en stjórnarandstaðan vann ekki nægilega stóran sigur til að fella ríkisstjórnina – og þá byrjuðu menn að semja. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira en Framsóknarflokkurinn og því gat sá síðarnefndi kreist forsætisráðherraembættið út úr þeim fyrrnefnda, en þó einungis með því að borga á milli og milligjöfin var eitt stykki ráðherraembætti. Þess vegna eru sumir ráðherrar úr Framsóknarflokki núna með hnút í maganum. Sjálfstæðisflokkurinn valdi konur í tvö ráðherraembætti en þar sem sú fyrsta í röðinni var í barnseignafríi fékk Tómas Ingi að vera menntamálaráðherra hálfu ári lengur en ella. Svo skyldi hann verða sendiherra, en þar sem sendiherrann vildi ekki hætta strax fór Tómas Ingi bara á biðlaun um áramótin en mun komast í sína öruggu höfn. Ráðherrarnir í Sjálfstæðisflokknum eru ábyggilega búnir að vera svolítið stressaðir yfir því hver verði utanríkisráðherra, sem er voða vinsælt embætti, en nú er Davíð búinn að kveða upp úr með það. Ég mæli það af heilum hug að ég vona að hann nái heilsu sem fyrst og komist til starfa, en þykist svo sem viss um að mér muni ekki finnast hann mjög spennandi utanríkisráðerra, þótt það sé allt önnur saga. Meginlínurnar í þessum hrókeringum voru allar lagðar með 16 mánaða fyrirvara. Í einkafyrirtækum geta stjórnendur ekki ráðstafað æðstu stöðum með þessum fyrirvara, nema ef vera skyldi í fjölskyldufyrirtækjum. Stundum finnst manni nefnilega eins og æðstu embættismenn þjóðarinnar hagi sér eins og þeir séu í fjölskyldufyrirtæki, en ekki í þjónustu hjá þjóðinni. Kannski ætti að rifja það upp að orðið embætti er af sama stofni og orðið ambátt. Það liggur í eðli lýðræðisins að sá sem býður sig fram til þings getur verið kosinn í dag en fallið í næstu kosningum. Eins er það hluti lýðræðisins að stjórnmálaflokkar skiptist á að fara með völdin, þannig að ef kjósendur svo ákveða getur sá sem er í stjórn í dag verið í stjórnarandstöðu á morgun. Hér á landi virðist hins vegar sem menn geti einfaldlega ekki hætt að vera ráðherrar og unnið störf sín í stjórnarandstöðu, heldur verða menn verða sendiherrar eða eitthvað álíka. Menn virðast heldur ekki geta hætt að vera þingmenn og horfið til annarra venjulegra starfa, þeir þurfa líka að verða sendiherrar, nú eða ráðuneytisstjórar. Svo hart kveður að þessu að þingmenn samþykktu í lok síðasta árs lög um eftirlaun sín, hvort heldur þeir hafa verið óbreyttir eða í ráðherraembættum. Af lögunum virðist sem þeir telji sig ekki gjaldgenga á vinnumarkaði ef þeir hafa setið á þingi í 16 ár eða verið ráðherrar í 6 ár heldur eigum við, skattgreiðendur, að halda áfram að borga þeim kaup, þó þeir falli í kosningum eða hætti af öðrum ástæðum. Auðvitað eru einhverjar undantekningar á þessu. Þeir sem hafa setið á þingi fyrir önnur samtök en hina rótgrónu stjórnmálaflokka, og má þá nefna Borgaraflokkinn, Kvennalistann og Bandalag jafnaðarmanna, hafa flestir horfið út í þjóðfélagið til venjulegra starfa, en ég held, svei mér þá, að það sé undantekning. Það hlýtur að valda áhyggjum ef stjórnamálastarf er orðið þannig að þeir sem sinna því telja sig ekki eiga afturkvæmt meðal venjulegra launþega. Ég var einu sinni að velta þessu fyrir mér við vin minn. "En elsku besta", sagði hann "veistu ekki að Alþingi er fínasti klúbbur landsins". Ég held meira að segja að hann hafi meint að það væri fínni klúbbur er frímúrararnir. Kannski er það skýringin á því að tiltölulega venjulegt fólk sem kosið er á þing virðist margt hvert umbreytast um leið og það kemst þangað. Kannski er það líka skýringin á því að stundum virðist sem þingmenn telji nóg að spjalla um málin sín á milli en nenna lítið eða ekki að tala við kjósendur. Kannski er það líka skýringin á því hve litla virðingu þjóðin ber fyrir alþingismönnum. Hver sem skýringin er þá er þessi þróun verulegt áhyggjuefni þeim sem meta lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nú styttist í 15. september, dagsetningu sem frá því síðastliðið vor hefur verið hálfgerð tímamótadagsetning í íslensku þjóðfélagi. Eftir kosningarnar í fyrra náðu ríkisstjórnarflokkarnir samkomulagi um að starfa áfram, en með tilbrigðum. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu að vísu kosningunum en stjórnarandstaðan vann ekki nægilega stóran sigur til að fella ríkisstjórnina – og þá byrjuðu menn að semja. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira en Framsóknarflokkurinn og því gat sá síðarnefndi kreist forsætisráðherraembættið út úr þeim fyrrnefnda, en þó einungis með því að borga á milli og milligjöfin var eitt stykki ráðherraembætti. Þess vegna eru sumir ráðherrar úr Framsóknarflokki núna með hnút í maganum. Sjálfstæðisflokkurinn valdi konur í tvö ráðherraembætti en þar sem sú fyrsta í röðinni var í barnseignafríi fékk Tómas Ingi að vera menntamálaráðherra hálfu ári lengur en ella. Svo skyldi hann verða sendiherra, en þar sem sendiherrann vildi ekki hætta strax fór Tómas Ingi bara á biðlaun um áramótin en mun komast í sína öruggu höfn. Ráðherrarnir í Sjálfstæðisflokknum eru ábyggilega búnir að vera svolítið stressaðir yfir því hver verði utanríkisráðherra, sem er voða vinsælt embætti, en nú er Davíð búinn að kveða upp úr með það. Ég mæli það af heilum hug að ég vona að hann nái heilsu sem fyrst og komist til starfa, en þykist svo sem viss um að mér muni ekki finnast hann mjög spennandi utanríkisráðerra, þótt það sé allt önnur saga. Meginlínurnar í þessum hrókeringum voru allar lagðar með 16 mánaða fyrirvara. Í einkafyrirtækum geta stjórnendur ekki ráðstafað æðstu stöðum með þessum fyrirvara, nema ef vera skyldi í fjölskyldufyrirtækjum. Stundum finnst manni nefnilega eins og æðstu embættismenn þjóðarinnar hagi sér eins og þeir séu í fjölskyldufyrirtæki, en ekki í þjónustu hjá þjóðinni. Kannski ætti að rifja það upp að orðið embætti er af sama stofni og orðið ambátt. Það liggur í eðli lýðræðisins að sá sem býður sig fram til þings getur verið kosinn í dag en fallið í næstu kosningum. Eins er það hluti lýðræðisins að stjórnmálaflokkar skiptist á að fara með völdin, þannig að ef kjósendur svo ákveða getur sá sem er í stjórn í dag verið í stjórnarandstöðu á morgun. Hér á landi virðist hins vegar sem menn geti einfaldlega ekki hætt að vera ráðherrar og unnið störf sín í stjórnarandstöðu, heldur verða menn verða sendiherrar eða eitthvað álíka. Menn virðast heldur ekki geta hætt að vera þingmenn og horfið til annarra venjulegra starfa, þeir þurfa líka að verða sendiherrar, nú eða ráðuneytisstjórar. Svo hart kveður að þessu að þingmenn samþykktu í lok síðasta árs lög um eftirlaun sín, hvort heldur þeir hafa verið óbreyttir eða í ráðherraembættum. Af lögunum virðist sem þeir telji sig ekki gjaldgenga á vinnumarkaði ef þeir hafa setið á þingi í 16 ár eða verið ráðherrar í 6 ár heldur eigum við, skattgreiðendur, að halda áfram að borga þeim kaup, þó þeir falli í kosningum eða hætti af öðrum ástæðum. Auðvitað eru einhverjar undantekningar á þessu. Þeir sem hafa setið á þingi fyrir önnur samtök en hina rótgrónu stjórnmálaflokka, og má þá nefna Borgaraflokkinn, Kvennalistann og Bandalag jafnaðarmanna, hafa flestir horfið út í þjóðfélagið til venjulegra starfa, en ég held, svei mér þá, að það sé undantekning. Það hlýtur að valda áhyggjum ef stjórnamálastarf er orðið þannig að þeir sem sinna því telja sig ekki eiga afturkvæmt meðal venjulegra launþega. Ég var einu sinni að velta þessu fyrir mér við vin minn. "En elsku besta", sagði hann "veistu ekki að Alþingi er fínasti klúbbur landsins". Ég held meira að segja að hann hafi meint að það væri fínni klúbbur er frímúrararnir. Kannski er það skýringin á því að tiltölulega venjulegt fólk sem kosið er á þing virðist margt hvert umbreytast um leið og það kemst þangað. Kannski er það líka skýringin á því að stundum virðist sem þingmenn telji nóg að spjalla um málin sín á milli en nenna lítið eða ekki að tala við kjósendur. Kannski er það líka skýringin á því hve litla virðingu þjóðin ber fyrir alþingismönnum. Hver sem skýringin er þá er þessi þróun verulegt áhyggjuefni þeim sem meta lýðræðið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun