Pollapönk tekur fram úr Botnleðju í plötusölu 14. desember 2010 13:00 Botnleðja Rokksveitin gaf síðast út plötu árið 2003. Hljómsveitin Pollapönk er að taka fram úr Botnleðju í vinsældum ef marka má seldar plötur. Sömu meðlimir eru í báðum sveitum, þeir Heiðar og Halli. Nýjasta plata Pollapönks, Meira pollapönk, hefur selst í um tvö þúsund eintökum, sem er svipað og jafnvel ívið meira en þrjár síðustu plötur Botnleðju. Haraldur Freyr Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson eru meðlimir beggja sveitanna, en Botnleðja hefur ekki starfað undanfarin sjö ár. „Eftir að Fólk er fífl kom út varð mögulegt að skrifa diska og ég held að það sé mesta breytingin í þessu. Við vorum kannski að spila á tónleikum og vorum beðnir um að árita skrifaða diska,“ segir trommarinn Halli. Fólk er fífl kom út 1996 og seldist í 4.500 eintökum á meðan Magnyl sem kom út tveimur árum síðar seldist mun verr, í 2.000 eintökum. Plöturnar sem komu á eftir, Douglas Dakota og Iceland National Park, seldust í 1.500 til 2.000 eintökum hvor. „Plötusala hefur dregist mikið saman síðan Botnleðja var starfandi en á móti kemur að Pollapönkið á stærri markhóp,“ segir Halli. Hann segir vinsældir Pollapönksins ekki hafa komið sér á óvart. „Platan er meiriháttar góð og við erum að spila mikið. Þetta kemur mér ekkert á óvart en við erum gríðarlega þakklátir samt sem áður. Við trúðum alltaf á að þetta væri meiriháttar góð plata og gæti náð til margra, ekki bara barnanna.“ Heldurðu að þín verði frekar minnst sem Pollapönkara í stað Botnleðjurokkara í framtíðinni? „Það er ómögulegt að segja en ég myndi ekki fúlsa við því. Mér finnst bæði jafngott,“ segir Halli og bætir við: „Það er að koma smá Botnleðjufílingur í mig sem hefur ekki verið áður. Það getur vel verið að við gerum eitthvað á nýju ári.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Hljómsveitin Pollapönk er að taka fram úr Botnleðju í vinsældum ef marka má seldar plötur. Sömu meðlimir eru í báðum sveitum, þeir Heiðar og Halli. Nýjasta plata Pollapönks, Meira pollapönk, hefur selst í um tvö þúsund eintökum, sem er svipað og jafnvel ívið meira en þrjár síðustu plötur Botnleðju. Haraldur Freyr Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson eru meðlimir beggja sveitanna, en Botnleðja hefur ekki starfað undanfarin sjö ár. „Eftir að Fólk er fífl kom út varð mögulegt að skrifa diska og ég held að það sé mesta breytingin í þessu. Við vorum kannski að spila á tónleikum og vorum beðnir um að árita skrifaða diska,“ segir trommarinn Halli. Fólk er fífl kom út 1996 og seldist í 4.500 eintökum á meðan Magnyl sem kom út tveimur árum síðar seldist mun verr, í 2.000 eintökum. Plöturnar sem komu á eftir, Douglas Dakota og Iceland National Park, seldust í 1.500 til 2.000 eintökum hvor. „Plötusala hefur dregist mikið saman síðan Botnleðja var starfandi en á móti kemur að Pollapönkið á stærri markhóp,“ segir Halli. Hann segir vinsældir Pollapönksins ekki hafa komið sér á óvart. „Platan er meiriháttar góð og við erum að spila mikið. Þetta kemur mér ekkert á óvart en við erum gríðarlega þakklátir samt sem áður. Við trúðum alltaf á að þetta væri meiriháttar góð plata og gæti náð til margra, ekki bara barnanna.“ Heldurðu að þín verði frekar minnst sem Pollapönkara í stað Botnleðjurokkara í framtíðinni? „Það er ómögulegt að segja en ég myndi ekki fúlsa við því. Mér finnst bæði jafngott,“ segir Halli og bætir við: „Það er að koma smá Botnleðjufílingur í mig sem hefur ekki verið áður. Það getur vel verið að við gerum eitthvað á nýju ári.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira