Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2020 08:35 Rígvænn urriði af ION svæðinu Mynd: Ion fishing FB Þingvallavatn hefur verið þétt setið af veiðimönnum undanfarna daga enda hefur verið að ganga vel að setja í stóra urriða. Það er nokkurn veginn sama hvar er drepið niður fæti en veiðin virðist þó vera langsamlega mest á ION svæðinu og við Kárastaði. Það eru líka að berast veiðifréttir af Villingavatnsárós, Svörtuklettum og svo við þjóðgarðinn en sem dæmi um veiðina þar voru þrír veiðimenn við Lambhaga sem fengu ellefu fiska þar í gærkvöldi. Lykilatriðið er að standa vaktina í það minnsta til miðnættis. Þeir fengu að sögn alla fiskana milli tíu og tólf um kvöldið og fyrir utan þá sem þeir náðu misstu þeir annað eins. Sá stærsti var 86 sm og allir nema einn yfir 70 sm. Einn var þó greinilega stærstur en hann stökk og sýndi sig nokkrum sinnum á meðan það var verið að þreyta hann. Sú barátta fór þannig að samskeytin við flotlínu og undirlínu slitnuðu í átökunum. Stangveiði Mest lesið Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Veiði Saga stangveiða: "Hertoginn varð fengsæll í Konungsstreng“ Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Þingvallavatn hefur verið þétt setið af veiðimönnum undanfarna daga enda hefur verið að ganga vel að setja í stóra urriða. Það er nokkurn veginn sama hvar er drepið niður fæti en veiðin virðist þó vera langsamlega mest á ION svæðinu og við Kárastaði. Það eru líka að berast veiðifréttir af Villingavatnsárós, Svörtuklettum og svo við þjóðgarðinn en sem dæmi um veiðina þar voru þrír veiðimenn við Lambhaga sem fengu ellefu fiska þar í gærkvöldi. Lykilatriðið er að standa vaktina í það minnsta til miðnættis. Þeir fengu að sögn alla fiskana milli tíu og tólf um kvöldið og fyrir utan þá sem þeir náðu misstu þeir annað eins. Sá stærsti var 86 sm og allir nema einn yfir 70 sm. Einn var þó greinilega stærstur en hann stökk og sýndi sig nokkrum sinnum á meðan það var verið að þreyta hann. Sú barátta fór þannig að samskeytin við flotlínu og undirlínu slitnuðu í átökunum.
Stangveiði Mest lesið Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Veiði Saga stangveiða: "Hertoginn varð fengsæll í Konungsstreng“ Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Ytri Rangá komin yfir 1.000 laxa Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði