Bíó og sjónvarp

Fékk nóg af topp tíu listum

Roger Ebert hinn virti bandaríski gagnrýnandi hefur birt lista yfir tuttugu bestu myndir ársins.
Roger Ebert hinn virti bandaríski gagnrýnandi hefur birt lista yfir tuttugu bestu myndir ársins.

Bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert hefur á heimasíðu sinni birt lista yfir tuttugu bestu myndir ársins. Myndirnar eru hafðar í stafrófsröð enda telur hann ekki lengur við hæfi að númera myndir frá einum upp í tíu. „Ég er að brjóta hina aldargömlu hefð að birta lista yfir tíu bestu myndir ársins. Eftir að hafa gert fjölda slíkra lista í gegnum árin hef ég fengið nóg. Listi yfir bestu myndirnar á að fagna góðum myndum og á ekki að vera afdráttarlaus í afstöðu sinni," sagði hann.

Á meðal mynda á listanum eru The Dark Night, Frost/Nixon, Iron Man, Milk, W. og Wall-E. Ebert telur að hinn látni Heath Ledger eigi sigurinn vísan á næstu Óskarshátíð fyrir hlutverk Jókersins í The Dark Night auk þess sem Sean Penn fái örugga tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Milk. Jafnframt segir hann teiknimyndina Wall-E vera bestu vísindaskáldsögumyndina í mörg ár.

Á meðal fleiri mynda á listanum eru hin 257 mínútna Che í leikstjórn Steven Sodebergh, Slumdog Millionaire frá Bretanum Danny Boyle og Happy-Go-Lucky sem Mike Leigh leikstýrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×