Veisla fyrir augu og eyru í Mengi Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Guðmundur og Atli hafa báðir mikinn áhuga á því að tvinna saman tónlist og myndbandalist. Fréttablaðið/Sigtryggur Þeir Atli Bollason og Guðmundur Ingi Úlfarsson sameina krafta sína í þriggja sjónleika röð í Mengi, næstu þrjá mánuði. Atli átti stutt samtal við Fréttablaðið um hvað sjónleikar séu eiginlega og hvernig þeir heiðra hefðir frumkvöðla í myndbandalist á sinn hátt.Spunnið á staðnum „Nú á föstudaginn er fyrsta kvöldið í röð þriggja. Við köllum þetta tilraunastofu, því við erum að rannsaka hvernig við getum samþætt hljóð og mynd í einhvers konar performans-samhengi. Það er svona örstutta útgáfan, ef ég á að lýsa þessu,“ segir Atli. Hann segir þá báða hafa bakgrunn í tónlistarsköpun og eiga það einnig sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á hvernig tónlist og myndbandalist sé tvinnað saman. „Við náum vel saman með þetta sameiginlega áhugamál. Þannig að við ákváðum að gá hvort við gætum ekki gert eitthvað í sameiningu með báða þessa þætti. Lykilatriðið í þessu er að þetta er ekki myndefni við tónlist eða öfugt heldur verður hvort tveggja til samtímis. Það er ekki hægt að slíta annað frá hinu. Þess vegna köllum við þetta sjónleika, af því að þetta eru ekki beinlínis tónleikar.“ Atli og Guðmundur verða fyrir aftan tjald meðan þeir skapa tón- og myndbandsverkið. „Það glittir í okkur en við erum ekki í forgrunni heldur myndefnið.“ Hann segir þá ekki hafa gert verk sem þetta saman áður, en að þeir hafi komið fram hvor í sínu lagi þar sem efni þeirra var með áþekku sniði. „Þá var tónlistin samin fyrir fram, en í þessu tilfelli verður hún spunnin á staðnum.“ Heiðra eldri hefðir Fyrstu sjónleikarnir verða næsta föstudag í Mengi, þeir næstu 19. desember og þeir síðustu í röðinni verða þann 30. janúar. „Við lítum á þetta sem eitt verkefni sem er í þróun og við bjóðum fólki að kíkja á hvar við erum staddir í ferlinu, þrisvar sinnum,“ segir Atli. Á ensku er þetta kallað audiovisual performance, en þeir hafi sjálfir komið upp með nafnið sjónleikar því þeim þótti vanta gott orð yfir það sem þeir væru að gera. „Það er ekki til neitt almennilegt hugtak yfir þetta á íslensku. Þetta hefur líka ekki verið gert mikið hérlendis, þannig séð. Við lítum svo á að við séum að reyna að gefa þessu listformi aukið rými. En þetta er náttúrulega í samtali við til dæmis Vasulka-hjónin.“ Atli á þá við hjónin Steinu og Woody Vasulka sem voru frumkvöðlar á sviði myndbandalistar. „Allt sem þau voru að gera, það var meiri performans, það gekk ekki allt út á að sýna einhver fullkláruð verk á einhverjum söfnum. Það gekk frekar út á stað og stund og að leyfa áhorfendum að verða vitni að einhverju sem gerist í rauntíma. Þannig að við erum í einhverjum skilningi að heiðra þá hefð, einhverja forna myndbandalistsköpun. En við erum líka að beita nýrri tækni, þannig að þetta er ekki bara retró.“ Geta gert tvennt í einu Hann segir það í raun merkilegt að ekki sé gert meira af list í þessum stíl, þar sem myndmiðlar séu svo stórt tjáningarform í nútíma samfélagi. „Það er stöðugt verið að miðla myndum og myndböndum, nánast allt efni og áreiti sem við verðum fyrir. Samt eru ekki margir sem velta því fyrir sér að myndband getur verið eitthvað sem þú flytur. Það er svo mikið talað um myndlæsi og að kenna krökkum að klippa, en ekki lögð áhersla á að kenna þeim þetta. Þetta verður alveg út undan og fólk gleymir að þetta sé yfirleitt mögulegt, að flytja myndband.“ Báðir flytja þeir tónlistina og myndbandið á sama tíma. En er ekki alltaf sagt að karlmenn geti bara gert einn hlut í einu? „Þess vegna verður svo áhugavert að sjá hvort þetta gengur upp. Annaðhvort náum við tveir að afsanna þetta, eða ef allt fer á versta veg, að sanna þetta. Kannski verður bara tómur skjár og engin tónlist,“ svarar Atli hlæjandi. Sjónleikar Atla og Guðmundar hefjast klukkan 21.00 næsta föstudag í Mengi við Óðinsgötu. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Þeir Atli Bollason og Guðmundur Ingi Úlfarsson sameina krafta sína í þriggja sjónleika röð í Mengi, næstu þrjá mánuði. Atli átti stutt samtal við Fréttablaðið um hvað sjónleikar séu eiginlega og hvernig þeir heiðra hefðir frumkvöðla í myndbandalist á sinn hátt.Spunnið á staðnum „Nú á föstudaginn er fyrsta kvöldið í röð þriggja. Við köllum þetta tilraunastofu, því við erum að rannsaka hvernig við getum samþætt hljóð og mynd í einhvers konar performans-samhengi. Það er svona örstutta útgáfan, ef ég á að lýsa þessu,“ segir Atli. Hann segir þá báða hafa bakgrunn í tónlistarsköpun og eiga það einnig sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á hvernig tónlist og myndbandalist sé tvinnað saman. „Við náum vel saman með þetta sameiginlega áhugamál. Þannig að við ákváðum að gá hvort við gætum ekki gert eitthvað í sameiningu með báða þessa þætti. Lykilatriðið í þessu er að þetta er ekki myndefni við tónlist eða öfugt heldur verður hvort tveggja til samtímis. Það er ekki hægt að slíta annað frá hinu. Þess vegna köllum við þetta sjónleika, af því að þetta eru ekki beinlínis tónleikar.“ Atli og Guðmundur verða fyrir aftan tjald meðan þeir skapa tón- og myndbandsverkið. „Það glittir í okkur en við erum ekki í forgrunni heldur myndefnið.“ Hann segir þá ekki hafa gert verk sem þetta saman áður, en að þeir hafi komið fram hvor í sínu lagi þar sem efni þeirra var með áþekku sniði. „Þá var tónlistin samin fyrir fram, en í þessu tilfelli verður hún spunnin á staðnum.“ Heiðra eldri hefðir Fyrstu sjónleikarnir verða næsta föstudag í Mengi, þeir næstu 19. desember og þeir síðustu í röðinni verða þann 30. janúar. „Við lítum á þetta sem eitt verkefni sem er í þróun og við bjóðum fólki að kíkja á hvar við erum staddir í ferlinu, þrisvar sinnum,“ segir Atli. Á ensku er þetta kallað audiovisual performance, en þeir hafi sjálfir komið upp með nafnið sjónleikar því þeim þótti vanta gott orð yfir það sem þeir væru að gera. „Það er ekki til neitt almennilegt hugtak yfir þetta á íslensku. Þetta hefur líka ekki verið gert mikið hérlendis, þannig séð. Við lítum svo á að við séum að reyna að gefa þessu listformi aukið rými. En þetta er náttúrulega í samtali við til dæmis Vasulka-hjónin.“ Atli á þá við hjónin Steinu og Woody Vasulka sem voru frumkvöðlar á sviði myndbandalistar. „Allt sem þau voru að gera, það var meiri performans, það gekk ekki allt út á að sýna einhver fullkláruð verk á einhverjum söfnum. Það gekk frekar út á stað og stund og að leyfa áhorfendum að verða vitni að einhverju sem gerist í rauntíma. Þannig að við erum í einhverjum skilningi að heiðra þá hefð, einhverja forna myndbandalistsköpun. En við erum líka að beita nýrri tækni, þannig að þetta er ekki bara retró.“ Geta gert tvennt í einu Hann segir það í raun merkilegt að ekki sé gert meira af list í þessum stíl, þar sem myndmiðlar séu svo stórt tjáningarform í nútíma samfélagi. „Það er stöðugt verið að miðla myndum og myndböndum, nánast allt efni og áreiti sem við verðum fyrir. Samt eru ekki margir sem velta því fyrir sér að myndband getur verið eitthvað sem þú flytur. Það er svo mikið talað um myndlæsi og að kenna krökkum að klippa, en ekki lögð áhersla á að kenna þeim þetta. Þetta verður alveg út undan og fólk gleymir að þetta sé yfirleitt mögulegt, að flytja myndband.“ Báðir flytja þeir tónlistina og myndbandið á sama tíma. En er ekki alltaf sagt að karlmenn geti bara gert einn hlut í einu? „Þess vegna verður svo áhugavert að sjá hvort þetta gengur upp. Annaðhvort náum við tveir að afsanna þetta, eða ef allt fer á versta veg, að sanna þetta. Kannski verður bara tómur skjár og engin tónlist,“ svarar Atli hlæjandi. Sjónleikar Atla og Guðmundar hefjast klukkan 21.00 næsta föstudag í Mengi við Óðinsgötu.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira