Hvaða lið er þetta Huddersfield? 14. febrúar 2008 14:43 Merki Huddersfield. Það er um fátt annað rætt en knattspyrnuliðið Huddersfield á Englandi þessa stundina. Ástæðan? Jú, Davíð Oddsson seðlabankastjóri nefndi klúbbinn í svari á blaðamannafundi Seðlabankans í morgun. Höskuldur Kári Schram fréttamaður á Stöð 2 spurði Davíð út í stöðu Vilhjálms í borginni. Davíð svaraði því með spurningu og spurði að bragði hvað honum fyndist um stöðu Huddersfield í ensku knattspyrnunni. Það eru kannski ekki margir sem þekkja þetta fornfræga félag. Huddersfield er enskt félagslið, stofnað árið 1908 og kemur frá Huddersfield í vestur Jórvíkurskíri. Liðið spilar nú í fyrstu deildinni og er í fimmtánda sæti. Stjóri þeirra er Andy Ritchie sem lék á árum áður með Manchester United. Árið 1926 tókst liðinu að vinna þrjá meistaratitla í röð sem er árangur sem aðeins þrjú önnur lið geta státað sig af. Liðið er oftast kallað, The Terriers, og heitir lukkudýr félagsins Terry the Terrier. Liðið spilar í hvítum og bláum búningum og helstu andstæðingar þeirra eru Leeds United og Bradford City. Liðið er þekkt fyrir að ala af sér efnilega unga leikmenn. Margir velta fyrir sér þessari líkingu Davíðs og má lesa margt út úr orðum seðlabankastjórans. Huddersfield leikur í hvítum og bláum búningum sem er einmitt litur Sjálfstæðisflokksins. Í merki félagsins er hundur en Sjálfstæðisflokkurinn sækir að sjálfsögðu innblástur í dýraríkið í sínu merki, með fálkanum. Ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins hefur einnig þótt öflugt í gegnum tíðina og hefur flokkurinn alið af sér marga unga efnilega liðsmenn líkt og Huddersfield. Eins og fyrr segir er Huddersfield í fimmtánda sæti ensku fyrstu deildarinnar en borgarfulltrúarnir eru einmitt fimmtán. Liðið er með ömurlega markatölu eða 13 mörk í mínus. Þó er ekki vitað hve mörg sjálfsmörk liðið hefur skorað á leiktíðinni. Huddersfield hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur og var búið að vinna fjóra leiki í röð en liðið tapaði um helgina. Síðan getur líka vel verið að Davíð hafi bara nefnt eitthvað lið. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
Það er um fátt annað rætt en knattspyrnuliðið Huddersfield á Englandi þessa stundina. Ástæðan? Jú, Davíð Oddsson seðlabankastjóri nefndi klúbbinn í svari á blaðamannafundi Seðlabankans í morgun. Höskuldur Kári Schram fréttamaður á Stöð 2 spurði Davíð út í stöðu Vilhjálms í borginni. Davíð svaraði því með spurningu og spurði að bragði hvað honum fyndist um stöðu Huddersfield í ensku knattspyrnunni. Það eru kannski ekki margir sem þekkja þetta fornfræga félag. Huddersfield er enskt félagslið, stofnað árið 1908 og kemur frá Huddersfield í vestur Jórvíkurskíri. Liðið spilar nú í fyrstu deildinni og er í fimmtánda sæti. Stjóri þeirra er Andy Ritchie sem lék á árum áður með Manchester United. Árið 1926 tókst liðinu að vinna þrjá meistaratitla í röð sem er árangur sem aðeins þrjú önnur lið geta státað sig af. Liðið er oftast kallað, The Terriers, og heitir lukkudýr félagsins Terry the Terrier. Liðið spilar í hvítum og bláum búningum og helstu andstæðingar þeirra eru Leeds United og Bradford City. Liðið er þekkt fyrir að ala af sér efnilega unga leikmenn. Margir velta fyrir sér þessari líkingu Davíðs og má lesa margt út úr orðum seðlabankastjórans. Huddersfield leikur í hvítum og bláum búningum sem er einmitt litur Sjálfstæðisflokksins. Í merki félagsins er hundur en Sjálfstæðisflokkurinn sækir að sjálfsögðu innblástur í dýraríkið í sínu merki, með fálkanum. Ungliðastarf Sjálfstæðisflokksins hefur einnig þótt öflugt í gegnum tíðina og hefur flokkurinn alið af sér marga unga efnilega liðsmenn líkt og Huddersfield. Eins og fyrr segir er Huddersfield í fimmtánda sæti ensku fyrstu deildarinnar en borgarfulltrúarnir eru einmitt fimmtán. Liðið er með ömurlega markatölu eða 13 mörk í mínus. Þó er ekki vitað hve mörg sjálfsmörk liðið hefur skorað á leiktíðinni. Huddersfield hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur og var búið að vinna fjóra leiki í röð en liðið tapaði um helgina. Síðan getur líka vel verið að Davíð hafi bara nefnt eitthvað lið.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira