Norræna kvennadeildin Pawel Bartoszek skrifar 26. júlí 2013 08:51 Í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu voru þrjú lið frá Norðurlöndunum. Í átta liða úrslitum voru þau fjögur. Norrænu ríkin fimm komust öll í úrslitakeppnina. Knattspyrna kvenna á Norðurlöndum er sem sagt á háu plani. Kvennalandslið þessara landa standa sig betur en karlalandsliðin. En jafnvel á Norðurlöndum er enn mikill munur á vinsældum fótbolta eftir því hvort kynið sparkar í hann. Það er sóun ef aðeins helmingur fólks getur vænst þess að öðlast frama fyrir ákveðna færni. En það þarf ekki að vera þannig. Í mörgum íþróttum, til dæmis tennis eða frjálsum íþróttum, standa karlar og konur svipað að vígi þegar kemur að möguleikum á tekjum og frægð. Í fótbolta er það ekki svo. Fljótt á litið virðist sem kynjajöfnuður ríki þar sem mótin eru þau sömu fyrir karla og konur. Það er ekkert Wimbledon kvenna. Ekkert HM kvenna í frjálsum íþróttum. Engir Ólympíuleikar kvenna. En við erum með sérstök HM kvenna í fótbolta og handbolta, sem ég held að séu mistök. Reyndar er öll umgjörð Evrópumótsins í Svíþjóð með miklum ágætum. En áhuginn annars staðar í Evrópu er samt brot af því sem hann er þegar karlar spila. Ég hef ekki orðið var við neinar herferðir á borð við „kíktu í tappann og þú gætir unnið miða til Svíþjóðar“. Aðsóknin á leikina, aðra en þá sem gestgjafarnir spila, er ekkert sérstök. Leikirnir eru ekki sýndir í löndum sem ekki taka þátt. Vel á minnst, færri lönd taka þátt en á EM karla, sem er slæmt. Það þyrfti að fjölga þeim ríkjum sem hefðu ástæðu til að sýna frá keppninni. Ríkisútvarpið gerir sæmilega með því að sýna frá EM á sérstakri íþróttarás. Menn passa sig auðvitað á því að hafa hnífjafnt kynjahlutfall meðal „viðmælenda“ í settinu fyrir leiki, enda fylgist fólk með slíku. En jafnvel RÚV þjónar keppninni ekki með sama hætti og karlamótinu. Á EM karla var sýnt frá öllum leikjum en það var ekki tilfellið nú. Þegar Svíar tóku á móti Finnum, laugardaginn 13. júlí, var íþróttarás RÚV notuð til að sýna teiknimyndina Shrek með ensku tali. Ef ske kynni að íslenska talið á aðalrásinni færi í taugarnar á einhverjum.Átakanlegt virðingarleysi Ég las viðtal við Eddu Garðarsdóttur, íslenska knattspyrnukonu sem spilað hafði með Chelsea. Miðað við hennar frásögn voru konurnar hjá liðinu fyrir neðan 11 ára drengi í virðingarstiganum. Leikmenn kvennaliðs Chelsea máttu til dæmis ekki ræða við leikmenn karlaliðsins að fyrra bragði. Ef karlkyns leikmaður kom í líkamsræktaraðstöðuna þurftu konurnar að yfirgefa hana. Það er bara svoleiðis. Konurnar settar fram á gang því karlinn þarf að pumpa. Eflaust er þetta eins hjá öðrum liðum á Englandi. Og fólk hér á landi sem annars staðar klæðist treyjum þessara félaga eins og ekkert sé. Geymum launamuninn í bili. Sumir eru stundum með hærri laun en aðrir. Það er til dæmis meira en tífaldur launamunur á hæst- og lægstlaunaða leikmanni karlaliðs Chelsea. En ég veit ekki hvort „láglaunavaramennirnir“ hjá Chelsea þurfi að standa upp frá fótapressunni og fara þegar John Terry mætir á svæðið. Ég efast um það. En það virðist sem enn sé víða komið fram við konur í íþróttum eins og fjórða flokks borgara.Markaðslausnir Meirihluti hinna íslensku landsliðskvenna spilar með sænskum eða norskum liðum. Keppni í íslensku kvennadeildinni markast stundum af því að tvö til þrjú lið hafa stungið önnur af. Kannski væri ráð að láta íslensk lið frekar taka þátt í stærri deild með harðari samkeppni. Hvernig væri að búa til eina öfluga norræna kvennadeild í knattspyrnu? Íslendingar gætu þá átt eitt lið í slíkri deild og leikir þess liðs yrðu án efa umtalaðir og vel sóttir. Væri það ekki stuð? Eflaust eru einhver vandkvæði á þessari hugmynd. Ferðakostnaður gæti orðið hár og hugsanlegt er að svissneska fyrirtækið UEFA, sem ræður miklu um evrópsk knattspyrnumál, myndi setja sig upp á móti henni. En knattspyrna kvenna verður ekki vinsæl nema það takist að skapa henni markað. Og þeir sem fótboltanum stjórna virðast hafa á því takmarkaðan áhuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í undanúrslitum Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu voru þrjú lið frá Norðurlöndunum. Í átta liða úrslitum voru þau fjögur. Norrænu ríkin fimm komust öll í úrslitakeppnina. Knattspyrna kvenna á Norðurlöndum er sem sagt á háu plani. Kvennalandslið þessara landa standa sig betur en karlalandsliðin. En jafnvel á Norðurlöndum er enn mikill munur á vinsældum fótbolta eftir því hvort kynið sparkar í hann. Það er sóun ef aðeins helmingur fólks getur vænst þess að öðlast frama fyrir ákveðna færni. En það þarf ekki að vera þannig. Í mörgum íþróttum, til dæmis tennis eða frjálsum íþróttum, standa karlar og konur svipað að vígi þegar kemur að möguleikum á tekjum og frægð. Í fótbolta er það ekki svo. Fljótt á litið virðist sem kynjajöfnuður ríki þar sem mótin eru þau sömu fyrir karla og konur. Það er ekkert Wimbledon kvenna. Ekkert HM kvenna í frjálsum íþróttum. Engir Ólympíuleikar kvenna. En við erum með sérstök HM kvenna í fótbolta og handbolta, sem ég held að séu mistök. Reyndar er öll umgjörð Evrópumótsins í Svíþjóð með miklum ágætum. En áhuginn annars staðar í Evrópu er samt brot af því sem hann er þegar karlar spila. Ég hef ekki orðið var við neinar herferðir á borð við „kíktu í tappann og þú gætir unnið miða til Svíþjóðar“. Aðsóknin á leikina, aðra en þá sem gestgjafarnir spila, er ekkert sérstök. Leikirnir eru ekki sýndir í löndum sem ekki taka þátt. Vel á minnst, færri lönd taka þátt en á EM karla, sem er slæmt. Það þyrfti að fjölga þeim ríkjum sem hefðu ástæðu til að sýna frá keppninni. Ríkisútvarpið gerir sæmilega með því að sýna frá EM á sérstakri íþróttarás. Menn passa sig auðvitað á því að hafa hnífjafnt kynjahlutfall meðal „viðmælenda“ í settinu fyrir leiki, enda fylgist fólk með slíku. En jafnvel RÚV þjónar keppninni ekki með sama hætti og karlamótinu. Á EM karla var sýnt frá öllum leikjum en það var ekki tilfellið nú. Þegar Svíar tóku á móti Finnum, laugardaginn 13. júlí, var íþróttarás RÚV notuð til að sýna teiknimyndina Shrek með ensku tali. Ef ske kynni að íslenska talið á aðalrásinni færi í taugarnar á einhverjum.Átakanlegt virðingarleysi Ég las viðtal við Eddu Garðarsdóttur, íslenska knattspyrnukonu sem spilað hafði með Chelsea. Miðað við hennar frásögn voru konurnar hjá liðinu fyrir neðan 11 ára drengi í virðingarstiganum. Leikmenn kvennaliðs Chelsea máttu til dæmis ekki ræða við leikmenn karlaliðsins að fyrra bragði. Ef karlkyns leikmaður kom í líkamsræktaraðstöðuna þurftu konurnar að yfirgefa hana. Það er bara svoleiðis. Konurnar settar fram á gang því karlinn þarf að pumpa. Eflaust er þetta eins hjá öðrum liðum á Englandi. Og fólk hér á landi sem annars staðar klæðist treyjum þessara félaga eins og ekkert sé. Geymum launamuninn í bili. Sumir eru stundum með hærri laun en aðrir. Það er til dæmis meira en tífaldur launamunur á hæst- og lægstlaunaða leikmanni karlaliðs Chelsea. En ég veit ekki hvort „láglaunavaramennirnir“ hjá Chelsea þurfi að standa upp frá fótapressunni og fara þegar John Terry mætir á svæðið. Ég efast um það. En það virðist sem enn sé víða komið fram við konur í íþróttum eins og fjórða flokks borgara.Markaðslausnir Meirihluti hinna íslensku landsliðskvenna spilar með sænskum eða norskum liðum. Keppni í íslensku kvennadeildinni markast stundum af því að tvö til þrjú lið hafa stungið önnur af. Kannski væri ráð að láta íslensk lið frekar taka þátt í stærri deild með harðari samkeppni. Hvernig væri að búa til eina öfluga norræna kvennadeild í knattspyrnu? Íslendingar gætu þá átt eitt lið í slíkri deild og leikir þess liðs yrðu án efa umtalaðir og vel sóttir. Væri það ekki stuð? Eflaust eru einhver vandkvæði á þessari hugmynd. Ferðakostnaður gæti orðið hár og hugsanlegt er að svissneska fyrirtækið UEFA, sem ræður miklu um evrópsk knattspyrnumál, myndi setja sig upp á móti henni. En knattspyrna kvenna verður ekki vinsæl nema það takist að skapa henni markað. Og þeir sem fótboltanum stjórna virðast hafa á því takmarkaðan áhuga.