Lífið

Sólveig Anna: Ætlum að mála bæinn rauðan

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Sólveig Anna Aradóttir ætlar að skella sér á tónleika hljómsveitarinnar Grísalappalísu í kvöld.
Sólveig Anna Aradóttir ætlar að skella sér á tónleika hljómsveitarinnar Grísalappalísu í kvöld. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson
„Ég byrja föstudaginn minn í vinnunni en eftir vinnu ætla ég að skella mér á tónleika með Grísalappalísu. Tónleikarnir eru í 12 tónum á Skólavörðustígnum,“ segir Sólveig Anna Aradóttir, organisti og söngkona hljómsveitarinnar Útidúrs.

Grísalappalísa spilar í 12 tónum í kvöld kl. 18 en hljómsveitin gaf nýverið út plötuna Ali og hefur platan hlotið mikið lof. „Þetta er klárlega besta íslenska hljómsveitin í dag. Hópur hæfileikaríkra stráka sem eru alveg frábærir „live“,“ segir Sólveig sem kveðst hlakka mikið til. „Við vinkonurnar eigum eflaust eftir að dansa alveg helling. Við ætlum að mála bæinn rauðan og það er vonandi að við dettum á séns,“ segir Sólveig Anna eldhress, en hún starfar einnig sem þjónn á 10 dropum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.