Framtíðar strik Þorsteinn Pálsson skrifar 25. nóvember 2007 22:09 Þjóðarbúskapurinn hefur verið býsna háspenntur um nokkurt skeið. Verðfall á hlutabréfum og þar af leiðandi lækkun á gengi krónunnar hefur snögglega breytt aðstæðum. Ýmislegt bendir til að fram undan séu lágspenntari tímar. Þau umskipti sem orðið hafa að þessu leyti má fyrst og fremst rekja til ytri aðstæðna. Með öðrum orðum er það þróun á erlendum mörkuðum sem hefur svo bein og afgerandi áhrif á þjóðarbúskapinn. Áður fyrr voru það sveiflur á hráefnismörkuðum með fisk sem virkuðu með þessum hætti. Nú eru það alþjóðlegir fjármálamarkaðir. Athyglisvert er að innlendi markaðurinn virðist ekki að marki hafa látið undan ströngum aðhaldsaðgerðum Seðlabankans. Áhrifin koma fyrst og fremst utan að. Þau ætla hins vegar um margt að verða krappari hér en víða annars staðar. Sveifluhálsar helstu samkeppnislandanna eru einfaldlega ekki eins háir og brattir og hér. Engan veginn verður sagt að þessi breyting sé öll af hinu vonda. Að einhverju leyti er hún leiðrétting á of háu verði hlutabréfa. Verði breytingarnar ekki of krappar geta þær á endanum leitt til betra jafnvægis. Gengi krónunnar hefur verið óraunhæft og veikt hefðbundnar samkeppnisgreinar. Þegar fjármálafyrirtækin hætta að sópa til sín öllu hæfileikafólki sem þau festa augu á finna vonandi fleiri kröftum sínum viðnám annars staðar. Það er þörf fyrir fólk með þekkingu og frumkvæði víðar. Þó að ekki sé tilefni til alvarlegrar svartsýni má þó ljóst vera að flest bendir til að þessar hræringar muni hafa áhrif á allt hagkerfið. Þrengri staða fjármálafyrirtækja þýðir minni umsvif. Af sjálfu leiðir að hagvöxtur minnkar. Það þrengir aftur svigrúm þeirra sem semja um launabreytingar og eins hinna sem nú eru að taka ákvarðanir um útgjöld ríkisins á næsta ári. Ríkissjóður stendur að vísu betur en nokkru sinni fyrr. Hann er því í sterkri stöðu til þess að mæta lægra spennustigi í þjóðarbúskapnum. Hætt er hins vegar við að tekjur ríkissjóðs af fjármagnsskatti og virðisauka verði minni en áður. Ekki er á vísan að róa með umframtekjur þessa árs. Seðlabankinn stendur frammi fyrir vandasömu mati. Hækkandi skammtíma kostnaðarverðbólga vegna lækkunar á gengi krónunnar blasir við. Á hinn bóginn er augljóst að breytingar á fjármálamörkuðum eru síður en svo ávísun á eftirspurnarverðbólgu á næstu mánuðum. Hvernig bregst bankinn við? Mjúk lending eða hörð eru tískuhugtök í efnahagsumræðu síðustu ára. Það er vissulega mikilvægt að haga hagstjórninni á þann veg að leiðin niður hagsveifluhálsana sé aflíðandi. Hitt skiptir þó mestu máli að ferðum hagkerfisins upp á þessa hálsa fækki. Á einföldu máli heitir þetta stöðugleikapólitík. Hana þarf að hugsa til lengri tíma. Þá vaknar spurningin: Má bæta eitthvað í skipulagi þjóðarbúskaparins í þeim tilgangi að fækka ferðunum upp og niður sveifluhálsana? Margt hefur gerst í þeim efnum á liðnum árum. Sá vandi sem helst er óleystur lýtur að íslensku krónunni. Við sleppum aldrei með öllu við áhrif af alþjóðlegum sveiflum. Okkar hagsveifluhálsar mega hins vegar ekki vera bæði fleiri og hærri en samkeppnislandanna. Fyrir þá sök þarf nú að setja strikið fyrir trúverðuga framtíðarstefnu í peningamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Þjóðarbúskapurinn hefur verið býsna háspenntur um nokkurt skeið. Verðfall á hlutabréfum og þar af leiðandi lækkun á gengi krónunnar hefur snögglega breytt aðstæðum. Ýmislegt bendir til að fram undan séu lágspenntari tímar. Þau umskipti sem orðið hafa að þessu leyti má fyrst og fremst rekja til ytri aðstæðna. Með öðrum orðum er það þróun á erlendum mörkuðum sem hefur svo bein og afgerandi áhrif á þjóðarbúskapinn. Áður fyrr voru það sveiflur á hráefnismörkuðum með fisk sem virkuðu með þessum hætti. Nú eru það alþjóðlegir fjármálamarkaðir. Athyglisvert er að innlendi markaðurinn virðist ekki að marki hafa látið undan ströngum aðhaldsaðgerðum Seðlabankans. Áhrifin koma fyrst og fremst utan að. Þau ætla hins vegar um margt að verða krappari hér en víða annars staðar. Sveifluhálsar helstu samkeppnislandanna eru einfaldlega ekki eins háir og brattir og hér. Engan veginn verður sagt að þessi breyting sé öll af hinu vonda. Að einhverju leyti er hún leiðrétting á of háu verði hlutabréfa. Verði breytingarnar ekki of krappar geta þær á endanum leitt til betra jafnvægis. Gengi krónunnar hefur verið óraunhæft og veikt hefðbundnar samkeppnisgreinar. Þegar fjármálafyrirtækin hætta að sópa til sín öllu hæfileikafólki sem þau festa augu á finna vonandi fleiri kröftum sínum viðnám annars staðar. Það er þörf fyrir fólk með þekkingu og frumkvæði víðar. Þó að ekki sé tilefni til alvarlegrar svartsýni má þó ljóst vera að flest bendir til að þessar hræringar muni hafa áhrif á allt hagkerfið. Þrengri staða fjármálafyrirtækja þýðir minni umsvif. Af sjálfu leiðir að hagvöxtur minnkar. Það þrengir aftur svigrúm þeirra sem semja um launabreytingar og eins hinna sem nú eru að taka ákvarðanir um útgjöld ríkisins á næsta ári. Ríkissjóður stendur að vísu betur en nokkru sinni fyrr. Hann er því í sterkri stöðu til þess að mæta lægra spennustigi í þjóðarbúskapnum. Hætt er hins vegar við að tekjur ríkissjóðs af fjármagnsskatti og virðisauka verði minni en áður. Ekki er á vísan að róa með umframtekjur þessa árs. Seðlabankinn stendur frammi fyrir vandasömu mati. Hækkandi skammtíma kostnaðarverðbólga vegna lækkunar á gengi krónunnar blasir við. Á hinn bóginn er augljóst að breytingar á fjármálamörkuðum eru síður en svo ávísun á eftirspurnarverðbólgu á næstu mánuðum. Hvernig bregst bankinn við? Mjúk lending eða hörð eru tískuhugtök í efnahagsumræðu síðustu ára. Það er vissulega mikilvægt að haga hagstjórninni á þann veg að leiðin niður hagsveifluhálsana sé aflíðandi. Hitt skiptir þó mestu máli að ferðum hagkerfisins upp á þessa hálsa fækki. Á einföldu máli heitir þetta stöðugleikapólitík. Hana þarf að hugsa til lengri tíma. Þá vaknar spurningin: Má bæta eitthvað í skipulagi þjóðarbúskaparins í þeim tilgangi að fækka ferðunum upp og niður sveifluhálsana? Margt hefur gerst í þeim efnum á liðnum árum. Sá vandi sem helst er óleystur lýtur að íslensku krónunni. Við sleppum aldrei með öllu við áhrif af alþjóðlegum sveiflum. Okkar hagsveifluhálsar mega hins vegar ekki vera bæði fleiri og hærri en samkeppnislandanna. Fyrir þá sök þarf nú að setja strikið fyrir trúverðuga framtíðarstefnu í peningamálum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun