Lífið

Sterkar konur með sköpunarkraft í nýjum auglýsingum Blue Lagoon

Ellý Ármanns skrifar
Harpa Einarsdóttir aðalhönnuður og stofnandi Ziska og Hulda Halldóra Tryggvadóttir, stílisti, eru fyrstu andlitin sem birtast undir Fegurðin kemur að innan herferð Blue Lagoon húðvara.

Þær Harpa og Hulda Halldóra taka sig vel út fyrir framan myndavélina og óhætt er að segja að þær búi yfir miklum sköpunarkrafti. Bláa Lónið fór af stað í dag með markaðs- og kynningarherferð á innanlandsmarkaði fyrir Blue Lagoon húðvörur.   

Ber herferðin yfirskriftina Fegurðin kemur að innan. Upphaf herferðarinnar er í samvinnu við Reykjavik Fashion Festival (RFF) sem haldið er í Hörpu dagana 27.- 30. mars.

Heiti herferðarinnar, endurspeglar uppruna Bláa Lóns jarðsjávarins og virkra efna hans sem eiga uppruna sinn djúpt í iðrum jarðar og Blue Lagoon vörurnar byggja á.

Sjá meira á vefsvæðinu innrifegurd.is.

Harpa Einarsdóttir hefur vakið athygli fyrir frumlega og skemmtilega hönnun og er hún með sýningu á Reykjavik Fashion Festival nú um helgina. Hulda Halldóra er vinæll stílisti og hefur m.a. unnið fyrir Kenzo, París. 

Hulda Halldóra Tryggvadóttir, stílisti.

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×