Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - ÍBV 26-29 | Vandræði ÍR halda áfram Elvar Geir Magnússon í Austurbergi skrifar 27. mars 2014 21:30 Róbert Aron Hostert sækir að marki ÍR í kvöld. Vísir/Valli Eyjamenn sóttu bæði stigin í Breiðholtið í kvöld. ÍBV festi sig í sessi í öðri sæti Olís-deildarinnar með sigrinum og ÍR á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Reyndar eiga ÍR-ingar á hættu að enda í sjöunda sæti og fara þar með í umspil fyrir lífi sínu í efstu deild en 26-29 urðu lokatölurnar eftir að ÍBV hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. ÍR hefur heldur betur gefið eftir síðustu vikur og ráðið illa við að missa sterka menn í meiðsli. Liðið átti þó mjög flottan kafla í seinni hálfleiknum og náði að komast yfir en þá virtust menn ætla að fara að skora tvö mörk í hverri sókn, voru of ákafir og gestirnir refsuðu. Eyjamenn voru mun öflugri á lokasprettinum meðan heimamenn gerðu kjánaleg mistök og sanngjarn útisigur staðreynd.Róbert Aron Hostert: Heyrðist mest í okkar fólki„Þetta var ekkert stórkostlegur handbolti. Varnarleikurinn var ekki nægilega öflugur," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV. „Það var meðbyr með ÍR þarna í seinni hálfleik og þeir sýndu seiglu enda að berjast fyrir lífi sínu en svo gáfum við aftur í. Við vorum ákveðnir í að tryggja okkur þetta annað sætið. Við förum í alla leiki til að vinna og það gekk eftir í dag." „Það var vont að missa Magga (Magnús Stefánsson) í meiðsli. Hann er algjört akkeri. Það var erfitt að missa fyrirliðann en þá komu aðrir og stigu upp." Róbert var afskaplega ánægður með stuðningsmenn ÍBV í stúkunni. „Klassa stemning. Það heyrðist mest í okkar áhorfendum. Það er góður mórall í liðinu og það er gaman þegar vel gengur," sagði Róbert.Bjarki: Sýndum ekki skynsemi„Við fórum að flýta okkur of mikið. Það fór náttúrulega mikil orka í að vinna þetta forskot ÍBV upp," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað maður á að segja þegar staðan er orðin þessi... þegar við náðum að komast yfir með einu marki þá fórum við að flýta okkur of mikið í stað þess að róa tempóið og vera skynsamir." „Ég er með verulega laskað lið. Hver á fætur öðrum er að detta út úr þessu. Við börðumst en uppskárum ekki eins og við ætluðum okkur. Við verðum að halda áfram." Það stefnir í þriggja liða baráttu milli ÍR, FH og Akureyrar að forðast sjöunda sætið. „Nákvæmlega, það gerir það. Við ætlum okkur að forðast það sætið. Það kemur núna kærkomin pása og vonandi náum við að safna kröftum fyrir síðustu leikina." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins og tölfræði. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Eyjamenn sóttu bæði stigin í Breiðholtið í kvöld. ÍBV festi sig í sessi í öðri sæti Olís-deildarinnar með sigrinum og ÍR á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Reyndar eiga ÍR-ingar á hættu að enda í sjöunda sæti og fara þar með í umspil fyrir lífi sínu í efstu deild en 26-29 urðu lokatölurnar eftir að ÍBV hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. ÍR hefur heldur betur gefið eftir síðustu vikur og ráðið illa við að missa sterka menn í meiðsli. Liðið átti þó mjög flottan kafla í seinni hálfleiknum og náði að komast yfir en þá virtust menn ætla að fara að skora tvö mörk í hverri sókn, voru of ákafir og gestirnir refsuðu. Eyjamenn voru mun öflugri á lokasprettinum meðan heimamenn gerðu kjánaleg mistök og sanngjarn útisigur staðreynd.Róbert Aron Hostert: Heyrðist mest í okkar fólki„Þetta var ekkert stórkostlegur handbolti. Varnarleikurinn var ekki nægilega öflugur," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV. „Það var meðbyr með ÍR þarna í seinni hálfleik og þeir sýndu seiglu enda að berjast fyrir lífi sínu en svo gáfum við aftur í. Við vorum ákveðnir í að tryggja okkur þetta annað sætið. Við förum í alla leiki til að vinna og það gekk eftir í dag." „Það var vont að missa Magga (Magnús Stefánsson) í meiðsli. Hann er algjört akkeri. Það var erfitt að missa fyrirliðann en þá komu aðrir og stigu upp." Róbert var afskaplega ánægður með stuðningsmenn ÍBV í stúkunni. „Klassa stemning. Það heyrðist mest í okkar áhorfendum. Það er góður mórall í liðinu og það er gaman þegar vel gengur," sagði Róbert.Bjarki: Sýndum ekki skynsemi„Við fórum að flýta okkur of mikið. Það fór náttúrulega mikil orka í að vinna þetta forskot ÍBV upp," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað maður á að segja þegar staðan er orðin þessi... þegar við náðum að komast yfir með einu marki þá fórum við að flýta okkur of mikið í stað þess að róa tempóið og vera skynsamir." „Ég er með verulega laskað lið. Hver á fætur öðrum er að detta út úr þessu. Við börðumst en uppskárum ekki eins og við ætluðum okkur. Við verðum að halda áfram." Það stefnir í þriggja liða baráttu milli ÍR, FH og Akureyrar að forðast sjöunda sætið. „Nákvæmlega, það gerir það. Við ætlum okkur að forðast það sætið. Það kemur núna kærkomin pása og vonandi náum við að safna kröftum fyrir síðustu leikina." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins og tölfræði.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira