13.000 pantanir í Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 10:15 Þó svo að rafmagnsjepplingurinn Tesla Model X komi ekki á markað fyrr en í enda þessa árs hafa borist í hann 13.000 fyrirfram pantanir. Í Bandaríkjunum eru þær orðnar 9.900, í Evrópu 1.900, Kanada 400 og 800 í Kína. Tesla Model X er fyrsti rafmagnsjepplingurinn, fyrir utan Toyota RAV EV sem fæst aðeins í takmörkuðu magni. Tesla seldi 20.000 Model S bíla bara í Bandaríkjunum á síðasta ári, svo þessar magntölur eru ekki nýjar fyrir þennan nýja rafmagnsbílaframleiðanda frá Kaliforníu. Þegar opnað var fyrir pantanir á Tesla Model X árið 2012 bárust 500 pantanir einungis á fyrstu fjórum dögunum, að andvirði 40 milljón dollara. Það þýðir kaupverð uppá 80.000 dollara á hvern bíl, eða um 9 milljónir króna. Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent
Þó svo að rafmagnsjepplingurinn Tesla Model X komi ekki á markað fyrr en í enda þessa árs hafa borist í hann 13.000 fyrirfram pantanir. Í Bandaríkjunum eru þær orðnar 9.900, í Evrópu 1.900, Kanada 400 og 800 í Kína. Tesla Model X er fyrsti rafmagnsjepplingurinn, fyrir utan Toyota RAV EV sem fæst aðeins í takmörkuðu magni. Tesla seldi 20.000 Model S bíla bara í Bandaríkjunum á síðasta ári, svo þessar magntölur eru ekki nýjar fyrir þennan nýja rafmagnsbílaframleiðanda frá Kaliforníu. Þegar opnað var fyrir pantanir á Tesla Model X árið 2012 bárust 500 pantanir einungis á fyrstu fjórum dögunum, að andvirði 40 milljón dollara. Það þýðir kaupverð uppá 80.000 dollara á hvern bíl, eða um 9 milljónir króna.
Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent