„Það er gríðarlega mikilvægt að byrja einvígið vel," sagði Stefán Arnarson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld.
„Fyrsti leikurinn í alltaf mjög erfiður og mikil barátta einkennir liðin. Mistökin voru mörg í kvöld og ég bjóst svosem alveg við því. Við klárum leikinn í kvöld á frábærari vörn og stórkostlegri markvörslu. Ég reikna með háu spennustigi allt einvígið og við verðum bara að læra að notafæra okkur það," sagði Stefán.

