Innlent

Fáir taka afstöðu til flokkanna

Myhd/Stefán
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn bæta við sig fylgi en stuðningur við Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn dalar samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins.

 

Um 55 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar, en þriðjungur þeirra sem hringt var í sögðust óákveðin, eða sögðust myndu skila auðu eða sitja heima í kosningum.

 

Alls sögðust 15 prósent þeirra sem hringt var í óviss hvað þau myndu kjósa yrði boðað til kosninga. Tæplega 18 prósent sögðust myndu sitja heima eða skila auðu. Um 11 prósent gáfu ekki upp afstöðu sína. Þetta bendir til þess að enn sé mikil óánægja með stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn meðal almennings.

 

Sjálfstæðisflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 44 prósent atkvæða, en Samfylkingin 24,8 prósent.

 

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar njóta Vinstri græn stuðnings 17,7 prósenta landsmanna. Framsóknarflokkurinn mælist nú með stuðning 9,4 prósenta landsmanna og Hreyfingin fengi 4,1 prósent atkvæða yrði kosið nú. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×