Íslenski boltinn

Gummi Ben með flestar stoðsendingar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Víðir Sigurðsson, Tryggvi Guðmundsson, Katrín Jónsdóttir, Sigurður R. Eyjólfsson og Guðmundur Benediktsson. Mynd/Stefán
Víðir Sigurðsson, Tryggvi Guðmundsson, Katrín Jónsdóttir, Sigurður R. Eyjólfsson og Guðmundur Benediktsson. Mynd/Stefán

Guðmundur Benediktsson, núverandi leikmaður KR, hefur átt flestar stoðsendingar í efstu deild karla síðan byrjað var að taka þá tölfræði árið 1992. Hann fékk sérstaka viðurkenningu fyrir það í dag.

Guðmundur hefur átt 77 stoðsendingar í 217 leikjum í efstu deild. Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, fékk einnig verðlaun í dag en hann átti flestar stoðsendingar á síðasta tímabili í Landsbankadeildinni. Hann lagði upp þrettán mörk sem er met á einu tímabili.

Verðlaunin voru veitt á sérstöku útgáfuhófi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en þar var verið að fagna útkomu bókarinnar Íslensk knattspyrna 2008 sem Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar.

Einnig voru veitt sérstök heiðursverðlaun bókaútgáfunnar Tinds sem gefur bókina út. Það var íslenska kvennalandsliðið sem hlaut heiðursverðlaunin þetta árið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði og þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson veittu verðlaununum viðtöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×