Sigraðist á átröskun til að þurfa ekki að leggja skóna á hilluna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. mars 2020 07:00 Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir greindist 15 ára með átröskun. Hún ætlar að reyna að fræða ungt íþróttafólk um óheilbrigt samband við mat og æfingar. Vísir/Vilhelm Sandra Erlingsdóttir varð þrefaldur meistari með Valsliðinu í handboltanum á síðasta ári, var fyrirliði landsliðsins í handbolta upp alla yngri flokkana og spilaði tímabil í þýsku Bundesligunni. Um tíma var hún samt nánast of veikburða til að spila handbolta vegna átröskunar. Sandra hefur náð góðum bata í dag en segist fegin að hafa ekki búið á Íslandi þegar hún var veikust. „Þegar íþróttafólk og þá sérstaklega stelpur, lenda í því að fá átröskun, þá er það oft tengt því að þær eru með metnað í að vera hollar og gera allt sem þær geta til að vera góðar í íþróttum. Þetta getur svo orðið til þess að þær fara út í einhverjar svona öfgar,“ segir Sandra. Þannig byrjaði þetta hjá henni. Hún notaði Instagram sem innblástur og hvatningu í þyngdartapinu og segir samfélagsmiðla geta gefið ungum krökkum mjög brenglaða mynd af raunveruleikanum. „Ég er 21 árs núna og það eru komin sex ár síðan ég greindist með átröskun, sem sýnir líka hvað þetta getur gerst snemma. Þetta er ekki bara þegar maður er 18 ára og vill verða grannur, heldur líka þegar maður er á kynþroskaskeiðinu.“ Íþróttir hafa spilað lykilhlutverk í lífi Söndru frá því að hún fæddist en hún var nálægt því að rústa ferlinum vegna átröskunarinnar. „Ég fæddist liggur við í íþróttahúsi því foreldrar mínir voru bæði í handbolta. Þannig að ég er bara alin upp á handboltagólfinu og var fimm ára þegar ég fór á fyrstu handboltaæfinguna mína. „Vá hvað þetta er auðvelt“ Faðir Söndru er Erlingur Richardsson handboltaþjálfari og íþróttastjóri hjá karlaliði ÍBV og landsliðsþjálfari Hollands. Móðir hennar er Vigdís Sigurðardóttir, fyrrum markmaður ÍBV, sem varð Íslandsmeistari alls fjórum sinnum og bikarmeistari þrisvar á ferlinum. Íþróttirnar eru því svo sannarlega í blóði Söndru. „Ég var í handbolta, fótbolta og fimleikum þangað til ég var svona 15 ára og þá fór ég til Austurríkis. Eftir það var ég bara í handbolta.“ Sandra segir að það hafi ekki verið neitt vandamál að blanda þessum íþróttum saman þegar hún var yngri, álagið í fótboltanum var mest á sumrin og fékk hún þá leyfi til að mæta á færri æfingar yfir vetrartímann. Fjölskyldan flutti til Austurríkis þar sem faðir Söndru var að fara að þjálfa þar. Á sama tíma var Sandra byrjuð að sýna fyrstu einkenni átröskunar, aðeins 14 ára gömul. „Sumarið áður en ég flutti út spilaði ég minn fyrsta fótboltaleik í meistaraflokki og fékk þar smjörþefinn af því. Það sumar ætlaði ég að verða hollari og pæla aðeins meira í mataræðinu.“ Sandra breytti ekki æfingunum til að byrja með heldur eingöngu mataræðinu. Hún fann samt strax fyrir breytingu. „Mánuði seinna stíg ég á vigtina og þá var ég búin að léttast um svona fimm kíló. Þá hugsaði ég með mér, vá hvað þetta er auðvelt!“ Sandra er á góðum stað í dag en segir að meltingarvandamálin eftir átröskunina muni hugsanlega aldrei lagast. Vísir/Vilhelm Varð léttust 45 kíló Hún hélt því áfram á sömu braut. Hugsanlega höfðu flutningarnir og breytt umhverfi líka áhrif, en Sandra hélt áfram að léttast. „Þá byrjaði þetta að verða meiri öfgar og ég fór að léttast enn meira. Ég fór neðst niður í 45 kíló og var 59 kíló fyrir. Þannig að þetta voru í kringum 15 kíló og ég var ekki feit fyrir. Það spilaði alveg inn í þetta að ég var bara flott íþróttastelpa, sem léttist svo um 15 kíló. Í dag er ég í sömu þyngd og ég var áður en ég léttist sem er þá eiginlega „mín þyngd“ bara. Í dag er ég 60 til 62 kíló.“ „Ég tók alveg eftir því að ég væri að grennast en ég tók ekkert eftir því að það væri að bitna á mér. Foreldrar mínir fengu svo vægt sjokk þegar ég var einhvern tímann inni á baði og vigtaði mig fyrir framan mömmu.“ Sandra segir að hún hafi alveg vitað að hún væri að glíma við eitthvað, en það var ekki fyrr en foreldrar hennar brugðust við sem hún áttaði sig á því hversu veik hún raunverulega var orðin. „Við erum íþróttafjölskylda og pabbi var styrktarþjálfarinn minn á þessum tíma. Eitt skipti vorum við að lyfta og hann segir að hann nenni þessu ekki. „Sandra við getum bara gleymt þessu ef þú ætlar ekki að borða.“ Hann labbar út af lyftingaræfingunni því þá var ég ekki búin að borða nánast allan daginn og ekki með neinn kraft í æfinguna. Ég var mikið úti að hlaupa með mömmu og hún var byrjuð að banna mér að fara með sér því hún vildi halda í allan kaloríufjölda sem hún gat hjá mér.“ Vildi innst ekki þyngjast Foreldrar Söndru gripu inn í nógu snemma til að hægt væri að koma henni af stað í bata. Söndru voru sett ákveðin skilyrði, svo hún þurfti að þyngjast um ákveðið mörg grömm á fyrir fram afmörkuðu tímabili til þess að fá að mæta á handboltaæfingar. Þetta ákváðu foreldrar hennar í samráði við þjálfara liðsins. „Ég er svo heppin að foreldrar mínir hafi gripið svona fljótt inn í og verið svona ákveðin að koma mér út úr þessu.“ Þrátt fyrir að Sandra væri sett í straff ef hún færi ekki eftir samkomulaginu, voru veikindin á tímabili sterkari en löngun hennar til að spila handbolta. Átröskunin hélt því áfram að stjórna um tíma. „Þetta gekk ekki vel í byrjun. Ég þyngdist kannski um tvö kíló sem var jákvætt en í næstu viku fannst mér ég svo þurfa að missa þessi tvö kíló aftur. Þegar ég var búin að þyngjast kom tími þar sem ég létti mig aftur um þessi kíló því innst inni vildi ég ekki þyngjast.“ Í landsliðsferð með U16 ára handboltalandsliðinu fór Sandra á fund með þjálfurum liðsins. Þá var hún fyrirliði liðsins, en hún hafði verið það upp alla yngri flokkana í handboltanum. „Þeir segja við mig að ég myndi ekki rífa mig í gang núna þá yrði ég ekki valin í næsta landsliðshóp. Ég hef verið í landsliðinu síðan landsliðið byrjaði og fékk smá „reality-check“ þarna. Ég fékk alveg mikið pepp frá liðsstjórunum þarna að ég væri mjög góð í handbolta en ef ég myndi vilja ná langt þá þyrfti ég að gera eitthvað í mínum málum.“ Sandra telur að það hafi verið jákvætt fyrir hana að halda sínum stað í landsliðinu á þessum tíma og að hafa áfram sama hlutverk í liðinu. „Það hjálpaði að finna þetta traust.“ Þegar Sandra var orðin 45 kíló, hrósaði fólk henni fyrir útlitið. Þetta hvatti hana áfram í þyngdartapinu.Myndir úr einkasafni Val á milli þyngdartaps og handboltans Móðir Söndru setti sig í samband við meðferðaraðila á Íslandi sem aðstoðuðu þau með þetta erfiða verkefni, þar sem Sandra vildi ekki hitta sálfræðing úti og tala um þetta á öðru tungumáli en íslensku. Þrátt fyrir að Sandra hefði verið meðvituð um að þyngdartapið væri ekki eðlilegt, var það ekki fyrr en hún átti á hættu að missa stað sinn í landsliðinu sem hún fór að taka bataferlið föstum tökum. „Þegar ég áttaði mig á því að ég væri í rauninni bara að velja á milli að vera 45 kíló eða að vera í handbolta og vera íþróttastelpa eins og ég hef alltaf verið, að velja á milli útlits eða handboltans.“ Sandra segir að það hafi tekið tvo mánuði fyrir hana að byrja að þyngjast eftir að hún tók ákvörðunina en hugarfarið breyttist samstundis, þó að sumar vikur hafi auðvitað verið henni erfiðari en aðrar. Hún segir að átröskunin hafi ekki horfið á einni nóttu og í mörg ár glímdi hún inni á milli við erfiðar hugsanir. „Ég tók símtal við mömmu þegar ég var orðin 18 ára, fjórum árum seinna, og ég sagði henni að ég hefði fengið mér köku og ekki fengið samviskubit. Ég var samt alveg orðin 58 kíló þarna. Þetta er bara svo sterkt andlega þó að þetta sjáist ekki á manni.“ Meðferð við átröskun er ákvörðuð eftir alvarleika einkenna og aldri barns. Helstu meðferðarform eru fjölskyldumeðferð, viðtalsmeðferð og fræðsla fyrir foreldra ásamt því að fylgst er með líkamlegum einkennum barna. Stundum getur verið þörf á innlögn en það þurfti ekki í tilfelli Söndru. „Útlitslega var ég kannski ekki með átröskun eftir eitt ár, en þetta fylgdi mér alveg í þrjú ár og mun örugglega fylgja mér alla ævi að einhverju leyti. Þetta er í rauninni þannig sjúkdómur að þú lærir bara að lifa með honum. Þú þarft að læra að elska sjálfa þig eins og þú ert.“ Sandra segir að hún hefði aldrei náð bata án stuðnings fjölskyldunnar. Vigdís Sigurðardóttir móðir Söndru var klettur í bataferlinu.Myndir úr einkasafni Hrósað fyrir flottan líkama Þegar Sandra var hvað veikust fékk hún mikið af hrósum fyrir útlit sitt, enda vissu fáir hvað hún var að ganga í gegnum. Hún viðurkennir að það hafi verið hvatning við þyngdartapið að lesa athugasemdir við myndir sem birtust af henni á samfélagsmiðlum. „Ég var kannski 46 kíló á myndinni, byrjuð að missa hárið og komin með auka hár á líkamann til að halda á mér hita. En þetta var eitthvað sem fólk sá ekki, það sá mig bara brosandi í kjól, voða grönn og fín. Ég held að ég hafi líka svolítið nærst af þessum athugasemdum frá fólkinu á Íslandi, allir að segja hvað ég væri flott. Þá hugsaði ég, af hverju á ég að reyna að þyngja mig ef allir eru að segja mér hvað ég er flott og hvað líkaminn minn er geggjaður og svona.“ Á meðan fólk hrósaði útliti Söndru þá voru líkamleg einkenni sjúkdómsins hrjá hana án þess að aðrir en hennar nánustu yrðu varir við það. „Fyrstu líkamlegu afleiðingarnar voru þær að ég hætti á blæðingum. Við hugsuðum fyrst að ég væri að æfa svo mikið að það væri kannski alveg eðlilegt. Við pældum ekkert mikið meira í því strax því við héldum að það væri ástæðan. Svo var ég einu sinni á æfingu og horfi á líkamann minn og sé að ég er öll orðin fjólublá.“ Söndru brá mikið og ákvað að taka sér pásu á æfingunni og sjá hvort að hún myndi jafna sig. „Ég var smá smeyk en þá var þetta bara af því að það var kalt í rýminu og líkaminn minn náði ekki að „höndla“ það. Svo varð ég líka ótrúlega loðin á höndunum og fótunum og það var bara af því að líkaminn minn var að reyna að halda á sér hita. Svo endaði ég á að missa mikið af hári og var með marga litla skallabletti.“ Enn að glíma við afleiðingar Líkamleg einkenni átröskunar geta til dæmis verið þyngdaraukning eða þyngdartap, blæðingatruflanir, vökvaskortur, kaldir útlimir, svimi, svefntruflanir og sár í munni og/eða á hnúum samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Flest líkamleg einkenni Söndru hurfu með tímanum en meltingin er þó enn ekki komin aftur í samt horf. „Ég stíflaðist ótrúlega oft. Ristillinn var ekki á góðum stað þarna og þetta er eitthvað sem ég mun þurfa að díla við alla ævi, að vera með vandamál í ristlinum. Ég hugsa núna, er ég í alvörunni búin að skemma eitthvað í líkamanum mínum út af einhverju svona rugli.“ Sandra nefnir að átraskanir geti haft áhrif á frjósemi kvenna og barneignir. „Ég pæli alveg í því núna þó að ég hafi ekki gert það þá.“ Sandra segir að það að vera nánast einangruð erlendis með foreldrum sínum hafi gert bataferlið auðveldara, þegar hún þurfti að hætta að hlusta á hrósin frá öðrum og einbeita sér að því að verða heilbrigð aftur. Sandra segir að hún sé mjög heppin með fólkið í kringum sig. „Ég held að þetta hafi í alvöru tekið meira á foreldra mína en sjálfa mig. Ég er svo óendanlega þakklát foreldrum mínum fyrir það hvernig þau tóku á þessu. Mamma hefði svo ótrúlega oft getað gengið út frá mér þegar ég tók öskurköstin á hana þegar ég var búin að borða eitthvað óhollt, sem ég hafði verið látin borða.“ Sandra er þakklát fyrir að enginn gafst upp á henni þegar hún var veik. Vísir/Vilhelm Tiplað á tánum Það er henni sérstaklega minnisstætt þegar móðir hennar keypti handa henni súkkulaði, á laugardegi sem hún ætlaði ekki að leyfa sér að borða neitt óhollt á. „Þá tök ég öskurkast og kom ekki út úr herberginu mínu allt kvöldið. Ég held að af því að við vorum bara ein þarna úti hafi ég tekið allan minn pirring út á mömmu. En hún gafst aldrei upp á mér.“ Yngri bræður Söndru voru fimm og átta ára þegar hún veikist, en samt voru þeir mjög meðvitaðir um að hún var ólík sjálfri sér. „Þeir fundu ótrúlega mikið fyrir þessu og voru alltaf að tipla á tánum í kringum mig. Þeir höfðu svo oft séð mig í einhverju pirringskasti tengdu mat og vissu eiginlega ekkert hvernig þeir áttu að haga sér í kringum mig.“ Sandra segist ekki muna eftir mörgum samverustundum með þeim á þessum tíma, hún hafi verið inni í sinni „búbblu.“ Samband þeirra er þó mjög náið í dag. Sandra tekur upp dagbók sem hún skrifaði í þegar hún var að berjast við átröskunina. Hún les svo upp eina setningu, sem lýsir vel hugarástandi hennar á þessum tíma. „Þetta byrjaði seinasta sumar og mér líður eins og ég sé í holu sem ég kemst ekki upp úr og sama hvað ég reyni þá er eins og hausinn sé týndur og ég finn hann ekki.“ Kjúklingurinn í liðinu Sandra er á öðru ári í íþróttafræði núna og vonar að hún geti nýtt eigin reynslu af átröskun til að fræða ungt fólk, til dæmis í formi fyrirlestra. „Eins og staðan er núna hef ég ekki fengið neitt bakslag í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Helstu bakslögin sem ég fékk voru svona einu ári á eftir og tveimur árum á eftir. Ég er ekki að fá nein stór bakslög núna.“ Þessi bakslög tengdust meðal annars erfiðleikum í kringum það að fara upp fyrir einhverja ákveðna tölu á vigtinni. Kílóatölu sem Söndru fannst hún ekki getað verið í. „Í Þýskalandi spilaði ég í efstudeildarliði í Bundesligunni og var yngsti leikmaðurinn þar. Ég var í atvinnumannaliði sem æfði tvisvar á dag og við vorum að lyfta mikið. Það hefði verið eðlilegt að þyngjast en ef ég þyngdist þá minnkaði ég matinn. Þetta var fyrir þremur eða fjórum árum.“ Þetta hugarfar breyttist þó með tímanum og er hún í dag komin í sömu þyngd og fyrir veikindin. Hún segist vera reynslunni ríkari eftir þennan tíma í hjá Füchse Berlín. „Það var geðveikt að fá að upplifa þetta. Ég var algjör kjúklingur í liðinu og fékk kannski ekkert rosalega mikið af mínútum en endaði á að skora átta mörk yfir tímabilið. Að vera í þessu umhverfi var ótrúlega gaman, sérstaklega svona ung. Ég held að þetta hafi líka hjálpað mér, að sjá að ef ég ætlaði að vera á þessum stað einhvern tímann í framtíðinni gæti ég ekki verið þessi litla stelpa endalaust.“ Eftir þetta spilaði hún með ÍBV og færði sig svo yfir í Val þar sem hún spilar núna. „Ég ákvað að flytja heim og klára menntaskólann heima. Ég var þá í fjarnámi í Versló og allar stelpurnar í liðinu eldri en 25 ára. Við töldum það best að ég myndi flytja heim og upplifa unglingsárin á Íslandi og klára skólann með vinum mínum.“ Erlingur Richardsson, faðir Söndru, neitaði að þjálfa hana ef hún borðaði ekki.Mynd úr einkasafni Varð léleg í handbolta Sandra flutti til ömmu og afa í Vestmannaeyjum og útskrifaðist sem stúdent frá framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Spilaði hún samhliða því handbolta með ÍBV. „Mamma og pabbi voru smá stressuð fyrir því en það gekk alveg fínt. Þau voru áfram úti í eitt ár. Það gekk vel, ég er mjög náin ömmu og afa og þetta er ár sem ég hefði ekki viljað sleppa. Að búa með þeim og vera svona mikið í kringum þig.“ Þó að Sandra sé ánægð með ákvörðun sína að flytja aftur heim til Íslands er hún fegin að hafa ekki gert það fyrr. „Það var fínt að koma heim en ég var samt mjög glöð að þetta skuli ekki hafa gerst á Íslandi. Ég held að ég hefði verið svo miklu meira dæmd af fólki, eins og stelpunum í öðrum liðum. Ég hefði verið dæmd fyrir að vera orðin svona grönn og smá útskúfuð úr handboltanum einhvern veginn því að ég varð mjög léleg á tímabili í handboltanum út af þessu. Það var fínt að ég gat bara falið mig einhvers staðar annars staðar í heiminum“ Viðbrögð vina og ættingja þegar Sandra kom heim, komu henni smá í opna skjöldu. „Fólk sagði ekki æ hvað það er gaman að sjá þig, heldur hvað er að sjá þig. Ég tók svo sérstaklega vel eftir því þegar ég hitti vini mína. Einn sagði að þegar ég hafi komið heim hafi ég fallið inn í hann þegar hann tók utan um mig. Hann sagði „ég hélt utan um þig en samt hélt ég ekki utan um neitt.“ Vinkonur mínar djóka líka með það í dag hvað ég var ógeðslega leiðinleg, allt snerist um þetta.“ Kláraði aldrei af disknum Áður en Sandra flutti heim til Íslands var hún búin að draga úr því að hitta vinkonur sínar, þar sem hún vildi forðast aðstæður þar sem aðrir voru að borða. Hún þurfti að hafa algjöra stjórn á því hvað hún borðaði og á hvaða tímum dags. Það eina sem komst að var að skipuleggja máltíðir og æfingar. „Við æfðum tvisvar á dag fjóra daga vikunnar, svo voru oftast tveir leikir í vikunni og svo stalst ég á allavega tvær aukaæfingar. Ég var að æfa fáránlega mikið miðað við það að ég var ekki að innbyrða neitt.“ Eitt af því sem einkenndi óheilbrigt samband Söndru við mat, var að hún gat aldrei klárað það sem var á disknum sínum, en þetta tengdist sennilega þörf hennar til að hafa stjórn á aðstæðunum. „Ég skildi alltaf eitthvað aðeins eftir.“ Í Eyjum æfði Sandra undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur, sem passaði vel upp á hana. Eftir eitt ár komu foreldrar Söndru heim og svo útskrifaðist Sandra úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum vorið 2018. Í kjölfarið kvaddi hún ÍBV og skrifaði undir samning hjá Val, þar sem hún var á leið í háskólanám í Reykjavík. 2. maí 2018 skrifaði hún undir og hefur náð góðum árangri með liðinu síðan. „Eins og staðan er núna borða ég til þess að geta hreyft mig. Ég verð að borða hreyft mig og staðið mig vel á æfingum.“ Handboltinn var ástæða þess að Sandra byrjaði að reyna að þyngja sig aftur.Vísir/Vilhelm Brengluð ímynd á samfélagsmiðlum Sandra hvetur foreldra til að vera vel vakandi fyrir hættumerkjum hjá börnunum sínum eins og minnkandi matarskömmtum og skapofsaköstum í tengslum við kaloríur og máltíðir. Á vef Landspítalans má finna upplýsingar um átraskanir og einkenni. Sjálf notaði Sandra aðallega Instagram sem innblástur í veikindunum, þar fann hún meðal annars margar síður sem sýndu kaloríufjölda í ákveðnum fæðutegundum og gáfu hugmyndir af hitaeiningasnauðum máltíðum. Einnig voru þar stelpur sem hún hafði sem sýnar fyrirmyndir í þyngdartapinu, áhrifavaldar sem deildu myndum og myndböndum af máltíðum sem höfðu alls ekki nóg næringargildi fyrir virka íþróttastelpu. „Normið verður svo brenglað inni á þessum samfélagsmiðlum. Það fyrsta sem ég þurfti að gera var að „unfollowa“ þessar síður. Það er erfitt að segja þetta því ég vil ekki tala neikvætt um þessar stelpur, en það er samt svo brengluð ímynd sem við erum að sjá á Instagram. Þetta er eiginlega stórhættulegur miðill fyrir ungar stelpur sem að eru að horfa á eldri stelpur sem þær kannski líta upp til, setja lífið sitt á Instagram.“ Fyrirmyndin framan á símanum Í dag á Sandra tvær stórar fyrirmyndir, þær Söru Sigmarsdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur, sem báðar sýna reglulega á samfélagsmiðlum æfingar og matarskammta sem henta íþróttafólki vel. „Ég horfði á Instagram-story þeirra þar sem þær voru með kúffulla matarskál beint eftir æfingu. Ég sá að ef ég vildi verða svona hraust og flott þá þyrfti ég að borða. Það gerist ekkert nema maður borði í rauninni.“ Sandra segir að það hafi hjálpað sér mjög mikið í bataferlinu að fylgjast með því sem cross fit dæturnar Sara og Katrín Tanja voru að gera í sinni íþrótt og því sem þær birtu á samfélagsmiðlum. „Ég held að ég hafi verið með Katrínu Tönju framan á símanum mínum í svona fjóra mánuði þegar ég var að ganga í gegnum þetta,“ segir Sandra og hlær. Í Val spilar Sandra handbolta með sínum bestu vinkonum. Hennar markmið í dag er að festa sér sæti í landsliðshópnum.Úr einkasafni Draumatímabil og þrír titlar Hún er á góðum stað núna, bæði andlega og líkamlega. Starfar sem styrktarþjálfari í Spörtu samhliða íþróttafræðináminu og handboltanum og segir að það sé ótrúlega gaman að æfa með Valsliðinu, enda eru margar af hennar bestu vinkonum að spila með henni þar. „Það er ótrúlega mikill metnaður og maður verður að vera góður til að halda sætinu sínu í liðinu þar sem það eru svo margar góðar í liðinu.“ Hún segir að tímabilið í fyrra hafi verið „draumatímabil“ þar sem Valur náði að vinna alla þrjá titlana. „Maður vissi ekkert við hverju maður átti að búast. Það voru margar ungar mjög góðar og efnilegar en maður vissi ekki hvernig við myndum ná saman sem lið,“ segir hún um hópinn. Sandra hefur keppt með nokkrum þeirra í öllum yngri landsliðunum og fannst henni frábært að fá að spila með þeim í félagsliði líka. Daníel Þór Ingason kærasti Söndru er líka í handboltanum, hann spilar með Ribe-Esbjerg í Danmörku og er í karlalandsliði Íslands. Sandra hefur fengið tækifæri með kvennalandsliðinu og er með markmið um að ná að spila enn meira með landsliðinu á næstu árum. „Ég hef verið inn og út núna upp á síðkastið og vonandi að maður fari að ná öruggu sæti þar einn daginn.“ Sandra hefur glímt við meiðsli síðustu sex vikur og núna er hennar aðaláhersla á að halda sér heilli fyrir leikina fram undan. „Ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég er á og ætla að sjá hvert það leiðir mig.“ Sandra hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir hættumerkjum átröskunar hjá börnunum sínum. Vísir/Vilhelm Átröskun er geðröskun sem stafar af flóknu samspili erfðaþátta og umhverfisþátta. Einkenni geta til dæmis verið þyngdartap, röng líkamsímynd, vanlíðan, ýkt líkamshreyfing, forðunarhegðun tengd máltíðum og uppköst. Þegar einkenni eru væg og skerðing í lágmarki er margt hægt að gera til þess að bæta ástandið en þegar þau aukast og skerðing hefur meiri áhrif á daglegt líf, er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Þegar um er að ræða alvarleg einkenni, eins og töluvert þyngdartap, miklir erfiðleikar við að nærast, mikil líkamleg einkenni og félagsleg einangrun er nauðsynlegt að hafa samband við fagaðila sem fyrst. Hagnýtar upplýsingar um einkenni, greiningu og meðferðir má finna á vef Landspítalans. Handbolti Heilbrigðismál Helgarviðtal Tengdar fréttir „Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00 Óttuðust að ófætt barn sitt fengi sama sjúkdóm Guðrún Ósk Maríasdóttir og Árni Björn Kristjánsson berjast fyrir Halldóru dóttur sína. 1. mars 2020 07:00 Mun aldrei aftur nota tímaleysi sem afsökun Vala Eiríks barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í Allir geta dansað myndi hafa. 16. febrúar 2020 07:00 „Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ Skin, söngkona Skunk Anansie, rifjar upp síðustu Íslandsheimsókn og segist spennt fyrir því að spila aftur í Laugardalshöll á þessu ári. 23. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sandra Erlingsdóttir varð þrefaldur meistari með Valsliðinu í handboltanum á síðasta ári, var fyrirliði landsliðsins í handbolta upp alla yngri flokkana og spilaði tímabil í þýsku Bundesligunni. Um tíma var hún samt nánast of veikburða til að spila handbolta vegna átröskunar. Sandra hefur náð góðum bata í dag en segist fegin að hafa ekki búið á Íslandi þegar hún var veikust. „Þegar íþróttafólk og þá sérstaklega stelpur, lenda í því að fá átröskun, þá er það oft tengt því að þær eru með metnað í að vera hollar og gera allt sem þær geta til að vera góðar í íþróttum. Þetta getur svo orðið til þess að þær fara út í einhverjar svona öfgar,“ segir Sandra. Þannig byrjaði þetta hjá henni. Hún notaði Instagram sem innblástur og hvatningu í þyngdartapinu og segir samfélagsmiðla geta gefið ungum krökkum mjög brenglaða mynd af raunveruleikanum. „Ég er 21 árs núna og það eru komin sex ár síðan ég greindist með átröskun, sem sýnir líka hvað þetta getur gerst snemma. Þetta er ekki bara þegar maður er 18 ára og vill verða grannur, heldur líka þegar maður er á kynþroskaskeiðinu.“ Íþróttir hafa spilað lykilhlutverk í lífi Söndru frá því að hún fæddist en hún var nálægt því að rústa ferlinum vegna átröskunarinnar. „Ég fæddist liggur við í íþróttahúsi því foreldrar mínir voru bæði í handbolta. Þannig að ég er bara alin upp á handboltagólfinu og var fimm ára þegar ég fór á fyrstu handboltaæfinguna mína. „Vá hvað þetta er auðvelt“ Faðir Söndru er Erlingur Richardsson handboltaþjálfari og íþróttastjóri hjá karlaliði ÍBV og landsliðsþjálfari Hollands. Móðir hennar er Vigdís Sigurðardóttir, fyrrum markmaður ÍBV, sem varð Íslandsmeistari alls fjórum sinnum og bikarmeistari þrisvar á ferlinum. Íþróttirnar eru því svo sannarlega í blóði Söndru. „Ég var í handbolta, fótbolta og fimleikum þangað til ég var svona 15 ára og þá fór ég til Austurríkis. Eftir það var ég bara í handbolta.“ Sandra segir að það hafi ekki verið neitt vandamál að blanda þessum íþróttum saman þegar hún var yngri, álagið í fótboltanum var mest á sumrin og fékk hún þá leyfi til að mæta á færri æfingar yfir vetrartímann. Fjölskyldan flutti til Austurríkis þar sem faðir Söndru var að fara að þjálfa þar. Á sama tíma var Sandra byrjuð að sýna fyrstu einkenni átröskunar, aðeins 14 ára gömul. „Sumarið áður en ég flutti út spilaði ég minn fyrsta fótboltaleik í meistaraflokki og fékk þar smjörþefinn af því. Það sumar ætlaði ég að verða hollari og pæla aðeins meira í mataræðinu.“ Sandra breytti ekki æfingunum til að byrja með heldur eingöngu mataræðinu. Hún fann samt strax fyrir breytingu. „Mánuði seinna stíg ég á vigtina og þá var ég búin að léttast um svona fimm kíló. Þá hugsaði ég með mér, vá hvað þetta er auðvelt!“ Sandra er á góðum stað í dag en segir að meltingarvandamálin eftir átröskunina muni hugsanlega aldrei lagast. Vísir/Vilhelm Varð léttust 45 kíló Hún hélt því áfram á sömu braut. Hugsanlega höfðu flutningarnir og breytt umhverfi líka áhrif, en Sandra hélt áfram að léttast. „Þá byrjaði þetta að verða meiri öfgar og ég fór að léttast enn meira. Ég fór neðst niður í 45 kíló og var 59 kíló fyrir. Þannig að þetta voru í kringum 15 kíló og ég var ekki feit fyrir. Það spilaði alveg inn í þetta að ég var bara flott íþróttastelpa, sem léttist svo um 15 kíló. Í dag er ég í sömu þyngd og ég var áður en ég léttist sem er þá eiginlega „mín þyngd“ bara. Í dag er ég 60 til 62 kíló.“ „Ég tók alveg eftir því að ég væri að grennast en ég tók ekkert eftir því að það væri að bitna á mér. Foreldrar mínir fengu svo vægt sjokk þegar ég var einhvern tímann inni á baði og vigtaði mig fyrir framan mömmu.“ Sandra segir að hún hafi alveg vitað að hún væri að glíma við eitthvað, en það var ekki fyrr en foreldrar hennar brugðust við sem hún áttaði sig á því hversu veik hún raunverulega var orðin. „Við erum íþróttafjölskylda og pabbi var styrktarþjálfarinn minn á þessum tíma. Eitt skipti vorum við að lyfta og hann segir að hann nenni þessu ekki. „Sandra við getum bara gleymt þessu ef þú ætlar ekki að borða.“ Hann labbar út af lyftingaræfingunni því þá var ég ekki búin að borða nánast allan daginn og ekki með neinn kraft í æfinguna. Ég var mikið úti að hlaupa með mömmu og hún var byrjuð að banna mér að fara með sér því hún vildi halda í allan kaloríufjölda sem hún gat hjá mér.“ Vildi innst ekki þyngjast Foreldrar Söndru gripu inn í nógu snemma til að hægt væri að koma henni af stað í bata. Söndru voru sett ákveðin skilyrði, svo hún þurfti að þyngjast um ákveðið mörg grömm á fyrir fram afmörkuðu tímabili til þess að fá að mæta á handboltaæfingar. Þetta ákváðu foreldrar hennar í samráði við þjálfara liðsins. „Ég er svo heppin að foreldrar mínir hafi gripið svona fljótt inn í og verið svona ákveðin að koma mér út úr þessu.“ Þrátt fyrir að Sandra væri sett í straff ef hún færi ekki eftir samkomulaginu, voru veikindin á tímabili sterkari en löngun hennar til að spila handbolta. Átröskunin hélt því áfram að stjórna um tíma. „Þetta gekk ekki vel í byrjun. Ég þyngdist kannski um tvö kíló sem var jákvætt en í næstu viku fannst mér ég svo þurfa að missa þessi tvö kíló aftur. Þegar ég var búin að þyngjast kom tími þar sem ég létti mig aftur um þessi kíló því innst inni vildi ég ekki þyngjast.“ Í landsliðsferð með U16 ára handboltalandsliðinu fór Sandra á fund með þjálfurum liðsins. Þá var hún fyrirliði liðsins, en hún hafði verið það upp alla yngri flokkana í handboltanum. „Þeir segja við mig að ég myndi ekki rífa mig í gang núna þá yrði ég ekki valin í næsta landsliðshóp. Ég hef verið í landsliðinu síðan landsliðið byrjaði og fékk smá „reality-check“ þarna. Ég fékk alveg mikið pepp frá liðsstjórunum þarna að ég væri mjög góð í handbolta en ef ég myndi vilja ná langt þá þyrfti ég að gera eitthvað í mínum málum.“ Sandra telur að það hafi verið jákvætt fyrir hana að halda sínum stað í landsliðinu á þessum tíma og að hafa áfram sama hlutverk í liðinu. „Það hjálpaði að finna þetta traust.“ Þegar Sandra var orðin 45 kíló, hrósaði fólk henni fyrir útlitið. Þetta hvatti hana áfram í þyngdartapinu.Myndir úr einkasafni Val á milli þyngdartaps og handboltans Móðir Söndru setti sig í samband við meðferðaraðila á Íslandi sem aðstoðuðu þau með þetta erfiða verkefni, þar sem Sandra vildi ekki hitta sálfræðing úti og tala um þetta á öðru tungumáli en íslensku. Þrátt fyrir að Sandra hefði verið meðvituð um að þyngdartapið væri ekki eðlilegt, var það ekki fyrr en hún átti á hættu að missa stað sinn í landsliðinu sem hún fór að taka bataferlið föstum tökum. „Þegar ég áttaði mig á því að ég væri í rauninni bara að velja á milli að vera 45 kíló eða að vera í handbolta og vera íþróttastelpa eins og ég hef alltaf verið, að velja á milli útlits eða handboltans.“ Sandra segir að það hafi tekið tvo mánuði fyrir hana að byrja að þyngjast eftir að hún tók ákvörðunina en hugarfarið breyttist samstundis, þó að sumar vikur hafi auðvitað verið henni erfiðari en aðrar. Hún segir að átröskunin hafi ekki horfið á einni nóttu og í mörg ár glímdi hún inni á milli við erfiðar hugsanir. „Ég tók símtal við mömmu þegar ég var orðin 18 ára, fjórum árum seinna, og ég sagði henni að ég hefði fengið mér köku og ekki fengið samviskubit. Ég var samt alveg orðin 58 kíló þarna. Þetta er bara svo sterkt andlega þó að þetta sjáist ekki á manni.“ Meðferð við átröskun er ákvörðuð eftir alvarleika einkenna og aldri barns. Helstu meðferðarform eru fjölskyldumeðferð, viðtalsmeðferð og fræðsla fyrir foreldra ásamt því að fylgst er með líkamlegum einkennum barna. Stundum getur verið þörf á innlögn en það þurfti ekki í tilfelli Söndru. „Útlitslega var ég kannski ekki með átröskun eftir eitt ár, en þetta fylgdi mér alveg í þrjú ár og mun örugglega fylgja mér alla ævi að einhverju leyti. Þetta er í rauninni þannig sjúkdómur að þú lærir bara að lifa með honum. Þú þarft að læra að elska sjálfa þig eins og þú ert.“ Sandra segir að hún hefði aldrei náð bata án stuðnings fjölskyldunnar. Vigdís Sigurðardóttir móðir Söndru var klettur í bataferlinu.Myndir úr einkasafni Hrósað fyrir flottan líkama Þegar Sandra var hvað veikust fékk hún mikið af hrósum fyrir útlit sitt, enda vissu fáir hvað hún var að ganga í gegnum. Hún viðurkennir að það hafi verið hvatning við þyngdartapið að lesa athugasemdir við myndir sem birtust af henni á samfélagsmiðlum. „Ég var kannski 46 kíló á myndinni, byrjuð að missa hárið og komin með auka hár á líkamann til að halda á mér hita. En þetta var eitthvað sem fólk sá ekki, það sá mig bara brosandi í kjól, voða grönn og fín. Ég held að ég hafi líka svolítið nærst af þessum athugasemdum frá fólkinu á Íslandi, allir að segja hvað ég væri flott. Þá hugsaði ég, af hverju á ég að reyna að þyngja mig ef allir eru að segja mér hvað ég er flott og hvað líkaminn minn er geggjaður og svona.“ Á meðan fólk hrósaði útliti Söndru þá voru líkamleg einkenni sjúkdómsins hrjá hana án þess að aðrir en hennar nánustu yrðu varir við það. „Fyrstu líkamlegu afleiðingarnar voru þær að ég hætti á blæðingum. Við hugsuðum fyrst að ég væri að æfa svo mikið að það væri kannski alveg eðlilegt. Við pældum ekkert mikið meira í því strax því við héldum að það væri ástæðan. Svo var ég einu sinni á æfingu og horfi á líkamann minn og sé að ég er öll orðin fjólublá.“ Söndru brá mikið og ákvað að taka sér pásu á æfingunni og sjá hvort að hún myndi jafna sig. „Ég var smá smeyk en þá var þetta bara af því að það var kalt í rýminu og líkaminn minn náði ekki að „höndla“ það. Svo varð ég líka ótrúlega loðin á höndunum og fótunum og það var bara af því að líkaminn minn var að reyna að halda á sér hita. Svo endaði ég á að missa mikið af hári og var með marga litla skallabletti.“ Enn að glíma við afleiðingar Líkamleg einkenni átröskunar geta til dæmis verið þyngdaraukning eða þyngdartap, blæðingatruflanir, vökvaskortur, kaldir útlimir, svimi, svefntruflanir og sár í munni og/eða á hnúum samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Flest líkamleg einkenni Söndru hurfu með tímanum en meltingin er þó enn ekki komin aftur í samt horf. „Ég stíflaðist ótrúlega oft. Ristillinn var ekki á góðum stað þarna og þetta er eitthvað sem ég mun þurfa að díla við alla ævi, að vera með vandamál í ristlinum. Ég hugsa núna, er ég í alvörunni búin að skemma eitthvað í líkamanum mínum út af einhverju svona rugli.“ Sandra nefnir að átraskanir geti haft áhrif á frjósemi kvenna og barneignir. „Ég pæli alveg í því núna þó að ég hafi ekki gert það þá.“ Sandra segir að það að vera nánast einangruð erlendis með foreldrum sínum hafi gert bataferlið auðveldara, þegar hún þurfti að hætta að hlusta á hrósin frá öðrum og einbeita sér að því að verða heilbrigð aftur. Sandra segir að hún sé mjög heppin með fólkið í kringum sig. „Ég held að þetta hafi í alvöru tekið meira á foreldra mína en sjálfa mig. Ég er svo óendanlega þakklát foreldrum mínum fyrir það hvernig þau tóku á þessu. Mamma hefði svo ótrúlega oft getað gengið út frá mér þegar ég tók öskurköstin á hana þegar ég var búin að borða eitthvað óhollt, sem ég hafði verið látin borða.“ Sandra er þakklát fyrir að enginn gafst upp á henni þegar hún var veik. Vísir/Vilhelm Tiplað á tánum Það er henni sérstaklega minnisstætt þegar móðir hennar keypti handa henni súkkulaði, á laugardegi sem hún ætlaði ekki að leyfa sér að borða neitt óhollt á. „Þá tök ég öskurkast og kom ekki út úr herberginu mínu allt kvöldið. Ég held að af því að við vorum bara ein þarna úti hafi ég tekið allan minn pirring út á mömmu. En hún gafst aldrei upp á mér.“ Yngri bræður Söndru voru fimm og átta ára þegar hún veikist, en samt voru þeir mjög meðvitaðir um að hún var ólík sjálfri sér. „Þeir fundu ótrúlega mikið fyrir þessu og voru alltaf að tipla á tánum í kringum mig. Þeir höfðu svo oft séð mig í einhverju pirringskasti tengdu mat og vissu eiginlega ekkert hvernig þeir áttu að haga sér í kringum mig.“ Sandra segist ekki muna eftir mörgum samverustundum með þeim á þessum tíma, hún hafi verið inni í sinni „búbblu.“ Samband þeirra er þó mjög náið í dag. Sandra tekur upp dagbók sem hún skrifaði í þegar hún var að berjast við átröskunina. Hún les svo upp eina setningu, sem lýsir vel hugarástandi hennar á þessum tíma. „Þetta byrjaði seinasta sumar og mér líður eins og ég sé í holu sem ég kemst ekki upp úr og sama hvað ég reyni þá er eins og hausinn sé týndur og ég finn hann ekki.“ Kjúklingurinn í liðinu Sandra er á öðru ári í íþróttafræði núna og vonar að hún geti nýtt eigin reynslu af átröskun til að fræða ungt fólk, til dæmis í formi fyrirlestra. „Eins og staðan er núna hef ég ekki fengið neitt bakslag í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Helstu bakslögin sem ég fékk voru svona einu ári á eftir og tveimur árum á eftir. Ég er ekki að fá nein stór bakslög núna.“ Þessi bakslög tengdust meðal annars erfiðleikum í kringum það að fara upp fyrir einhverja ákveðna tölu á vigtinni. Kílóatölu sem Söndru fannst hún ekki getað verið í. „Í Þýskalandi spilaði ég í efstudeildarliði í Bundesligunni og var yngsti leikmaðurinn þar. Ég var í atvinnumannaliði sem æfði tvisvar á dag og við vorum að lyfta mikið. Það hefði verið eðlilegt að þyngjast en ef ég þyngdist þá minnkaði ég matinn. Þetta var fyrir þremur eða fjórum árum.“ Þetta hugarfar breyttist þó með tímanum og er hún í dag komin í sömu þyngd og fyrir veikindin. Hún segist vera reynslunni ríkari eftir þennan tíma í hjá Füchse Berlín. „Það var geðveikt að fá að upplifa þetta. Ég var algjör kjúklingur í liðinu og fékk kannski ekkert rosalega mikið af mínútum en endaði á að skora átta mörk yfir tímabilið. Að vera í þessu umhverfi var ótrúlega gaman, sérstaklega svona ung. Ég held að þetta hafi líka hjálpað mér, að sjá að ef ég ætlaði að vera á þessum stað einhvern tímann í framtíðinni gæti ég ekki verið þessi litla stelpa endalaust.“ Eftir þetta spilaði hún með ÍBV og færði sig svo yfir í Val þar sem hún spilar núna. „Ég ákvað að flytja heim og klára menntaskólann heima. Ég var þá í fjarnámi í Versló og allar stelpurnar í liðinu eldri en 25 ára. Við töldum það best að ég myndi flytja heim og upplifa unglingsárin á Íslandi og klára skólann með vinum mínum.“ Erlingur Richardsson, faðir Söndru, neitaði að þjálfa hana ef hún borðaði ekki.Mynd úr einkasafni Varð léleg í handbolta Sandra flutti til ömmu og afa í Vestmannaeyjum og útskrifaðist sem stúdent frá framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Spilaði hún samhliða því handbolta með ÍBV. „Mamma og pabbi voru smá stressuð fyrir því en það gekk alveg fínt. Þau voru áfram úti í eitt ár. Það gekk vel, ég er mjög náin ömmu og afa og þetta er ár sem ég hefði ekki viljað sleppa. Að búa með þeim og vera svona mikið í kringum þig.“ Þó að Sandra sé ánægð með ákvörðun sína að flytja aftur heim til Íslands er hún fegin að hafa ekki gert það fyrr. „Það var fínt að koma heim en ég var samt mjög glöð að þetta skuli ekki hafa gerst á Íslandi. Ég held að ég hefði verið svo miklu meira dæmd af fólki, eins og stelpunum í öðrum liðum. Ég hefði verið dæmd fyrir að vera orðin svona grönn og smá útskúfuð úr handboltanum einhvern veginn því að ég varð mjög léleg á tímabili í handboltanum út af þessu. Það var fínt að ég gat bara falið mig einhvers staðar annars staðar í heiminum“ Viðbrögð vina og ættingja þegar Sandra kom heim, komu henni smá í opna skjöldu. „Fólk sagði ekki æ hvað það er gaman að sjá þig, heldur hvað er að sjá þig. Ég tók svo sérstaklega vel eftir því þegar ég hitti vini mína. Einn sagði að þegar ég hafi komið heim hafi ég fallið inn í hann þegar hann tók utan um mig. Hann sagði „ég hélt utan um þig en samt hélt ég ekki utan um neitt.“ Vinkonur mínar djóka líka með það í dag hvað ég var ógeðslega leiðinleg, allt snerist um þetta.“ Kláraði aldrei af disknum Áður en Sandra flutti heim til Íslands var hún búin að draga úr því að hitta vinkonur sínar, þar sem hún vildi forðast aðstæður þar sem aðrir voru að borða. Hún þurfti að hafa algjöra stjórn á því hvað hún borðaði og á hvaða tímum dags. Það eina sem komst að var að skipuleggja máltíðir og æfingar. „Við æfðum tvisvar á dag fjóra daga vikunnar, svo voru oftast tveir leikir í vikunni og svo stalst ég á allavega tvær aukaæfingar. Ég var að æfa fáránlega mikið miðað við það að ég var ekki að innbyrða neitt.“ Eitt af því sem einkenndi óheilbrigt samband Söndru við mat, var að hún gat aldrei klárað það sem var á disknum sínum, en þetta tengdist sennilega þörf hennar til að hafa stjórn á aðstæðunum. „Ég skildi alltaf eitthvað aðeins eftir.“ Í Eyjum æfði Sandra undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur, sem passaði vel upp á hana. Eftir eitt ár komu foreldrar Söndru heim og svo útskrifaðist Sandra úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum vorið 2018. Í kjölfarið kvaddi hún ÍBV og skrifaði undir samning hjá Val, þar sem hún var á leið í háskólanám í Reykjavík. 2. maí 2018 skrifaði hún undir og hefur náð góðum árangri með liðinu síðan. „Eins og staðan er núna borða ég til þess að geta hreyft mig. Ég verð að borða hreyft mig og staðið mig vel á æfingum.“ Handboltinn var ástæða þess að Sandra byrjaði að reyna að þyngja sig aftur.Vísir/Vilhelm Brengluð ímynd á samfélagsmiðlum Sandra hvetur foreldra til að vera vel vakandi fyrir hættumerkjum hjá börnunum sínum eins og minnkandi matarskömmtum og skapofsaköstum í tengslum við kaloríur og máltíðir. Á vef Landspítalans má finna upplýsingar um átraskanir og einkenni. Sjálf notaði Sandra aðallega Instagram sem innblástur í veikindunum, þar fann hún meðal annars margar síður sem sýndu kaloríufjölda í ákveðnum fæðutegundum og gáfu hugmyndir af hitaeiningasnauðum máltíðum. Einnig voru þar stelpur sem hún hafði sem sýnar fyrirmyndir í þyngdartapinu, áhrifavaldar sem deildu myndum og myndböndum af máltíðum sem höfðu alls ekki nóg næringargildi fyrir virka íþróttastelpu. „Normið verður svo brenglað inni á þessum samfélagsmiðlum. Það fyrsta sem ég þurfti að gera var að „unfollowa“ þessar síður. Það er erfitt að segja þetta því ég vil ekki tala neikvætt um þessar stelpur, en það er samt svo brengluð ímynd sem við erum að sjá á Instagram. Þetta er eiginlega stórhættulegur miðill fyrir ungar stelpur sem að eru að horfa á eldri stelpur sem þær kannski líta upp til, setja lífið sitt á Instagram.“ Fyrirmyndin framan á símanum Í dag á Sandra tvær stórar fyrirmyndir, þær Söru Sigmarsdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur, sem báðar sýna reglulega á samfélagsmiðlum æfingar og matarskammta sem henta íþróttafólki vel. „Ég horfði á Instagram-story þeirra þar sem þær voru með kúffulla matarskál beint eftir æfingu. Ég sá að ef ég vildi verða svona hraust og flott þá þyrfti ég að borða. Það gerist ekkert nema maður borði í rauninni.“ Sandra segir að það hafi hjálpað sér mjög mikið í bataferlinu að fylgjast með því sem cross fit dæturnar Sara og Katrín Tanja voru að gera í sinni íþrótt og því sem þær birtu á samfélagsmiðlum. „Ég held að ég hafi verið með Katrínu Tönju framan á símanum mínum í svona fjóra mánuði þegar ég var að ganga í gegnum þetta,“ segir Sandra og hlær. Í Val spilar Sandra handbolta með sínum bestu vinkonum. Hennar markmið í dag er að festa sér sæti í landsliðshópnum.Úr einkasafni Draumatímabil og þrír titlar Hún er á góðum stað núna, bæði andlega og líkamlega. Starfar sem styrktarþjálfari í Spörtu samhliða íþróttafræðináminu og handboltanum og segir að það sé ótrúlega gaman að æfa með Valsliðinu, enda eru margar af hennar bestu vinkonum að spila með henni þar. „Það er ótrúlega mikill metnaður og maður verður að vera góður til að halda sætinu sínu í liðinu þar sem það eru svo margar góðar í liðinu.“ Hún segir að tímabilið í fyrra hafi verið „draumatímabil“ þar sem Valur náði að vinna alla þrjá titlana. „Maður vissi ekkert við hverju maður átti að búast. Það voru margar ungar mjög góðar og efnilegar en maður vissi ekki hvernig við myndum ná saman sem lið,“ segir hún um hópinn. Sandra hefur keppt með nokkrum þeirra í öllum yngri landsliðunum og fannst henni frábært að fá að spila með þeim í félagsliði líka. Daníel Þór Ingason kærasti Söndru er líka í handboltanum, hann spilar með Ribe-Esbjerg í Danmörku og er í karlalandsliði Íslands. Sandra hefur fengið tækifæri með kvennalandsliðinu og er með markmið um að ná að spila enn meira með landsliðinu á næstu árum. „Ég hef verið inn og út núna upp á síðkastið og vonandi að maður fari að ná öruggu sæti þar einn daginn.“ Sandra hefur glímt við meiðsli síðustu sex vikur og núna er hennar aðaláhersla á að halda sér heilli fyrir leikina fram undan. „Ég ætla að halda áfram á þeirri braut sem ég er á og ætla að sjá hvert það leiðir mig.“ Sandra hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir hættumerkjum átröskunar hjá börnunum sínum. Vísir/Vilhelm Átröskun er geðröskun sem stafar af flóknu samspili erfðaþátta og umhverfisþátta. Einkenni geta til dæmis verið þyngdartap, röng líkamsímynd, vanlíðan, ýkt líkamshreyfing, forðunarhegðun tengd máltíðum og uppköst. Þegar einkenni eru væg og skerðing í lágmarki er margt hægt að gera til þess að bæta ástandið en þegar þau aukast og skerðing hefur meiri áhrif á daglegt líf, er mikilvægt að leita sér aðstoðar. Þegar um er að ræða alvarleg einkenni, eins og töluvert þyngdartap, miklir erfiðleikar við að nærast, mikil líkamleg einkenni og félagsleg einangrun er nauðsynlegt að hafa samband við fagaðila sem fyrst. Hagnýtar upplýsingar um einkenni, greiningu og meðferðir má finna á vef Landspítalans.
Handbolti Heilbrigðismál Helgarviðtal Tengdar fréttir „Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00 Óttuðust að ófætt barn sitt fengi sama sjúkdóm Guðrún Ósk Maríasdóttir og Árni Björn Kristjánsson berjast fyrir Halldóru dóttur sína. 1. mars 2020 07:00 Mun aldrei aftur nota tímaleysi sem afsökun Vala Eiríks barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í Allir geta dansað myndi hafa. 16. febrúar 2020 07:00 „Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ Skin, söngkona Skunk Anansie, rifjar upp síðustu Íslandsheimsókn og segist spennt fyrir því að spila aftur í Laugardalshöll á þessu ári. 23. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00
Óttuðust að ófætt barn sitt fengi sama sjúkdóm Guðrún Ósk Maríasdóttir og Árni Björn Kristjánsson berjast fyrir Halldóru dóttur sína. 1. mars 2020 07:00
Mun aldrei aftur nota tímaleysi sem afsökun Vala Eiríks barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í Allir geta dansað myndi hafa. 16. febrúar 2020 07:00
„Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ Skin, söngkona Skunk Anansie, rifjar upp síðustu Íslandsheimsókn og segist spennt fyrir því að spila aftur í Laugardalshöll á þessu ári. 23. febrúar 2020 07:00