Audi rafmagnsjepplingur mun keppa við Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 11:05 Audi Q8. Audi ætlar ekki að leyfa Tesla að eiga sviðið með komandi rafjepplingi sínum, Tesla Model X. Von er á Tesla Model X á markað á næsta ári og Audi mun væntanlega ekki verða á undan Tesla að bjóða rafmagnsjeppling og líklega ekki fyrr en árið 2017. Hann á að komast jafn langt á hleðslunni og Tesla Model X, eða um 500 kílómetra og að uppfylla öll skilyrði til sölu í Bandaríkjunum. Fyrri fréttir frá Audi hermdu að næsti rafbíll þeirra yrði Audi Q8 sem er ennþá stærri jeppi en Q7. Átti hann að fá sömu rafmagnsdrifrás og Audi R8 e-tron, með rafmótora á bæði fram- og afturöxlum. Audi R8 e-tron kemur á markað á næsta ári. Líklegt þykir að bæði Audi R8 e-tron og Audi Q8 verði einnig boðnir sem tvinnbílar, þ.e. með bensínvél og rafmótorum. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Audi ætlar ekki að leyfa Tesla að eiga sviðið með komandi rafjepplingi sínum, Tesla Model X. Von er á Tesla Model X á markað á næsta ári og Audi mun væntanlega ekki verða á undan Tesla að bjóða rafmagnsjeppling og líklega ekki fyrr en árið 2017. Hann á að komast jafn langt á hleðslunni og Tesla Model X, eða um 500 kílómetra og að uppfylla öll skilyrði til sölu í Bandaríkjunum. Fyrri fréttir frá Audi hermdu að næsti rafbíll þeirra yrði Audi Q8 sem er ennþá stærri jeppi en Q7. Átti hann að fá sömu rafmagnsdrifrás og Audi R8 e-tron, með rafmótora á bæði fram- og afturöxlum. Audi R8 e-tron kemur á markað á næsta ári. Líklegt þykir að bæði Audi R8 e-tron og Audi Q8 verði einnig boðnir sem tvinnbílar, þ.e. með bensínvél og rafmótorum.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent