Mikilvægt að draga úr einkaneyslunni 12. maí 2011 06:00 gámar á hafnarbakkanum Hættulegt getur verið að flytja inn meira en flutt er úr landi, að sögn forstöðumanns greiningar Arion banka. Fréttablaðið/hari „Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um áratugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til samanburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútnum. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, batinn er brothættur þótt hann hafi verið sársaukafullur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtarskeiði í samdrátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækkanir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostnaðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
„Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um áratugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til samanburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútnum. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, batinn er brothættur þótt hann hafi verið sársaukafullur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtarskeiði í samdrátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækkanir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostnaðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira