Hefur reynt í heil 20 ár að slá í gegn á Íslandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. desember 2014 11:00 Winslow segir að það gæti verið að hendrix láti sjá sig á Hendrix. nordicphotos/getty „Ég hef verið að reyna að koma hingað í mörg ár. Það hefur aðeins tekið mig 20 ár að slá í gegn hér, þannig að ég er ánægður að vera kominn,“ segir grínistinn Michael Winslow, einnig þekktur sem „maðurinn með 10.000 raddirnar“ úr Police Academy myndunum. Hann er nú staddur hér á landi og mun halda uppistand á laugardagskvöld á skemmtistaðnum Hendrix við Stórhöfða 17. Nafnið á staðnum er skemmtilega viðeigandi enda hefur Winslow oft hermt eftir gítarkappanum. „Ég hef á tilfinningunni að Jimi munu kíkja við í smá stund og sjá hvernig landið liggur. Hann á eftir að svífa niður og sjá hvað við erum að bralla,“ segir hann. Aðspurður um hvernig vinnuferlið hans er segir Winslow að það sé blanda af spuna og fyrirfram ákveðnum hugmyndum. „Sumt er létt en annað tekur heila eilífð. Stundum eyðirðu allri ævinni í að reyna að ná einhverju. Að mestu leyti er mikið af spuna sem felst í þessu en það skiptir mestu máli fyrir mig að hafa gaman,“ segir hann. „Það er eitt að þekkja eitthvað en það er annað að þekkja eitthvað mjög vel. Fólk sem spilar á blásturshljóðfæri kannast við „nótuna sem er ekki þar“, þau reyna að ná hæstu nótunni sem maður getur ekki fundið. Þegar ég hlusta á David Gilmour, gítarleikara Pink Floyd hugsa ég: „Hvernig kemst hann svona hátt?“ Hann nær nótum sem gítarleikarar ná ekki, nema í huganum okkar,“ segir Winslow, sem telur erfiðustu hljóðbrelluna vera hljóðið í brotnandi gleri. Winslow hefur haft nóg að gera undanfarin ár en hann vinnur nú í grínmyndinni Celebrity Deathpool með Ken Jeong úr The Hangover og David Hasselhoff. Þá lék hann með gömlu félögum sínum úr Police Academy í skrímslamyndinni Lavantulas fyrir Syfy-sjónvarpsstöðina. „Hún er svo ótrúlega kjánaleg, þetta verður alveg sprenghlægilegt. Hún heitir Lavantulas af því að hún fjallar um kóngulær sem koma út úr eldfjalli,“ segir Winslow og hlær. Þá er hann að vinna í sinni eigin mynd fyrir sjónvarpsstöðina en hann vill ekki láta í ljós um hvað hún snúist. „Þeir sögðu að ég mætti gera þessa mynd ef ég gerði öll hljóðin, og að sjálfsögðu var ég til í það,“ segir Winslow. Ný Police Academy-mynd er nú í bígerð í framleiðslu grínistanna Key & Peele, sem gerðu einmitt grín að Winslow í sketsaþættinum sínum. Í sketsinum berst Winslow við söngvarann Bobby McFerrin um heiðurinn yfir besta hljóðbrellugrínistann. „Það var mjög illkvittið en mjög fyndið. Að minnsta kosta létu þeir mig vinna!,“ segir Winslow en ekkert hefur komið fram um leikaraliðið í nýju myndinni. Þá hefur Winslow einnig verið mikilvirkur í að búa til hvers kyns öpp, svo sem NoizeyMan sem inniheldur vídeó, hringitóna, hljóðbrellur og leiki búna til af Winslow. „Ég er að vinna í öppum, leikjum, fræðsluforritum. 2015 verður ár appsins fyrir mig.“ Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Ég hef verið að reyna að koma hingað í mörg ár. Það hefur aðeins tekið mig 20 ár að slá í gegn hér, þannig að ég er ánægður að vera kominn,“ segir grínistinn Michael Winslow, einnig þekktur sem „maðurinn með 10.000 raddirnar“ úr Police Academy myndunum. Hann er nú staddur hér á landi og mun halda uppistand á laugardagskvöld á skemmtistaðnum Hendrix við Stórhöfða 17. Nafnið á staðnum er skemmtilega viðeigandi enda hefur Winslow oft hermt eftir gítarkappanum. „Ég hef á tilfinningunni að Jimi munu kíkja við í smá stund og sjá hvernig landið liggur. Hann á eftir að svífa niður og sjá hvað við erum að bralla,“ segir hann. Aðspurður um hvernig vinnuferlið hans er segir Winslow að það sé blanda af spuna og fyrirfram ákveðnum hugmyndum. „Sumt er létt en annað tekur heila eilífð. Stundum eyðirðu allri ævinni í að reyna að ná einhverju. Að mestu leyti er mikið af spuna sem felst í þessu en það skiptir mestu máli fyrir mig að hafa gaman,“ segir hann. „Það er eitt að þekkja eitthvað en það er annað að þekkja eitthvað mjög vel. Fólk sem spilar á blásturshljóðfæri kannast við „nótuna sem er ekki þar“, þau reyna að ná hæstu nótunni sem maður getur ekki fundið. Þegar ég hlusta á David Gilmour, gítarleikara Pink Floyd hugsa ég: „Hvernig kemst hann svona hátt?“ Hann nær nótum sem gítarleikarar ná ekki, nema í huganum okkar,“ segir Winslow, sem telur erfiðustu hljóðbrelluna vera hljóðið í brotnandi gleri. Winslow hefur haft nóg að gera undanfarin ár en hann vinnur nú í grínmyndinni Celebrity Deathpool með Ken Jeong úr The Hangover og David Hasselhoff. Þá lék hann með gömlu félögum sínum úr Police Academy í skrímslamyndinni Lavantulas fyrir Syfy-sjónvarpsstöðina. „Hún er svo ótrúlega kjánaleg, þetta verður alveg sprenghlægilegt. Hún heitir Lavantulas af því að hún fjallar um kóngulær sem koma út úr eldfjalli,“ segir Winslow og hlær. Þá er hann að vinna í sinni eigin mynd fyrir sjónvarpsstöðina en hann vill ekki láta í ljós um hvað hún snúist. „Þeir sögðu að ég mætti gera þessa mynd ef ég gerði öll hljóðin, og að sjálfsögðu var ég til í það,“ segir Winslow. Ný Police Academy-mynd er nú í bígerð í framleiðslu grínistanna Key & Peele, sem gerðu einmitt grín að Winslow í sketsaþættinum sínum. Í sketsinum berst Winslow við söngvarann Bobby McFerrin um heiðurinn yfir besta hljóðbrellugrínistann. „Það var mjög illkvittið en mjög fyndið. Að minnsta kosta létu þeir mig vinna!,“ segir Winslow en ekkert hefur komið fram um leikaraliðið í nýju myndinni. Þá hefur Winslow einnig verið mikilvirkur í að búa til hvers kyns öpp, svo sem NoizeyMan sem inniheldur vídeó, hringitóna, hljóðbrellur og leiki búna til af Winslow. „Ég er að vinna í öppum, leikjum, fræðsluforritum. 2015 verður ár appsins fyrir mig.“
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira