Lífið

Emmsjé Gauti kom ríðandi inn á tónleika

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrsti þátturinn fer vel af stað.
Fyrsti þátturinn fer vel af stað.
Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í gær með látum í Midagard Basecamp á Hvolsvelli en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. Nú er fyrsti þáttur kominn út hér á Vísi.

Aðspurður segir Gauti allt hafa gengið vel og ákváðu veðurguðirnir að blessa túrinn með sumar og sól.

Túristar, lögreglan, Keflavíkurför ásamt öllu því havarí sem viðkemur að koma níu manna teymi, tökubúnaði, hljóðkerfi og mat úr bænum er meðal þess sem fram kemur í þættinum.

Spurður að því hvort eitthvað hafi staðið upp úr í gær hafði Gauti þetta að segja;

„Það var frábært að komast af stað og byrja. En líklegast stóð upp úr að hafa náð að sannfæra Elvar, lókal hestamann að teyma mig inn á Midgard á hesti. Það var reyndar ekkert svo kúl því að ég er hræddur við hesta. Mjög hræddur.”

Næstu daga mun Gauti ásamt föruneyti sínu halda hringferðinni áfram og spila í Vestmannaeyjum í kvöld. Hægt verður að fylgjast betur með framvindu mála hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.